Innlent

Sjúkraflutningamenn færðu fjölskyldu Ásgeirs litla jólaglaðning

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ Félag sjúkraflutningamanna í Árnessýslu.
Mynd/ Félag sjúkraflutningamanna í Árnessýslu.

Sjúkraflutningamenn í Árnessýslu ákváðu að afþakka jólagjafir og gefa þess í stað fjölskyldu Ásgeirs Lýðssonar, tveggja ára drengs, þá fjárhæð sem hefði annars runnið í jólagjafir.

Fjölskyldan var styrkt um 50 þúsund krónur. Landsbanki Íslands, sem er viðskiptabanki Félags sjúkraflutningamanna í Árnessýslu, frétti að fyrirætlunum félagsmanna og ákvað að jafna upphæðina. Í morgun fóru svo sjúkraflutningamenn í heimsókn til fjölskyldunnar á Selfossi og afhenti þeim glaðninginn.

Ásgeir Lýðsson er tæplega tveggja ára strákur frá Selfossi sem þjáist af nýrnasjúkdómi og litningagalla. Vísir sagði sögu hans um daginn og hana má lesa með því að smella á þennan hlekk.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×