Innlent

Brú yfir Geitabergsá varð rokinu að bráð

Gömul brú sem liggur yfir Geitabergsá í Svínadal varð veðurofsanum í morgun að bráð eins og sjá má á myndinni. Lárus Jón Lárusson í Brekkukoti segir það hafa verið magnað að fylgjast með brúnni þegar veðrið tætti hana í sundur.

Mikið gekk á í morgun á svæðinu en veðrinu hefur að mestu slotað. Hann segir brúna enn hanga en að hún sé gjörónýt. Brúin hefur lítið verið notuð síðustu árin nema fyrir fjárrekstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×