Innlent

Sex hundruð messur á næstu dögum

Sr. Vigfús Árnason er prestur í Grafarvogskirkju.
Sr. Vigfús Árnason er prestur í Grafarvogskirkju.

Yfir sex hundruð messur og helgistundir verða í kirkjum landsins, á sjúkrahúsum, dvalarheimilum og víðar yfir jól og áramót. Í kvöld klukkan sex hefst aftansöngur víða í kirkjum og þá er einnig talsvert um miðnæturmessur.

Mörgu barninu reynist erfitt að þreyja aðfangadaginn og því er víða samverustund í kirkjum síðdegis fyrir börnin. Nánari upplýsingar eru á heimasíðum kirknanna. Í kvöld klukkan sex verður í fyrsta sinni bein útsending á Stöð 2 og Vísi frá jólamessu þegar sjónvarpað verður frá hátíðlegum aftansöng í Grafarvogskirkju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×