Innlent

Kirkjusókn með besta móti á aðfangadag

Kirkjusókn var góð víðast hvar á landinu í gær. Fullt var út úr dyrum í Grafarvogskirkju þegar messað var þar í gær.

Séra Vigfús Þór Árnason þjónaði fyrir altari í Grafarvogskirkju í gær en sýnt var beint frá messunni á Stöð 2 og Vísi.

Kirkjusókn hefur verið góð í jólamánuðinum og eru prestar ánægðir með kirkjusón í aðdraganda jólanna. Víða var messað tvisvar í gær í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og var þannig fullt út úr dyrum í báðum messunum í Hallgrímskirkju.

Mikil umræða hefur trúmál undanfarið og telja prestar sem fréttastofa hefur rætt við þá umræðu hafa aukið kirkjusókn undanfarið frekar en hitt.

Við aftansöng í Grafarvogskirkju í gær söng Egill Ólafsson einsöng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×