Innlent

Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út

Samhæfingarstöðin hefur verið virk frá því klukkan þrjú í nótt.
Samhæfingarstöðin hefur verið virk frá því klukkan þrjú í nótt. MYND/Pjetur

Stigvaxandi álag er á Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð og hafa nú um 70 óskir um aðstoð borist á höfuðborgarsvæðinu.

Búið er að kallað út allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og núna eru um 120 björgunarmenn að störfum ásamt lögreglu og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Helst eru það fjúkandi hlutir sem valda vandræðum en einnig eru þakplötur losna af húsum eftir því sem segir í tilkynningu frá Samhæfingarstöðinni.

Einnig hafa borist óskir um aðstoð á Suðurnesjum, Akranesi og Mýrum og þar eru björgunarsveitir einnig að störfum. Fólk er beðið að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu og huga að lausum munum. Foreldrar grunnskólabarna eru beðnir um að halda börnum sínum heima.

 

Vonskuveður eru um allt Vesturland. Á Snæfellsnesi hafa vindhviður farið í 40 metra á sekúndu í Kolgrafarfirði og í allt að 50 metra undir Hafnarfjalli og því ekkert ferðaveður að sögn almannavarna. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og þar er að hvessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×