Innlent

Parinu sem rændi Litlu kaffistofuna sleppt úr haldi

Parið sem framdi vopnað rán á Litlu kaffistofunni í gærmorgun var sleppt úr haldi lögreglunnar á Selfossi í nótt.

Maðurinn sem er á fimmtugsaldri og konan á þrítugsaldri voru í annarlegu ástandi undir áhrifum fíkniefna í allan gærdag og voru ekki yfirheyrð fyrr en undir kvöld. Þau höfðu nokkur þúsundir króna uppúr krafsinu en játuðu bæði verknaðinn og telst málið upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×