Innlent

Hallgrímur hættir sem hagstofustjóri eftir 23 ár í starfi

Hallgrímur Snorrason hefur setið lengst núverandi hagstofustjóra í heiminum í embætti.
Hallgrímur Snorrason hefur setið lengst núverandi hagstofustjóra í heiminum í embætti. MYND/Pjetur

Hallgrímur Snorrason hættir sem hagstofustjóri um áramótin á sama tíma og Hagstofan verður lögð niður sem ráðuneyti.

Þá taka gildi ný lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð sem Alþingi samþykkti 10. desember sl. Samkvæmt þeim verður Hagstofan sjálfstæð stofnun sem heyrir undir forsætisráðherra.

Fram kemur á vef forsætisráðuneytisins að Hallgrímur hafi gegnt starfi hagstofustjóra í 23 ár, lengst allra núverandi hagstofustjóra í heiminum. Starf hagstofustjóra verður auglýst laust til umsóknar sunnudaginn 16. desember og er umsóknarfrestur til 10. janúar 2008.

Núverandi staðgengill hagstofustjóra, Magnús S. Magnússon, verður settur til að gegna starfi hagstofustjóra þar til nýr hagstofustjóri hefur verið skipaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×