Fleiri fréttir Karimov líklega endurkjörinn í Úsbekistan Fastlega er búist við að Islam Karimov forseti Úsbekistans verði endurkjörinn í forsetakosningum sem fara fram í dag. Hann hefur ríkt með harðri hendi í Úsbekistan í átján ár, frá því áður en Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1992. 23.12.2007 13:07 Bylur veldur usla í Bandaríkjunum Bylur í miðvesturfylkjum Bandaríkjanna olli dauðsföllum og miklum töfum á ferðalögum fyrir jólin. Við Topeka borg í Kansas varð bílslys sem leiddi til keðjuverkunar þannig að tugir bíla óku hver aftan á annan. 23.12.2007 13:05 Yfir 400 F-15 orrustuþotur kyrrsettar ótímabundið Bandaríski flugherinn hefur ákveðið að kyrrsetja yfir 400 af F-15 orrustuþotum sínum eftir að smíðagalli koma í ljós í níu þeirra. Allur floti flughersins af F-15 þotum, um 700 talsins, var kyrrsettur af sömu sökum í byrjun nóvember. 23.12.2007 12:31 Óku ölvaðir á girðingu í nótt Tveir menn voru í nótt handteknir grunaðir um ölvun við akstur eftir að bifreið sem þeir voru á hafnaði á girðingu við verslun Byko við Víkurbraut í Reykjanesbæ. 23.12.2007 11:17 Gíraffar skiptast í sex tegundir Vísindamenn hafa fundið út að gíraffar skiptast i sex ólíkar tegundir en ekki eina eins og áður hefur verið talið. 23.12.2007 10:58 Flokkur Taksin vann yfirburðasigur í tælensku kosningunum Flokkur Taksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra Tælands, vann yfirburðasigur í þingkosningum í Tælandi í dag. 23.12.2007 10:30 Ekki alvarleg slys í óhappinu á Breiðholtsbraut Pallbíll og fólksbíll skullu saman á Breiðholtsbraut við Seljaskóga á níunda tímanum í gærkvöld. Þrír voru fluttir á slysadeild og þurfti klippur tækjabíls til að losa einn úr öðrum bílnum. 23.12.2007 10:26 Parinu sem rændi Litlu kaffistofuna sleppt úr haldi Parið sem framdi vopnað rán á Litlu kaffistofunni í gærmorgun var sleppt úr haldi lögreglunnar á Selfossi í nótt. 23.12.2007 09:44 Sauma þurfti 30 spor eftir líkamsárás Eitt líkamsárásarmál kom upp hjá lögreglunni á Suðurnesjum í fyrrinótt. Aðili var sleginn með glasi í andlitið og hlaut hann aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sauma þurfti viðkomandi með 30 sporum til að loka sári hans. 23.12.2007 09:17 Dópaður ökumaður handtekinn tvisvar sama dag Lögreglan á Akureyri hafði í gærkvöld afskipti af ökumanni á Akureyri sem grunaður er að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöðina þar sem að sýni voru tekin úr honum vegna rannsóknar máls. Ökumanninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. 23.12.2007 09:10 Nokkurt magn fíkniefna fannst á Siglufirði Við fíkniefnaeftirlit á Siglufirði í nótt handtók lögreglan 3 menn vegna gruns um fíkniefnamisferli. 23.12.2007 09:07 Skallaði dyravörð og réðist á lögreglumann Lögreglan á Akureyri var kölluð til að skemmtistað í bænum í nótt þar sem að maður hafði ráðist á dyraverði staðarins og meðal annars skallað einn dyravörðinn í andlitið. 23.12.2007 09:02 Alvarlegt umferðarslys á Breiðholtsbraut í kvöld Lögregla og slökkvilið er nú statt á Breiðholtsbrautinni, við Bakkana, en þar varð alvarlegt umferðarslys nú á níunda tímanum. 22.12.2007 20:51 Þingflokksformaður Samfylkingar gagnrýnir skipun Þorsteins Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður Samfylkingar segir að Árni M. Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, þurfi að rökstyðja betur skipun Þorsteins Davíðssonar sem héraðsdómara. Í þessu máli þurfi sterkari rök, fari ráðherra gegn áliti matsnefndar. 22.12.2007 19:15 Þriðji hver Dani í messu á aðfangadag Í könnun sem gerð var fyrir Kristeligt Dagblad kemur fram að tæplega þriðjungur eða 31% Dana ætla sér að fara í messu á aðfangadag. 22.12.2007 17:10 Fólki fjölgaði mest í Reykjanesbæ á árinu Mesta fólksfjölgun á landinu á árinu varð í Reykjanesbæ, eða 11 prósent, samkvæmt tölum Hagstofunnar. 22.12.2007 16:00 Verkalýðshreyfingin bíður ekki lengi eftir áramót með aðgerðir Samingar eru lausir um áramótin eins og flestir vita. Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins segir að það sé ljóst að verkalýðshreyfingin muni ekki hafa mikla þolinmæði til að vinna eftir gamla samningnum í langan tíma eftir áramótin. 22.12.2007 14:43 EFTA rannsakar breytingu alþingis á hafnarlögum Eftirlitssofnunnar EFTA (ESA) ákvað fyrr í þessum mánuði að hefja formlega rannsókn á nýlegri breytingu Alþingis á hafnarlögum sem heimilar ríkissjóði að bæta að fullu tjón á upptökumannvirkjum. 22.12.2007 14:30 Stálu heilli baðströnd með öllum búnaði Landamæraþjófar eru grunaðir um að hafa stolið heilli baðströnd, með kofum, sóltjöldum, sólbekkjum og sandinum. 22.12.2007 18:20 Loftsteinn gæti rekist á Mars í janúar Töluverðar líkur eru taldar á því að loftsteinn rekist á plánetuna Mars í janúar á næsta ári. Vísindamenn telja líkurnar á þessu 1:75 og að hugsanlegur árekstur verði þann 30. janúar. 22.12.2007 15:25 Kviknaði í þvottavél í Vestmannaeyjum Rétt eftir 12:00 kom útkall á slökkvilið Vestmannaeyja þar sem kviknað hafði í út frá þvottavél í húsi á Hásteinsvegi. 22.12.2007 13:22 Lottóvinningar gera marga að milljónamæringum á Spáni Kampavínið flaut og gleðin réði ríkjum víðs vegar um Spán í dag þegar dregið var í tvö hundruð milljarða króna happdrætti. Jólin þykja ekki hafa gengið í garð fyrr en búið er að draga í spænska jólalottóinu, El Gordo, eða þeim feita. 22.12.2007 18:50 Auðunn telur lyfjaprófið hafa verið ólöglegt Kraftlyftingamaðurinn Auðunn Jónsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna keppnisbanns Alþjóðakraftlyftingasambandsins. Segir hann framkvæmd lyfjaprófsins í Noregi hafa alla verið hina undarlegustu og telur hana ólöglega. 22.12.2007 13:29 Chavez segir Kólumbíuforseta áhugalausan um lausn gísla Hugo Chavez forseti Venesúela gagnrýndi stjórnvöld í Kólumbíu í gær fyrir áhugaleysi á að fá gísla lausa úr haldi vinstrisinnaðra skæruliuða. Chavez sagði að Alvaro Uribe forseti Kólumbíu hefði sjálfur bundið enda á ferli sem hefði getað endað í lausn gíslanna. 22.12.2007 12:47 Starfsfólk hjá Ormsson safnaði fyrir Einstök börn Starfsfólkið hjá Bræðrunum Ormsson hefur afhent Einstökum börnum 65.000 kr. að gjöf. Þessu fé safnaði starfsfólkið saman á vinnustaðnum og afhenti framkvæmdastjóra Einstakra barna í morgun. 22.12.2007 11:47 Stolið verk eftir Picasso var ekki tryggt Starfsmenn nútímalistasafns í Brasilíu, þar sem tveimur verðmætum málverkum var stolið, segja að málverkin hafi ekki verið tryggð. 22.12.2007 10:53 Óskemmtileg lífsreynsla, segir eigandi Litlu Kaffistofunnar "Það er óhætt að segja að þetta hafi verið óskemmtileg lífsreynsla," segir Stefán Þormar Guðmundsson eigandi Litlu kaffistofunnar. Par vopnað hnífi og hafnarboltakylfu reyndi að ræna staðinn í morgun. 22.12.2007 10:32 Hálka og él herja á Hellisheiði Hálka og éljagangur eru á Hellisheiði og í Þrengslum, einnig á Holtavörðuheiði og á heiðum Vestfjarða, samkvæmt upplýsingum Vegagerðar. 22.12.2007 09:52 Tveir teknir dópaðir í Djúpinu Tveir menn voru teknir í gærkvöld í Ísafjarðardjúpi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. 22.12.2007 09:41 Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut Þrír slösuðust í umferðarslysi á Reykjanesbraut í nótt. Slysið varð um klukkan eitt en ökumaður bílsins missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann hafnaði á brúarstólpa. 22.12.2007 09:38 Vopnað rán var framið í Litlu Kaffistofunni Vopnað rán var framið í Litlu Kaffistofunni við Suðurlandsveg klukkan hálf átta í morgun. 22.12.2007 09:36 Jarðvélar hætta við framkvæmdir á Reykjanesbraut Jarðvélar hafa óskað eftir því að falla frá verksamningi sínum varðandi framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar. Vegagerð ríkisins mun taka við verkinu. 22.12.2007 09:28 Íhugar stöðuna eftir skipun héraðsdómara Pétur Dam Leifsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og félagvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, segist vera að ígrunda málin eftir að settur dómsmálaráðherra ákvað að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara. 21.12.2007 22:12 Veröld Hugins Huginn Heiðar Guðmundsson fæddist með alvarlegan lifrasjúkdóm árið 2004. Eftir að móðir hans gaf honum hluta af sinni lifur lagaðist sjúkdómurinn, en þá tók við alvarlegur lungnasjúkdómur. Huginn getur ekki verið án súrefnisgjafar og er því bundinn við súrefnisvélar eða súrefniskúta. Þetta gerir það að verkum að hann kemst ekki út af heimili fjölskyldunnar nema með mjög mikilli fyrirhöfn. 21.12.2007 18:31 Kviknaði í kertaskreytingu í Safamýri Slökkviliðið og lögregla var kallað að Safamýri nú undir kvöld þegar að kviknaði í kertaskreytingu. Búið var að ráða niðurlögum eldsins þegar slökkvilið kom á staðinn og enginn meiddist að sögn slökkviliðsmanna. 21.12.2007 22:59 Jólaumferðin býsna þung Mikil umferð hefur verið á öllum helstu þéttbýlisstöðum á landinu enda margir önnum kafnir nú þegar einungis þrír dagar eru til jóla. Þótt umferðin hafi verið hæg hefur allt gengið vel að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þó er rétt að benda ökumönnum á að þetta er myrkasti tími ársins og ökumenn þurfa að haga akstri sínum eftir því. 21.12.2007 21:28 Skólameistarinn hættir störfum Skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík hættir störfum innan skamms. Þar með næst fullnaðarlausn í deilunni milli hans og kennara skólans. 21.12.2007 20:10 Nýir áfengismælar gera blóðprufur óþarfar Lögreglan hefur tekið í notkun nýja áfengismæla sem gera blóðprufur með öllu óþarfar. Ferli sem áður tók allt að hálfan mánuð tekur nú aðeins nokkrar mínútur. 21.12.2007 19:58 Jólasalan í ár slær öll met Allt stefnir í að metvelta verði slegin í smásölu um þessi jól og veltumetin falli á Þorláksmessu. 21.12.2007 19:26 Tölvukerfi bankanna komið í lag Tölvukerfi Reiknistofu bankanna bilaði í dag og veldur það sambandsleysi við heimabanka og hraðbanka. Helgi Steingrímsson, forstjóri Reiknistofnu bankanna, segist ekki geta tjáð sig um það á þessari stundu hvað valdi biluninni en verið sé að vinna að viðgerðum. 21.12.2007 16:53 Gjörgæslan stækkuð á Landspítalanum við Hringbraut Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að gjörgæsla Landspítala við Hringbraut verði stækkuð eins fljótt og verða má. 21.12.2007 16:52 Síbrotamaður í gæsluvarðhaldi til febrúarloka Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að ungur síbrotamaður skuli sæta gæsluvarðhalds til 28. febrúar. 21.12.2007 16:43 Atli Gíslason: „Pólitísk ráðning sjálfstæðismanna" Atli Gíslason, þingmaður VG og hæstaréttarlögmaður, segir það mjög miður að gengið hafi verið framhjá áliti dómnefndar við ráðningu héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands - eystra og Héraðsdóm Austurlands. 21.12.2007 16:38 Orsök umferðarhnúta Hópur breskra verkfræðinga notaði stærðfræðiformúlu til þess að komast að því að of þungir bremsufætur valda mörgum af þeim umferðarhnútum sem verða á hraðbrautum. 21.12.2007 16:34 Tveir Litháar ákærðir fyrir nauðgun Ríkissaksóknari hefur gefið út ákærur á hendur tveimur litháískum karlmönnum sem gefið er að sök að hafa nauðgað konu á hrottafenginn hátt í húsasundi í miðbæ Reykjavíkur. 21.12.2007 16:33 Sjá næstu 50 fréttir
Karimov líklega endurkjörinn í Úsbekistan Fastlega er búist við að Islam Karimov forseti Úsbekistans verði endurkjörinn í forsetakosningum sem fara fram í dag. Hann hefur ríkt með harðri hendi í Úsbekistan í átján ár, frá því áður en Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1992. 23.12.2007 13:07
Bylur veldur usla í Bandaríkjunum Bylur í miðvesturfylkjum Bandaríkjanna olli dauðsföllum og miklum töfum á ferðalögum fyrir jólin. Við Topeka borg í Kansas varð bílslys sem leiddi til keðjuverkunar þannig að tugir bíla óku hver aftan á annan. 23.12.2007 13:05
Yfir 400 F-15 orrustuþotur kyrrsettar ótímabundið Bandaríski flugherinn hefur ákveðið að kyrrsetja yfir 400 af F-15 orrustuþotum sínum eftir að smíðagalli koma í ljós í níu þeirra. Allur floti flughersins af F-15 þotum, um 700 talsins, var kyrrsettur af sömu sökum í byrjun nóvember. 23.12.2007 12:31
Óku ölvaðir á girðingu í nótt Tveir menn voru í nótt handteknir grunaðir um ölvun við akstur eftir að bifreið sem þeir voru á hafnaði á girðingu við verslun Byko við Víkurbraut í Reykjanesbæ. 23.12.2007 11:17
Gíraffar skiptast í sex tegundir Vísindamenn hafa fundið út að gíraffar skiptast i sex ólíkar tegundir en ekki eina eins og áður hefur verið talið. 23.12.2007 10:58
Flokkur Taksin vann yfirburðasigur í tælensku kosningunum Flokkur Taksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra Tælands, vann yfirburðasigur í þingkosningum í Tælandi í dag. 23.12.2007 10:30
Ekki alvarleg slys í óhappinu á Breiðholtsbraut Pallbíll og fólksbíll skullu saman á Breiðholtsbraut við Seljaskóga á níunda tímanum í gærkvöld. Þrír voru fluttir á slysadeild og þurfti klippur tækjabíls til að losa einn úr öðrum bílnum. 23.12.2007 10:26
Parinu sem rændi Litlu kaffistofuna sleppt úr haldi Parið sem framdi vopnað rán á Litlu kaffistofunni í gærmorgun var sleppt úr haldi lögreglunnar á Selfossi í nótt. 23.12.2007 09:44
Sauma þurfti 30 spor eftir líkamsárás Eitt líkamsárásarmál kom upp hjá lögreglunni á Suðurnesjum í fyrrinótt. Aðili var sleginn með glasi í andlitið og hlaut hann aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sauma þurfti viðkomandi með 30 sporum til að loka sári hans. 23.12.2007 09:17
Dópaður ökumaður handtekinn tvisvar sama dag Lögreglan á Akureyri hafði í gærkvöld afskipti af ökumanni á Akureyri sem grunaður er að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöðina þar sem að sýni voru tekin úr honum vegna rannsóknar máls. Ökumanninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. 23.12.2007 09:10
Nokkurt magn fíkniefna fannst á Siglufirði Við fíkniefnaeftirlit á Siglufirði í nótt handtók lögreglan 3 menn vegna gruns um fíkniefnamisferli. 23.12.2007 09:07
Skallaði dyravörð og réðist á lögreglumann Lögreglan á Akureyri var kölluð til að skemmtistað í bænum í nótt þar sem að maður hafði ráðist á dyraverði staðarins og meðal annars skallað einn dyravörðinn í andlitið. 23.12.2007 09:02
Alvarlegt umferðarslys á Breiðholtsbraut í kvöld Lögregla og slökkvilið er nú statt á Breiðholtsbrautinni, við Bakkana, en þar varð alvarlegt umferðarslys nú á níunda tímanum. 22.12.2007 20:51
Þingflokksformaður Samfylkingar gagnrýnir skipun Þorsteins Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður Samfylkingar segir að Árni M. Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, þurfi að rökstyðja betur skipun Þorsteins Davíðssonar sem héraðsdómara. Í þessu máli þurfi sterkari rök, fari ráðherra gegn áliti matsnefndar. 22.12.2007 19:15
Þriðji hver Dani í messu á aðfangadag Í könnun sem gerð var fyrir Kristeligt Dagblad kemur fram að tæplega þriðjungur eða 31% Dana ætla sér að fara í messu á aðfangadag. 22.12.2007 17:10
Fólki fjölgaði mest í Reykjanesbæ á árinu Mesta fólksfjölgun á landinu á árinu varð í Reykjanesbæ, eða 11 prósent, samkvæmt tölum Hagstofunnar. 22.12.2007 16:00
Verkalýðshreyfingin bíður ekki lengi eftir áramót með aðgerðir Samingar eru lausir um áramótin eins og flestir vita. Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins segir að það sé ljóst að verkalýðshreyfingin muni ekki hafa mikla þolinmæði til að vinna eftir gamla samningnum í langan tíma eftir áramótin. 22.12.2007 14:43
EFTA rannsakar breytingu alþingis á hafnarlögum Eftirlitssofnunnar EFTA (ESA) ákvað fyrr í þessum mánuði að hefja formlega rannsókn á nýlegri breytingu Alþingis á hafnarlögum sem heimilar ríkissjóði að bæta að fullu tjón á upptökumannvirkjum. 22.12.2007 14:30
Stálu heilli baðströnd með öllum búnaði Landamæraþjófar eru grunaðir um að hafa stolið heilli baðströnd, með kofum, sóltjöldum, sólbekkjum og sandinum. 22.12.2007 18:20
Loftsteinn gæti rekist á Mars í janúar Töluverðar líkur eru taldar á því að loftsteinn rekist á plánetuna Mars í janúar á næsta ári. Vísindamenn telja líkurnar á þessu 1:75 og að hugsanlegur árekstur verði þann 30. janúar. 22.12.2007 15:25
Kviknaði í þvottavél í Vestmannaeyjum Rétt eftir 12:00 kom útkall á slökkvilið Vestmannaeyja þar sem kviknað hafði í út frá þvottavél í húsi á Hásteinsvegi. 22.12.2007 13:22
Lottóvinningar gera marga að milljónamæringum á Spáni Kampavínið flaut og gleðin réði ríkjum víðs vegar um Spán í dag þegar dregið var í tvö hundruð milljarða króna happdrætti. Jólin þykja ekki hafa gengið í garð fyrr en búið er að draga í spænska jólalottóinu, El Gordo, eða þeim feita. 22.12.2007 18:50
Auðunn telur lyfjaprófið hafa verið ólöglegt Kraftlyftingamaðurinn Auðunn Jónsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna keppnisbanns Alþjóðakraftlyftingasambandsins. Segir hann framkvæmd lyfjaprófsins í Noregi hafa alla verið hina undarlegustu og telur hana ólöglega. 22.12.2007 13:29
Chavez segir Kólumbíuforseta áhugalausan um lausn gísla Hugo Chavez forseti Venesúela gagnrýndi stjórnvöld í Kólumbíu í gær fyrir áhugaleysi á að fá gísla lausa úr haldi vinstrisinnaðra skæruliuða. Chavez sagði að Alvaro Uribe forseti Kólumbíu hefði sjálfur bundið enda á ferli sem hefði getað endað í lausn gíslanna. 22.12.2007 12:47
Starfsfólk hjá Ormsson safnaði fyrir Einstök börn Starfsfólkið hjá Bræðrunum Ormsson hefur afhent Einstökum börnum 65.000 kr. að gjöf. Þessu fé safnaði starfsfólkið saman á vinnustaðnum og afhenti framkvæmdastjóra Einstakra barna í morgun. 22.12.2007 11:47
Stolið verk eftir Picasso var ekki tryggt Starfsmenn nútímalistasafns í Brasilíu, þar sem tveimur verðmætum málverkum var stolið, segja að málverkin hafi ekki verið tryggð. 22.12.2007 10:53
Óskemmtileg lífsreynsla, segir eigandi Litlu Kaffistofunnar "Það er óhætt að segja að þetta hafi verið óskemmtileg lífsreynsla," segir Stefán Þormar Guðmundsson eigandi Litlu kaffistofunnar. Par vopnað hnífi og hafnarboltakylfu reyndi að ræna staðinn í morgun. 22.12.2007 10:32
Hálka og él herja á Hellisheiði Hálka og éljagangur eru á Hellisheiði og í Þrengslum, einnig á Holtavörðuheiði og á heiðum Vestfjarða, samkvæmt upplýsingum Vegagerðar. 22.12.2007 09:52
Tveir teknir dópaðir í Djúpinu Tveir menn voru teknir í gærkvöld í Ísafjarðardjúpi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. 22.12.2007 09:41
Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut Þrír slösuðust í umferðarslysi á Reykjanesbraut í nótt. Slysið varð um klukkan eitt en ökumaður bílsins missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann hafnaði á brúarstólpa. 22.12.2007 09:38
Vopnað rán var framið í Litlu Kaffistofunni Vopnað rán var framið í Litlu Kaffistofunni við Suðurlandsveg klukkan hálf átta í morgun. 22.12.2007 09:36
Jarðvélar hætta við framkvæmdir á Reykjanesbraut Jarðvélar hafa óskað eftir því að falla frá verksamningi sínum varðandi framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar. Vegagerð ríkisins mun taka við verkinu. 22.12.2007 09:28
Íhugar stöðuna eftir skipun héraðsdómara Pétur Dam Leifsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og félagvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, segist vera að ígrunda málin eftir að settur dómsmálaráðherra ákvað að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara. 21.12.2007 22:12
Veröld Hugins Huginn Heiðar Guðmundsson fæddist með alvarlegan lifrasjúkdóm árið 2004. Eftir að móðir hans gaf honum hluta af sinni lifur lagaðist sjúkdómurinn, en þá tók við alvarlegur lungnasjúkdómur. Huginn getur ekki verið án súrefnisgjafar og er því bundinn við súrefnisvélar eða súrefniskúta. Þetta gerir það að verkum að hann kemst ekki út af heimili fjölskyldunnar nema með mjög mikilli fyrirhöfn. 21.12.2007 18:31
Kviknaði í kertaskreytingu í Safamýri Slökkviliðið og lögregla var kallað að Safamýri nú undir kvöld þegar að kviknaði í kertaskreytingu. Búið var að ráða niðurlögum eldsins þegar slökkvilið kom á staðinn og enginn meiddist að sögn slökkviliðsmanna. 21.12.2007 22:59
Jólaumferðin býsna þung Mikil umferð hefur verið á öllum helstu þéttbýlisstöðum á landinu enda margir önnum kafnir nú þegar einungis þrír dagar eru til jóla. Þótt umferðin hafi verið hæg hefur allt gengið vel að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þó er rétt að benda ökumönnum á að þetta er myrkasti tími ársins og ökumenn þurfa að haga akstri sínum eftir því. 21.12.2007 21:28
Skólameistarinn hættir störfum Skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík hættir störfum innan skamms. Þar með næst fullnaðarlausn í deilunni milli hans og kennara skólans. 21.12.2007 20:10
Nýir áfengismælar gera blóðprufur óþarfar Lögreglan hefur tekið í notkun nýja áfengismæla sem gera blóðprufur með öllu óþarfar. Ferli sem áður tók allt að hálfan mánuð tekur nú aðeins nokkrar mínútur. 21.12.2007 19:58
Jólasalan í ár slær öll met Allt stefnir í að metvelta verði slegin í smásölu um þessi jól og veltumetin falli á Þorláksmessu. 21.12.2007 19:26
Tölvukerfi bankanna komið í lag Tölvukerfi Reiknistofu bankanna bilaði í dag og veldur það sambandsleysi við heimabanka og hraðbanka. Helgi Steingrímsson, forstjóri Reiknistofnu bankanna, segist ekki geta tjáð sig um það á þessari stundu hvað valdi biluninni en verið sé að vinna að viðgerðum. 21.12.2007 16:53
Gjörgæslan stækkuð á Landspítalanum við Hringbraut Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að gjörgæsla Landspítala við Hringbraut verði stækkuð eins fljótt og verða má. 21.12.2007 16:52
Síbrotamaður í gæsluvarðhaldi til febrúarloka Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að ungur síbrotamaður skuli sæta gæsluvarðhalds til 28. febrúar. 21.12.2007 16:43
Atli Gíslason: „Pólitísk ráðning sjálfstæðismanna" Atli Gíslason, þingmaður VG og hæstaréttarlögmaður, segir það mjög miður að gengið hafi verið framhjá áliti dómnefndar við ráðningu héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands - eystra og Héraðsdóm Austurlands. 21.12.2007 16:38
Orsök umferðarhnúta Hópur breskra verkfræðinga notaði stærðfræðiformúlu til þess að komast að því að of þungir bremsufætur valda mörgum af þeim umferðarhnútum sem verða á hraðbrautum. 21.12.2007 16:34
Tveir Litháar ákærðir fyrir nauðgun Ríkissaksóknari hefur gefið út ákærur á hendur tveimur litháískum karlmönnum sem gefið er að sök að hafa nauðgað konu á hrottafenginn hátt í húsasundi í miðbæ Reykjavíkur. 21.12.2007 16:33