Innlent

Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut

Þrír slösuðust í umferðarslysi á Reykjanesbraut í nótt. Slysið varð um klukkan eitt en ökumaður bílsins missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann hafnaði á brúarstólpa.

Beita þurfti klippum til að ná fólkinu út. Tveir hinna slösuðu voru með minniháttarmeiðsl en einn farþeganna lærbrotnaði alvarlega. Ökumaður bílsins er ekki grunaður um ölvun en hann reyndist ökuréttindalaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×