Innlent

Vopnað rán var framið í Litlu Kaffistofunni

Vopnað rán var framið í Litlu Kaffistofunni við Suðurlandsveg klukkan hálf átta í morgun.

Maður og kona komu þar inn vopnuð barefli og hníf og höfðu með sér einhverja fjármuni að sögn Lögreglunnar á Selfossi. Kom til ryskinga milli parsins og eiganda stofunnar áður en þau flúðu af vettvangi.

Parið hafði falið bifreið sína fyrir utan veg og var það handtekið á gangi í Lögbergsbrekku rétt fyrir klukkan níu. Talið er að þau hafi ekið bíl sínum út af veginum en talsverð hálka er á þessum slóðum.

Lögreglan getur ekki gefið neinar upplýsingar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×