Innlent

Karlmennirnir eru á síðustu stundu

MYND/PS

„Karlmenn eru í meirihluta þeirra sem koma í Just 4 Kids á aðfangadag til að redda síðustu gjöfunum," segir Elías Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Just 4 Kids.

Verslanir voru opnar til eitt í dag og segir Elías að töluverður erill hafi verið hjá honum. „Það eru alltaf einhverjir sem eru alveg á síðustu stundu," segir hann. Sumir sem koma til Elíasar á aðfangadag eiga eftir að kaupa allar jólagjafirnar en aðrir koma vegna þess að þeir hafa gleymt að kaupa eina og eina gjöf.

Elías segir að ein vinsælasta jólagjöfin sem hafi fengist í Just 4 Kids fyrir þessi jólin sé antík rugguhestur, en slík leikföng hafa ekki verið til um árabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×