Innlent

Síbrotamaður í gæsluvarðhaldi til febrúarloka

MYND/GVA

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að ungur síbrotamaður skuli sæta gæsluvarðhalds til 28. febrúar.

Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að maðurinn hafi í júlí verið dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir fjölmörg hegningarlagabrot, þar á meðal rán. Þá var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í ágúst fyrir stófrellda líkamsárás. Maðurinn hefur áfrýjað báðum dómunum til Hæstaréttar og verða mál hans flutt þar 7. febrúar.

Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 27. apríl vegna endurtekinna brota og taldar eru yfirgnæfandi líkur á því að hann muni halda áfram brotum verði hann látinn laus úr gæslu áður en endanlegur dómur gangi í málum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×