Innlent

Skallaði dyravörð og réðist á lögreglumann

Lögreglan á Akureyri var kölluð til að skemmtistað í bænum í nótt þar sem að maður hafði ráðist á dyraverði staðarins og meðal annars skallað einn dyravörðinn í andlitið.

Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn töluvert æstur. Þegar verið var að hafa afskipti af manninum réðst hann á lögregluna og sparkaði hann meðal annars í fætur og bak lögreglumanns.

Lögreglumennirnir þurftu einnig að verjast ágangi vina mannsins þegar þeir voru að hafa afskipti af manninum en töluverður mannfjöldi var inni á skemmtistaðnum. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina þar sem að hann var vistaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×