Innlent

Fjórir handteknir í Eyjum grunaðir um íkveikju

Fjórir ungir menn hafa verið handteknir í Vestmannaeyjum í morgun í tengslum við brunann í gamla Fiskiðjuhúsinu við smábátahöfnina í nótt. Þeir munu vera grunaðir um íkveikju. Slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir að eldurinn bærist um húsið. Mennirnir munu vera um tvítugt en skýrslur verða teknar af þeim í dag.

Tilkynnt var um eldinn um klukkan hálf fjögur og logaði hann þá á annari hæð, þar sem unglingar hafa meðal annars haft aðstöðu til að æfa sig á hljóðfæri. Reykur barst um allt húsið , sem var reykræst.

Til stóð að loka æfingaaðstöðinni eftir helgi þar sem unglingar voru farnir að nota hana sem samkomustað til áfengis- og fíkniefnaneyslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×