Innlent

Annir hjá björgunarsveitum á Vesturlandi

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Björgunarsveitir á Vesturlandi hafa sinnt nokkrum verkefnum í veðurhamnum í morgun, meðal annars á sveitarbæjum á Mýrum.

Björgunarsveiti Brák í Borgarnesi var kölluð út vegna hlöðuþaks á bænum Álftárárósi á Mýrum en það var farið að losna. Sama má segja um súrheysturn á Ölvalsstöðum og fjós á Sveinsstöðum á Mýrum. Sveitin sinnti einnig útköllum vegna rúðubrota í Borgarnesi.

Á Akranesi hefur Björgunarfélag Akraness sinnt 17 verkefnum, flestum minni háttar. Það stærsta var við húsnæði fyrirtækisins Smellinn en þar var þakið farið að losna og þurfti að fergja það.

Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi hefur vind lægt nokkuð frá því sem var í morgun en þá fór hann mest í 55 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli. Vindur er nú að snúa sér og búist við hvelli á Vesturlandi nú síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×