Innlent

Sauma þurfti 30 spor eftir líkamsárás

Eitt líkamsárásarmál kom upp hjá lögreglunni á Suðurnesjum í fyrrinótt. Aðili var sleginn með glasi í andlitið og hlaut hann aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sauma þurfti viðkomandi með 30 sporum til að loka sári hans.

 

Nokkur ölvun var í miðbæ Reykjanesbæjar þessa nótt en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni fór skemmtanahald almennt vel fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×