Innlent

Pósturinn ekki borinn út vegna veðurs

Vegna veðurs mun útburður pósts falla niður á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, Akranesi og á Suðurnesjum í dag, 14. desember.

 

Önnur dreifing á vegum Íslandspósts mun einnig verða fyrir töfum vegna veðursins.

Samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti hefur þetta ekki gerst á höfuðborgarsvæðinu í mörg ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×