Fleiri fréttir

Byrja vonandi að fljúga í kvöld

Allt millilandaflug hefur legið niðri í dag vegna fárviðris á Keflavíkurflugvelli en afar sjaldgæft er að slíkt gerist. Þá var öllu flugi um Reykjavíkurflugvöll aflýst í morgun.

Handtekinn vegna bruna í Fiskiðjunni

Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók nú undir kvöld mann sem talinn er hafa verið í gamla Fiskiðjuhúsinu við Ægisgötu skömmu áður en eldur kom þar upp í nótt.

Harma að meintur ökumaður gangi laus

Lögreglan á Suðurnesjum harmar að maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið bílnum sem varð fjögurra ára dreng að bana á Vesturgötu í Reykjanesbæ skyldi hafa verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Hæstiréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð yfir manninum til 8. janúar næstkomandi.

Átta milljónir fyrir bílastæði

Konu í Þrándheimi í Noregi brá heldur betur í brún á dögunum þegar í ljós kom að hún hafði farið yfir á kortinu sem nemur rúmum átta milljónum íslenskra króna eftir jólainnkaup í miðborg Þrándheims.

Veður aftur að versna - 30 hjálparbeiðnir á klukkustund

Veður aftur að versna á Vesturlandi eftir að það gekk niður í kringum hádegisbil. Alls hafa nærri 300 hjálparbeiðnir borist samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð eftir því sem segir í tilkynningu frá henni.

Mikið keypt af húsgögnum í nóvember

Svo virðist sem jólaverslun þessa árs hafi byrjað fyrir alvöru í húsgagnaverslunum landsins í nóvember því velta slíkra verslana jókst um nærri fimmtung milli október- og nóvembermánaða samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Hæstiréttur staðfestir farbannsúrskurð í Vesturgötumáli

Hæstiréttur staðfesti í dag synjun Héraðsdóms Reykjaness á kröfu lögreglunnar í Keflavík um að Pólverjinn sem grunaður er um að hafa orðið valdur að dauða Kristinns Veigars Sigurðssonar yrði áfram í gæsluvarðhaldi.

Páll Winkel nýr fangelsismálastjóri

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði í dag Pál E. Winkel aðstoðarríkislögreglustjóra í embætti forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins.

Flugmaður segir líkamsárásardóm rugl

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Jens R. Kane, flugmann hjá Icelandair, í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart fyrrverandi unnustu sinni, á heimili þeirra þann 23. janúar síðastliðinn.

Sigurjón hættur á DV

Tilkynnt var um miklar skipulagsbreytingar hjá útgáfufélaginu Birtíngi áðan. Tímaritið Ísafold verður sameinað Nýju Lífi.

Brú yfir Geitabergsá varð rokinu að bráð

Gömul brú sem liggur yfir Geitabergsá í Svínadal varð veðurofsanum í morgun að bráð eins og sjá má á myndinni. Lárus Jón Lárusson í Brekkukoti segir það hafa verið magnað að fylgjast með brúnni þegar veðrið tætti hana í sundur.

Talsvert tjón í IKEA - líklega opnað aftur klukkan tvö

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir tjónið vegna vatnslekans í búðinni vera talsvert en að tryggingafélagið muni meta það síðar nákvæmlegar. Stífluð niðurföll orsökuðu að hálfgert stöðuvatn myndaðist á þaki verslunarinnar sem gaf sig að lokum með þeim afleiðingum að tugþúsundir lítra vatns streymdu inn í verslunina.

Mikið vatnstjón í Ikea

Mikill vatnsleki er í verslun IKEA í Garðabæ og vinna um 50 slökkviliðsmenn nú að því að dæla vatni úr versluninni. Að sögn vakstjóra er vatnsflaumurinn slíkur að niðurföll anna því engan veginn. Ekki er vitað hvaðan vatnið kom en tjónið er töluvert að sögn slökkviliðs. Versluninni hefur verið lokað.

Kalli Bjarni óttast skipuleggjendur dópsmygls

Aðalmeðferð í dópmáli Idolstjörnunnar Karls Bjarna Guðmundssonar fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Við þingfestingu málsins fyrr í vikunni játaði Kalli Bjarni að hafa reynt að smygla tæpum tveimur kílóum af kókaíni til landsins í byrjun júní. Hann sagðist þá hins vegar aðeins hafa verið burðardýr.

Skiptast á dætrum í Þýskalandi

Foreldrar tveggja hálfs árs gamalla stúlkna búa sig undir að skipta á næstu dögunum á dætrum sínum eftir að í ljós kom að þær víxluðust á fæðingardeildinni.

Skólahald raskaðist víða vegna veðurhams

Skólahald raskaðist víða á suðvesturhorninu í morgun vegna veðurofsans. Almannavarnir beindu þeim tilmælum til skólanna nú fyrir hádegi að senda börn ekki ein heim á fæti. Þó voru dæmi um að börn sem komu gangandi í Lágafellsskóla í morgun fengu ekki að fara inn fyrir dyr til að hringja í foreldra sína.

Flug liggur enn þá niðri

Öllu millilandaflugi var frestað um óákveðinn tíma í morgun vegna fárviðris á Keflavíkurflugvelli og innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll liggur líka niðri.

Fjórir handteknir í Eyjum grunaðir um íkveikju

Fjórir ungir menn hafa verið handteknir í Vestmannaeyjum í morgun í tengslum við brunann í gamla Fiskiðjuhúsinu við smábátahöfnina í nótt. Þeir munu vera grunaðir um íkveikju. Slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir að eldurinn bærist um húsið. Mennirnir munu vera um tvítugt en skýrslur verða teknar af þeim í dag.

Röskun á áætlun langferðabifreiða

Töluverð röskun hefur verið á ferðum langferðabifreiða frá Bifreiðamiðstöð Íslands vegna veðurs. Sérleyfisbílar Keflavíkur hafa haldið óbreyttri áætlun í morgun. Þingvallarleið ætlar að athuga með ferð klukkan hálfeitt í dag. Þá verður reynt að fara til Akureyrar klukkan fimm og í Snæfellsbæ klukkan hálfsex. Að öðru leyti liggja ferðir niðri.

Serbar taka illa í hugmynd ESB

Serbar myndu aldrei fallast á sjálfstætt Kosovo í skiptum fyrir aðild að Evrópusambandinu. Þetta sagði utanríkisráðherra landsins, Vuk Jeremic í dag. Reuters hefur greint frá því að á fundi Evrópusambandsríkja sem nú stendur yfir í Brussel í dag hafi verið samþykkt tillaga þess efnis að flýta fyrir inngöngu Serbíu í ESB fallist landið á að Kosovo lýsi yfir sjálfstæði.

Koparþakið á Austurbæjarskóla hefur staðist storminn

Koparþakið á Austurbæjarskóla virðist ætla að standa af sér veðurofsann en þar á bæ voru menn áhyggjufullir vegna þess að hluti þaksins fauk í óveðrinu í gær. „Þakið virðist hafa haldið ágætlega í nótt og nú er unnið að því að koma í veg fyrir leka," segir Guðmundur Sighvatsson, skólastjóri. Um hundrað börn mættu í skólann í morgun en það er um 20 prósent mæting.

Álag á samhæfingarmiðstöð minnkar eilítið

Um 130 björgunarsveitarmenn eru nú að störfum í höfuðborgarsvæðinu ásamt lögreglu og slökkviliði og segja almannavarnir að vel gangi að sinna þeim beiðnum um aðstoð sem borist hafa. Þær eru á níunda tug það sem af er degi.

Vonir glæðast með Ljósinu

Ljósið, endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra, er flutt í glæsilegt húsnæði á Langholtsvegi 43 í Reykjavík.

Foreldrar hvattir til að sækja börn sín á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum og skólayfirvöld í Reykjanesbæ hvetja foreldra þar í bæ til að sækja á börn sín í skólann við fyrsta tækifæri. Foreldrar verða að koma inn í skólann og sækja börn sín. Þeim verður ekki hleypt út í óveðrið án fylgdar fullorðinna.

Leki í Egilshöll

Slökkviliðið vinnur nú við að dæla vatni úr Egilshöll í Grafarvoginum en þar flæddi inn í æfingaraðstöðu Skotfélags Reykjavíkur. Vatn lak einnig inn á svæðið á þriðjudaginn var. Vaktstjóri hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins segir lekann ekki mjög mikinn og gangi vel að hemja vatnsflauminn.

32 Breiðavíkurdrengir hafa þegið aðstoð

Þrjátíu og tveir fyrrverandi vistmenn Breiðavíkurheimilishins hafa fengið meðferð á vegum geðsviðs Landspítalans eftir að ríkisstjórnin ákvað snemma á árinu að skipa sérstakt teymi vegna málsins.

Siggi Stormur: Veðrið lægir ekki fyrr en í kvöld

"Það verður afleitt veður með fárviðrishviðum á vestanverðu landinu alveg fram á kvöld," segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur fréttastofu Stöðvar 2. Hann segir að veðrið á suðvesturhorninu lægi lítillega upp úr hádegi, rétt á meðan áttin skiptir sér úr suðaustan átt í suðvesturátt. Suðvestanáttin mun þó taka sig aftur upp eftir hádegi og mun ekki lægja aftur fyrr en í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir