Innlent

Jarðvélar hætta við framkvæmdir á Reykjanesbraut

Jarðvélar hafa óskað eftir því að falla frá verksamningi sínum varðandi framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar. Vegagerð ríkisins mun taka við verkinu.

Í tilkyningu frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni verkefnisstjóra Jarðvéla segir að líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum að undanförnu hefur fyrirtækið Jarðvélar ehf verið í miklum fjárhagserfiðleikum.

"Í ljósi þess að kaupleigufyrirtæki innkölluðu til sín stóran hluta af tækjum félagsins mun félagið fara fram á það við Vegagerð ríksins að þeir taki við framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar þar sem félaginu hefur verið gert ókleift að klára framkvæmdina. Er þetta gert í fullu samráði við Vegagerð ríkisins." segir í tilkynnungunni.

Unnið verður að því næstu mánuði að fara yfir stöðu félagsins og ákvarða framtíð þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×