Innlent

Leki í Egilshöll

MYND/GVA

Slökkviliðið vinnur nú við að dæla vatni úr Egilshöll í Grafarvoginum en þar flæddi inn í æfingaraðstöðu Skotfélags Reykjavíkur. Vatn lak einnig inn á svæðið á þriðjudaginn var. Vaktstjóri hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins segir lekann ekki mjög mikinn og gangi vel að hemja vatnsflauminn.

Slökkviliðið hefur annars haft í nógu að snúast í morgun líkt og aðrir viðbragðsaðilar. Vaktstjórinn segir að vel hafi gengið að sinna útköllum og að liðið hafi undan eins og er. Einnig segir hann að svo virðist vera sem hægt hafi á útköllum síðustu mínúturnar enda hafi verið brýnt fyrir fólki að loka gluggum tryggilega og binda niður lausa muni innandyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×