Innlent

Þrír stöðvaðir fyrir fíkniefnaakstur á Vestfjörðum á fjórum dögum

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. MYND/GVA

Lögreglan á Ísafirði stöðvaði ökumann um tvítugt aðfaranótt aðfangadags vegna gruns um akstur undir áhrifum ólöglegra vímuefna.

Hann var færður til skýrslu- og sýnatöku en sleppt að þeim loknum. Lögreglan segir að þetta hafi verið þriðji ökumaðurinn á fjórum dögum sem hún hafi stöðvað vegna gruns um neyslu ólöglegra vímuefna. Lögreglan á Vestfjörðum hefur aukið umferðareftirlit undanfarið, meðal annars með tilliti til ástands ökumanna, og verður því fylgt eftir næstu daga. Lögreglan vestra vekur athygli á að samkvæmt nýlegri breytingu á umferðarlögum megi engin ólögleg fíkniefni finnast í sýnum sem tekin eru úr ökumönnum. Ökuleyfissvipting og fjársekt liggi við slíkum brotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×