Innlent

Koparþakið á Austurbæjarskóla hefur staðist storminn

300 fermetrar flettust af þaki Austurbæjarskóla í gær.
300 fermetrar flettust af þaki Austurbæjarskóla í gær.

Koparþakið á Austurbæjarskóla virðist ætla að standa af sér veðurofsann en þar á bæ voru menn áhyggjufullir vegna þess að hluti þaksins fauk í óveðrinu í gær. „Þakið virðist hafa haldið ágætlega í nótt og nú er unnið að því að koma í veg fyrir leka," segir Guðmundur Sighvatsson, skólastjóri. Um hundrað börn mættu í skólann í morgun en það er um 20 prósent mæting.

Lögregla kannar nú hvort eitthvað sé um að börn hafi haldið af stað í skólann í morgun en ekki skilað sér. Guðmundur segir ekkert slíkt mál hafa komið upp hjá sér. Í sama streng tekur Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Lauganesskóla. Hún segir að um 240 nemendur séu mættir í skólann eða um 60 prósent nemenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×