Innlent

Fundu 200 grömm af hassi í íbúð í miðbænum

Lögregla lagði hald á 200 grömm af hassi og lítilræði af afmetamíni við húsleit í íbúð í miðborginni í gærkvöld.

Karl og tvær konur, sem öll eru á miðjum aldri, voru handtekin vegna málsins. Tveir fíkniefnaleitarhundar voru notaðir við leitina að sögn lögreglu. Um svipað leyti voru höfð afskipti af þremur piltum, 17-19 ára, sem allir eru grunaðir um fíkniefnamisferli. Til þeirra náðist á hafnarsvæði borgarinnar en þeir voru með ætluð fíkniefni í fórum sínum.

Í nótt var svo karl á þrítugsaldri handtekinn í Bankastræti. Í bíl hans fundust ætluð fíkniefni og riffill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×