Fleiri fréttir

Einn sagður alvarlega slasaður í árekstri á Kjalarnesi

Einn er sagður alvarlega slasaður eftir árekstur jeppa og fólksbíls á Kjalarnesi til móts við byggðina þar fyrir stundu. Lögregla og sjúkralið eru á leið á vettvang og því hafa ekki fengist frekari upplýsingar um slysið.

Stálu bjór af skemmtistað á Akranesi

Fjórir piltar um tvítugt voru færðir á lögreglustöðina á Akranesi í morgun eftir að brotist hafði verið inn á skemmtistað í bænum í nótt og þaðan stolið um 20 bjórum.

Varað við flughálku á Austfjörðum

Vegagerðin varar við flughálku á Austfjörðum en hálka og snjóþekja er víða á landinu í dag. Vegir eru þó víðast hvar færir.

Páfi talaði gegn eigingirni og fyrir umhverfinu í messu sinni

Kristnir menn um allan heim halda jólin hátíðleg í dag. Michel Sabah erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Jerúsalem sagði í guðsþjónustu í Betlehem að landið helga gæti ekki verið lífsins land fyrir suma en land dauða, útskúfunar, hernáms og fangelsunar fyrir aðra.

Mannskæð árás í Írak í morgun

Rúmlega tuttugu manns létu lífið í sjálfsvígsárás í bæ norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Að minnsta kosti 80 manns særðust.

Gistiskýlið fullt í nótt - manni vísað frá

Fullt var í Gistiskýlinu í Þingholtsstræti í nótt og þurfti að vísa einum frá vegna plássleysis. Sextán geta verið þar í gistingu og er opið í skýlinu allan sólarhringinn yfir jólin.

Eldur í iðnaðarhúsnæði að Höfðabakka

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kvatt út um hálfeittleytið í nótt vegna elds sem hafði komið upp í húsnæði glerverkstæðisins Glermanna að Höfðabakka.

Aftansöngur frá Grafarvogskirkju

Messur og helgistundir verða í öllum kirkjum landsins yfir hátíðarnar. Á Stöð tvö og Vísi var sýnt beint frá aftansöng í Grafarvogskirkju klukkan 18. Séra Vigfús Þór Árnason þjónaði fyrir altari og Egill Ólafsson söng einsöng. Séra Vigfús sagði í samtali við Stöð 2 í dag að fólk sýndi útsendingunni mikinn áhuga.

Annasamur tími fyrir presta

Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík, verður með þrjár helgistundir næsta sólarhringinn. „Það verður aftansöngur klukkan sex í Fríkirkjunni, þar sem Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller munu sjá um tónlistarflutning og fermingarbörn taka þátt með einskonar ljósauppstillingu," segir Hjörtur Magni.

Karlmennirnir eru á síðustu stundu

„Karlmenn eru í meirihluta þeirra sem koma í Just 4 Kids á aðfangadag til að redda síðustu gjöfunum,“ segir Elías Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Just 4 Kids.

Jól í Kirkjugörðunum

Starfsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur verða við vinnu til klukkan þrjú í dag við að leiðbeina og aðstoða þá sem hyggjast vitja leiða látinna ástvina áður en jólahátíðin gengur í garð.

Opnunartími læknavaktarinnar yfir hátíðirnar

Læknavaktin lokar klukkan 18 í kvöld en opnar aftur klukkan 20:30. Hún lokar svo aftur klukkan 23 í kvöld. Á jóladag og annan í jólum verður opið milli 9 og 23. Símaþjónusta og vitjunarþjónusta verður allan sólarhringinn hátíðisdagana. Síminn hjá Læknavaktinni er 1770.

Aftur farið að fljúga frá Heathrow

Tugum flugferða frá Heathrow flugvelli í Lundúnum hefur verið aflýst um helgina vegna veðurs. Nú er aftur farið að fljúga en óvíst er hvort allir komast í flug fyrir jólin.

Verum á varðbergi yfir jólin

Innbrotsþjófar nýta jólahátíðina í auknum mæli til að sinna sínu starfi á meðan grandalaust fólk bregður sér af bæ. Landsmenn eru því hvattir til að huga vel að hýbýlum sínum ef þeir eru að heiman um jólin. Þetta er hægt að gera með því að loka gluggum og hurðum rækilega áður en heimilið er yfirgefið. Skilja eftir ljós eða tónlist í gangi og fá nágranna til að fylgjast með heimilinu.

Árni Scheving tónlistarmaður látinn

Árni Scheving tónlistarmaður er látinn. Árni fæddist í Reykjavík árið 1938 og ólst þar upp. Hann hóf ungur að starfa sem tónlistarmaður. Árni starfaði með öllum helstu tónlistarmönnum landsins en hann lék á ýmis hljóðfæri svo sem eins og víbrafon, saxófón, harmonikku, óbó og píanó. Hann lést í Reykjavík hinn 22. desember síðastliðinn. Árni Scheving lætur eftir sig eiginkonu og fimm uppkomin börn.

Árásarmanns enn leitað

Lögreglan á Akranesi leitar enn mannsins sem réðst á annan mann fyrir utan Skagaver á Akranesi aðfaranótt laugardags. Maðurinn sem ráðist var á er á miðjum aldri.

Úrslit í Úsbekistan fyrirsjáanleg

Islam Karimov virðist öruggur um endurkjör í forsetakosningum í Úsbekistan. Hann hefur ríkt með miklu offorsi í landinu í átján ár. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir að kosningarnar hafi ekki verið í samræmi við lýðræðislegar leikreglur. Meint níutíu prósent kosningaþátttaka vekji sömuleiðis grun um að ekki hafi verið rétt talið.

Endi bundinn á konungdæmið í Nepal

Endi verður bundinn á konungdæmið í Nepal, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda þar í landi. Með því fallast þau á eina aðalkröfu Maoista, sem hafa barist gegn stjórn landsins í ellefu ár í skærustríði sem hefur kostað 13 þúsund mannslíf.

Sex hundruð messur á næstu dögum

Yfir sex hundruð messur og helgistundir verða í kirkjum landsins, á sjúkrahúsum, dvalarheimilum og víðar yfir jól og áramót. Í kvöld klukkan sex hefst aftansöngur víða í kirkjum og þá er einnig talsvert um miðnæturmessur.

Lögreglumaður kinnbeinsbrotnaði

Ölvaður maður réðst að lögreglumanni á lögreglustöðinni við Hverfisgötu á fjórða tímanum í nótt með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn kinnbeinsbrotnaði. Maðurinn hafði verið handtekinn á Hverfisgötunni fyrir eignarspjöll en þegar til stóð að færa hann í fangageymslur brást hann við með fyrrgreindum afleiðingum.

Veðurhorfur um jólin alveg þokkalegar

"Það mun blása nokkuð af suðri á morgun aðfangadag, einkum norðvestan og vestan til, með snjó- eða slydduéljum á sunnan og vestanverðu landinu en þurrt norðan og norðaustan til " segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur aðspurður um veðrið um jólin.

Enn eitt metárið hvað sjúkraflug varðar

Árið verður enn eitt metárið hvað sjúkraflug varðar en þau eru nú orðin 481 talsins með 521 sjúkling það sem af er árinu. Mikill erill hefur verið í sjúkraflugi undanfarið og hafa verði farin 16 flug á síðustu sjö dögum.

Norskur verktaki svindlar á pólskum verkamönnum

Norskur byggingarverktaki hefur svindlað á pólskum verkamönnum og norska ríkinu með því að stofna stöðugt ný fyrirtæki sem taka að sér verkefni en greiða helst ekki laun eða virðisaukaskatt.

Hass aftur selt fyrir opnum tjöldum í Kristjaníu

Þrátt fyrir miklar og ítrekaðar aðgerðir lögreglunnar er hass nú aftur selt fyrir opnum tjöldum í Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Lögreglan kallar eftir því að stjórnmálamenn grípi inn í málið.

Samið við sálfræðinga um þátttöku TR vegna þjónustu við börn

Í fyrsta sinni hefur nú verið samið við sjálfstætt starfandi sálfræðinga um greiðsluþátttöku TR vegna þjónustu við börn. Samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og sálfræðingar gengu á dögunum frá samningum sem ráðherra og samninganefnd sálfræðinga samþykktu.

Alvarleg líkamsárás í rannsókn á Akranesi

Lögreglan á Akranesi vinnur nú að rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Akranesi um helgina. Að sögn lögreglunnar átti árásin sér stað aðfararnótt laugardagsins og hefur ein kæra verið lögð fram vegna hennar.

Sjá næstu 50 fréttir