Innlent

Nýir áfengismælar gera blóðprufur óþarfar

Lögreglan hefur tekið í notkun nýja áfengismæla sem gera blóðprufur með öllu óþarfar. Ferli sem áður tók allt að hálfan mánuð tekur nú aðeins nokkrar mínútur. Áfengismælarnir eru framleiddir í Svíþjóð þar sem þeir hafa gefið góða raun. Um er að ræða öndunarsýnamæla og voru þeir teknir í almenna notkun hér á landi í síðasta mánuði. Áður hafði lögreglan verið með svipaða mæla í notkun, af bandarískri gerð, sem þó voru ekki eins fullkomnir. Mælarnir eru nákvæmir og hafa dómar verið byggðir á niðurstöðum úr þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×