Fleiri fréttir Kerra fauk á Kjalarnesi - hávaðarok víða Kerra fauk á hliðina í sterkri vindhviðu þegar ökumaður kom upp úr Hvalfjarðargöngunum sunnan megin nú fyrir skömmu. Þá tilkynnti sendibílstjóri lögreglu að engu hefði mátt muna að illa færi í hviðu sem skall á honum á sama stað. Fjöldi manns hefur tilkynnt lögreglu að litlu hafi munað að slys yrðu í veðrinu í vindhviðum á Kjalarnesi. 25.11.2007 21:47 Keníska lögreglan drap þúsundir Mannréttindasamtök halda því fram að keníska lögreglan hafi tekið allt að 8,040 manns af lífi eða pyntað til dauða í áhlaupi gegn ættbálkaklíku sem bönnuð hefur verið í landinu. Skýrsla samtakanna segir að 4,070 manns til viðbótar sé saknað eftir að öryggissveitir reyndu að þurrka Mungiki flokkinn út. 25.11.2007 21:36 Enn strandaglópar í Halifax Hátt í tvöhundruð farþegar á leið frá Kúbu til Íslands eru strandaglópar í Halifax í Kanada eftir stigabíll á ók utan í flugvélina þegar hún millilenti þar. 25.11.2007 19:26 Helmingur innlána bankanna frá útlendingum Innlán íslensku bankanna hafa þrefaldast á tæplega tveimur árum en rúmlega helmingur þeirra kemur frá útlendingum. 25.11.2007 19:14 Jól án Madeleine eins og hver annar dagur Kate og Gerry McCann hafa ekki gert nein plön fyrir jólin, þrátt fyrir fréttir af því að þau hafi keypt gjafir fyrir Madeleine. Hjónin sögðu Sky fréttastofunni að jólin yrðu eins og hver annar dagur án Madeleine og fókus þeirra sé á að finna s 25.11.2007 19:12 Ísinn á Tjörninni ótraustur Þrátt fyrir að ís sé farið að leggja yfir tjörnina í Reykjavík sér lögreglan ástæðu til að vara fólk við að fara út á hann. 25.11.2007 19:06 Óráðin afstaða Sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru afdráttarlausir í yfirlýsingum um að opinber fyrirtæki ættu ekki að standa í áhættusömum fjárfestingum áður en meirihlutinn féll fyrir hálfum öðrum mánuði - þótt borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna haldi öðru fram í dag. 25.11.2007 18:50 Fleiri stjórnarandstöðuleiðtogar handteknir Boris Nemtsov, stjórnarnadstöðuleiðtogi í Rússlandi og líklegur forsetaframbjóðandi á næsta ári, var handtekinn ásamt um 200 stjórnarandstæðinum í Sánkti Pétursborg í dag. 25.11.2007 18:45 Stefnir í uppgjör Útlit er fyrir uppgjör milli fornra fjandvina í Pakistan eftir að Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, sneri heim úr átta ára útlegð í dag. Hann ætlar sér að koma Pervez Musharraf, forseta, frá völdum. 25.11.2007 18:30 Jarðskjálfti reið yfir Sumötru á Indónesíu Jarðskjálfti sem mældist 6,0 á Richter reið yfir strönd Sumötrueyju í Indonesíu fyrr í dag. Upptök skjálftans eru 107 km suðvestur af Mukomuko í Bengkulu um 20 km undir yfirborði jarðar. Engin flóðbylgjuviðvörun fylgdi í kjölfar skjálftans. Fyrr í dag varð jarðskjálfti á svæðinu upp á 6,2 á Richter. 25.11.2007 18:24 Í öndunarvél á gjörgæslu eftir bílslys við Vík Líðan mannsins sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Slysadeild í Fossvogi eftir að bifreið hans hafnaði í lóni skammt frá Vík er stöðug. Maðurinn er í öndunarvél á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis á Landsspítalanum. 25.11.2007 18:10 Kanna möguleika á millilandaflugi frá Ísafirði Vestfirðingar eru að kanna möguleika á að hefja millilandaflug til og frá Ísafirði. Með slíku flugi telja þeir sig geta fengið fleiri ferðamenn vestur og aukið útflutningsmöguleika fjórðungsins. Málið er til alvarlegrar skoðunar í samgönguráðuneytinu. 25.11.2007 17:30 Sýrlendingar tilkynna þátttöku á friðarfundi Sýrlendingar tilkynntu í dag að þeir ætluðu að senda fulltrúa á ráðstefnu um frið fyrir botni Miðjarðahafs sem hefst í Maryland-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Forseti Palestínumanna og forsætisráðherra Ísraels eru komnir til Annapolis - þar sem fundurinn er haldinn. 25.11.2007 16:34 Rændu gesti í jarðaför Sorg breyttist í vantrú þegar gestir í jarðaför í Bandaríkjunum komust að því að brotist hafði verið inn í sex bíla á meðan athöfninni stóð. Bílarnir voru allir á bílastæðum kirkju í Vancouver í Washington. Samkvæmt bandarísku fréttastöðinni KPTV sögðu sumir gestanna að þeir teldu þjófa fylgjast með auglýsingum um jarðafarir í blöðum og á netinu. 25.11.2007 15:42 Lést eftir skot úr rafstuðsbyssu Kanadískur maður lést í gær, fjórum dögum eftir að lögregla notaði Taser rafstuðsbyssu á hann. Maðurinn mun hafa látið illa í verslun samkvæmt upplýsingum lögreglu. Hann er þriðja manneskjan sem deyr á nokkrum vikum í Kanada eftir að verða fyrir skoti úr vopninu. 25.11.2007 15:10 Segir íslenskar eftirlitsstofnanir óvirkar Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins sagði í Silfri Egils í dag að íslenskar eftirlitsstofnanir hefðu ekki gengt hlutverki sínu varðandi erlenda verkamenn á Kárahnjúkum. Guðmundur sem er í stjórn Evrópusambands byggingarmanna sagði afar slæmt orð fara af aðbúnaði erlendra verkamanna hér á landi í Evrópu. 25.11.2007 14:55 Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu Sex slökkviliðsmenn eru slasaðir eftir að berjast við skógarelda sem nú geisa í Malibu í Kaliforníu og hafa eyðilagt tæplega 19 ferkílómetra lands. Slökkviliðsmönnum hefur tekist að hemja 25 próesnt eldanna. Arnold Schwarzenegger hefur aftur lýst yfir neyðarástandi eftir að því var aflétt eftir eldana í síðasta mánuði. 25.11.2007 14:20 Fluttur með þyrlu eftir bílslys við Vík Tæplega áttræður karlmaður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi eftir að bifreið hans hafnaði í lóni skammt frá Vík í morgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli virtist maðurinn missa stjórn á bílnum og fara út af þjóðveginum í lónið sem kemur úr Kerlingardalsá austan við Vík. 25.11.2007 12:44 Hitaveita tekin í notkun í Grýtubakkahreppi Tímamót urðu í Grýtubakkahreppi þegar ný hitaveita var formlega tekin í notkun. Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir þetta ævintýri líkast. Heita vatnið kemur frá borholu á Reykjum í Fnjóskadal og ferðast um langan veg eða allt að 50 kílómetra. 25.11.2007 12:09 Guðni segir framkomu Halldórs ódrengilega Guðni Ágústsson lýsir því í nýrri ævisögu sinni að ódrengilegt hafi verið af formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni, að hafa varaformann sinn ekki með í ráðum þegar Halldór og Davíð Oddsson ákváðu að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak. 25.11.2007 11:49 Franskur vísindamaður fannst eftir leit á hálendinu Víðtæk leit var gerð í gærkvöldi af frönskum vísindamanni sem fór í ferðalag um hálendið á fimmtudag til að safna GPS landmælingartækjum raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Maðurinn fannst heill á húfi klukkan hálf tvö í nótt í bíl sínum, sem hafði festst í vatni og krapa á miðri Fjallabaksleið. 25.11.2007 11:32 Hálka og snjókoma í Reykjavík Nú snjóar í Reykjavík en hálka og hálkublettir eru víða um landi. Meðal annars á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka er á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og á Fróðárheiði. Hálkublettir eru víða á Snæfellsnesi. Hálka eða hálkublettir eru einnig víða á Vestfjörðum og ófært er um Hrafnseyrarheiði og þungfært um Dynjandisheiði. 25.11.2007 11:12 Kasparov dæmdur í fangelsi Gary Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var í gærkvöldi dæmdur í fimm daga fangelsi fyrir mótþróa við handtöku og að hafa skipulagt ólögleg mótmæli í Moskvu í gær. 25.11.2007 11:07 10 þúsund íbúar Malibu snúa aftur Um tíu þúsund íbúar í Malibú í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum fengu að snúa aftur heim í morgun eftir að þeim varð gert að flýja undan skógareldum í gær. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki en um 35 heimili hafa orðið eldinum að bráð. Rúmlega átján ferkílómetra landsvæði hefur brunnið. 25.11.2007 10:59 Handtóku 2000 stuðningsmenn Sharifs Nærri tvö þúsund stuðningmenn Nawaz Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, voru handtekinir í Lahore í morgun. Sharif er væntanlegur aftur til heimalands síns fyrir hádegi í dag. Hann hefur verið í útlegð í Sádí Arabíu síðan 2000. Ári áður rændi Pervez Musharraf, núverandi forseti og yfirmaður pakistanska hersins, völdum í landinu og bolaði Sharif úr forsætisráðherraembættinu. 25.11.2007 10:53 Missti stjórn og valt á Grindavíkurvegi Ökumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, missti stjórn á bíl sínum á Grindavíkurvegi í nótt með þeim afleiðingum að bifreiðin valt á veginum. Ökumaðurinn slapp án teljandi meiðsla og gistir nú fangageymslu. Þá var annar ökumaður, grunaður um ölvun, stöðvaður í Reykjanesbæ í nótt en sá brást skjótt við og reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Ekki var hann þó frárri á fæti en svo að lögreglan hljóp hann uppi og handsamaði. Hann gistir nú einnig fangageymslu. 25.11.2007 10:37 Skóli utan Gautaborgar brann til kaldra kola Grunnskóli í Gråbo í Lerum - rétt utan við Gautaborg í Svíþjóð - brann til kaldra kola í morgun. Talið er að kveikt hafi verið í skólahúsinu. Eldurinn kviknaði á fimmta tímanum í morgun og réðu slökkvuliðsmenn ekki við neitt. Enn logar í rústum skólabyggingarinnar og er óttast að eldtungurnar teygi sig í nærliggjandi hús. Allt er gert til að koma í veg fyrir það. 25.11.2007 10:27 Átak gegn kynbundnu ofbeldi Í dag er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni er efnt til 16 daga átaks á alþjóðavísu. Fjölbreytt dagskrá er að þessu tilefni hér á landi á vegum Mannréttindaskrifstofu Íslands. 25.11.2007 09:44 Víða hálka Hálka og hálkublettir er víða um land. Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Austur- og Norðurlandi er hálka og hálkublettir á flestum leiðum. 25.11.2007 09:35 Flugi JetX frestað vegna beyglu á búk Fresta varð flugi flugvélar JetX flugfélagsins, sem flýgur fyrir Heimsferðir, frá Halifax í nótt vegna beyglu sem uppgötvaðist á búki vélarinnar. Hún var að koma frá Kúbu með millilendingu í Halifax í Kanada á leið heim til Íslands. Í Halifax urðu menn varir við beygluna, sem mun samkvæmt heimildum fréttastofunnar vera á afturhluta vélarinnar. Allt bendir til að ekið hafi verið utan í flugvélina á flugvellinum á Kúbu. 25.11.2007 09:24 Átak gegn símtölum án handfrjáls búnaðar Lögreglan á Suðurnesjum tók 11 ökumenn í dag fyrir að tala í farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar. Þeir voru kærðir fyrir að tala þannig í síma við akstur og höfðu sumir að auki ekki bílbelti spennt. Að sögn lögreglunnar á fólk oftast búnaðinn, en notar hann ekki. 24.11.2007 22:01 Eldur á steikarpönnu á Varnarsvæðinu Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað út um klukkan hálf tíu í kvöld þegar eldur kviknaði í potti í íbúð á Varnarsvæðinu. Eldurinn teygði sig upp í viftu í eldhúsi íbúðarinnar þegar slökkvilið kom á vettvang. Hann var fljótlega slökktur og er nú unnið að því að reykræsta íbúðina og blokkina. Íbúar fjölbýlishússins eru ýmist háskólanemendur sem sækja nám í Reykjavík eða á háskólasvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 24.11.2007 21:53 Rudd tekur við sem forsætisráðherra Ástralíu Kevin Rudd og Verkamannaflokkur Ástralíu sem hefur verið í stjórnarandstöðu vann þingkosningar í landinu með miklum yfirburðum í dag. John Howard sem verið hefur forsætisráðherra í 11 ár hverfur úr embætti og á einnig á hættu að missa þingsæti sitt. 24.11.2007 21:24 Hafna kínverskum friðargæsluliðum í Darfur Uppreisnarmenn í Darfur í Súdan hafa krafist þess að friðargæsluliðar frá Kína yfirgefi héraðið aðeins klukkutímum eftir komu 135 kínverskra verkfræðinga. Þeir komu til Darfur í dag til að undirbúa komu 26 þúsund friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins. 24.11.2007 21:07 Öryggismál Dominos til endurskoðunar Rekstrarstjóri Dominos pizzustaðanna segir að farið verði yfir öryggismál á öllum verslunum fyrirtækisins í kjölfar tilrauns til vopnaðs ráns í gærkvöldi. Lögreglan leitar enn að hópi ungra manna sem réðust grímuklæddir og vopnaðir inn á matsölustað í Grafarvoginum. Lögreglan leitar að hópi ungra manna sem réðust grímuklæddir og vopnaðir inn í verslun í Grafarvoginum í gær. 24.11.2007 19:49 Átök sjálfstæðismanna gætu kostað REI milljarðatugi Valdarán sexmenninganna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna gæti kostað REI milljarðatugi, segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, blæs á gagnrýni ráðherra um kúvendingu í afstöðu sinni til REI. 24.11.2007 19:35 Bandaríkjamenn kaupóðir á kauplausa deginum Kaupum ekkert dagurinn, er í dag. Þessum alþjóðlega baráttudegi er stefnt til höfuðs neysluhyggju og hann haldinn í 65 löndum, þar á meðal á Íslandi. Reyndar var hann í Bandaríkjunum í gær - á einum mesta verslunardegi ársins þar í landi. Bandaríkjamenn höfðu þessi alþjóðlegu tilmæli að engu og keyptu sem aldrei fyrr. Fyrsta stóra verslunarhelgin fyrir jól byrjaði þá fyrir dögun og stendur nú sem hæst. 24.11.2007 18:42 Andvíg heimild Jafnréttisstofu til gagnaöflunar Formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna er andvígur því að Jafnréttisstofa fái heimild til að afla gagna hjá fyrirtækjum sé rökstuddur grunur um brot á jafnréttislögum. 24.11.2007 18:26 Explorer sökk eftir árekstur við ísjaka Kanadíska farþega- og rannsóknarskipið Explorer - sem sigldi á ísjaka á Suðuríshafi, nærri Syðri Hjaltlandseyjum, í gærmorgun - sökk í dag. Skipið hafði legið á hliðinni og vonir bundnar við að það myndi ekki sökkva þar sem það væri sérstaklega styrkt. 24.11.2007 17:46 Skógareldar ógna heimilum í Malibu Skógareldar hafa eyðilagt á annan tug heimila í Malibu í Kaliforníu í dag. Fjöldi íbúa hefur þurft að flýja heimili sín vegna eldanna sem berast hratt um svæðið. Myndir sem sýndar hafa verið á sjónvarpsstöðvum vestanhafs sýna eldtungur gleypa heimili í hlíðum Malibu en ekki er vitað hversu mörg hús hafa orðið eldinum að bráð. 24.11.2007 17:17 Tónleikum Kolbeins Ketilssonar frestað Tónleikum Kolbeins Ketilssonar tenórsöngvara og Gerrit Schuil píanóleikara í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan 17 í dag hefur verið frestað. Ástæðan eru forföll Kolbeins. Tónleikarnir verða auglýstir síðar. 24.11.2007 16:44 Kasparov handtekinn í Moskvu Íslandsvinurinn, skákmeistarinn og leiðtogi stjórnarandstöðuflokks í Rússlandi, Garry Kasparov var handtekinn fyrr í dag í mótmælaaðgerðum í Moskvu. Fleiri andstæðingar Vladimir Putins forseta sem tóku þátt í mótmælunum voru einnig handteknir. Mótmælin voru skipulögð af flokki heimsmeistarans, Annað Rússland. 24.11.2007 16:16 Flensusprautan virkar ekki sem skyldi Flensa gæti orðið tugum þúsunda Breta að bana í vetur og bólusetning gerir lítið til að forða því. Þetta segir Graeme Laver læknir sem þróaði flensusprautuna og telur að sérstaklega slæmur flensufaraldur sé í uppsiglingu. 24.11.2007 15:58 Varðskip kom vélarbiluðum báti til hjálpar Varðskip Landhelgisgæslunnar fór í morgun að dragnótabátnum Jóni á Hofi sem var vélarvana um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga út af Reykjanesi. Tilkynning barst til gæslunnar klukkan átta í morgun. Ellefu manna áhöfn er um borð í bátnum. Varðskip kom taug í skipið á tólfta tímanum og dregur nú bátinn í land. Búist er við að skipin verði komin til Reykjavíkur um kvöldmatarleitið í kvöld. 24.11.2007 14:17 Líkfundarmaður ferðaðist á eftirnafni konu sinnar Tomas Malakauskas sem fékk dóm í Líkfundarmálinu svokallaða ferðaðist hingað til lands á eftirnafni konu sinnar samkvæmt heimildum Vísis. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að greiningardeild embættisins hafi haft grunsemdir um að hann væri kominn hingað til lands og hafið leit að honum á mánudag ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra. 24.11.2007 13:13 Sjá næstu 50 fréttir
Kerra fauk á Kjalarnesi - hávaðarok víða Kerra fauk á hliðina í sterkri vindhviðu þegar ökumaður kom upp úr Hvalfjarðargöngunum sunnan megin nú fyrir skömmu. Þá tilkynnti sendibílstjóri lögreglu að engu hefði mátt muna að illa færi í hviðu sem skall á honum á sama stað. Fjöldi manns hefur tilkynnt lögreglu að litlu hafi munað að slys yrðu í veðrinu í vindhviðum á Kjalarnesi. 25.11.2007 21:47
Keníska lögreglan drap þúsundir Mannréttindasamtök halda því fram að keníska lögreglan hafi tekið allt að 8,040 manns af lífi eða pyntað til dauða í áhlaupi gegn ættbálkaklíku sem bönnuð hefur verið í landinu. Skýrsla samtakanna segir að 4,070 manns til viðbótar sé saknað eftir að öryggissveitir reyndu að þurrka Mungiki flokkinn út. 25.11.2007 21:36
Enn strandaglópar í Halifax Hátt í tvöhundruð farþegar á leið frá Kúbu til Íslands eru strandaglópar í Halifax í Kanada eftir stigabíll á ók utan í flugvélina þegar hún millilenti þar. 25.11.2007 19:26
Helmingur innlána bankanna frá útlendingum Innlán íslensku bankanna hafa þrefaldast á tæplega tveimur árum en rúmlega helmingur þeirra kemur frá útlendingum. 25.11.2007 19:14
Jól án Madeleine eins og hver annar dagur Kate og Gerry McCann hafa ekki gert nein plön fyrir jólin, þrátt fyrir fréttir af því að þau hafi keypt gjafir fyrir Madeleine. Hjónin sögðu Sky fréttastofunni að jólin yrðu eins og hver annar dagur án Madeleine og fókus þeirra sé á að finna s 25.11.2007 19:12
Ísinn á Tjörninni ótraustur Þrátt fyrir að ís sé farið að leggja yfir tjörnina í Reykjavík sér lögreglan ástæðu til að vara fólk við að fara út á hann. 25.11.2007 19:06
Óráðin afstaða Sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru afdráttarlausir í yfirlýsingum um að opinber fyrirtæki ættu ekki að standa í áhættusömum fjárfestingum áður en meirihlutinn féll fyrir hálfum öðrum mánuði - þótt borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna haldi öðru fram í dag. 25.11.2007 18:50
Fleiri stjórnarandstöðuleiðtogar handteknir Boris Nemtsov, stjórnarnadstöðuleiðtogi í Rússlandi og líklegur forsetaframbjóðandi á næsta ári, var handtekinn ásamt um 200 stjórnarandstæðinum í Sánkti Pétursborg í dag. 25.11.2007 18:45
Stefnir í uppgjör Útlit er fyrir uppgjör milli fornra fjandvina í Pakistan eftir að Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, sneri heim úr átta ára útlegð í dag. Hann ætlar sér að koma Pervez Musharraf, forseta, frá völdum. 25.11.2007 18:30
Jarðskjálfti reið yfir Sumötru á Indónesíu Jarðskjálfti sem mældist 6,0 á Richter reið yfir strönd Sumötrueyju í Indonesíu fyrr í dag. Upptök skjálftans eru 107 km suðvestur af Mukomuko í Bengkulu um 20 km undir yfirborði jarðar. Engin flóðbylgjuviðvörun fylgdi í kjölfar skjálftans. Fyrr í dag varð jarðskjálfti á svæðinu upp á 6,2 á Richter. 25.11.2007 18:24
Í öndunarvél á gjörgæslu eftir bílslys við Vík Líðan mannsins sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Slysadeild í Fossvogi eftir að bifreið hans hafnaði í lóni skammt frá Vík er stöðug. Maðurinn er í öndunarvél á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis á Landsspítalanum. 25.11.2007 18:10
Kanna möguleika á millilandaflugi frá Ísafirði Vestfirðingar eru að kanna möguleika á að hefja millilandaflug til og frá Ísafirði. Með slíku flugi telja þeir sig geta fengið fleiri ferðamenn vestur og aukið útflutningsmöguleika fjórðungsins. Málið er til alvarlegrar skoðunar í samgönguráðuneytinu. 25.11.2007 17:30
Sýrlendingar tilkynna þátttöku á friðarfundi Sýrlendingar tilkynntu í dag að þeir ætluðu að senda fulltrúa á ráðstefnu um frið fyrir botni Miðjarðahafs sem hefst í Maryland-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Forseti Palestínumanna og forsætisráðherra Ísraels eru komnir til Annapolis - þar sem fundurinn er haldinn. 25.11.2007 16:34
Rændu gesti í jarðaför Sorg breyttist í vantrú þegar gestir í jarðaför í Bandaríkjunum komust að því að brotist hafði verið inn í sex bíla á meðan athöfninni stóð. Bílarnir voru allir á bílastæðum kirkju í Vancouver í Washington. Samkvæmt bandarísku fréttastöðinni KPTV sögðu sumir gestanna að þeir teldu þjófa fylgjast með auglýsingum um jarðafarir í blöðum og á netinu. 25.11.2007 15:42
Lést eftir skot úr rafstuðsbyssu Kanadískur maður lést í gær, fjórum dögum eftir að lögregla notaði Taser rafstuðsbyssu á hann. Maðurinn mun hafa látið illa í verslun samkvæmt upplýsingum lögreglu. Hann er þriðja manneskjan sem deyr á nokkrum vikum í Kanada eftir að verða fyrir skoti úr vopninu. 25.11.2007 15:10
Segir íslenskar eftirlitsstofnanir óvirkar Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins sagði í Silfri Egils í dag að íslenskar eftirlitsstofnanir hefðu ekki gengt hlutverki sínu varðandi erlenda verkamenn á Kárahnjúkum. Guðmundur sem er í stjórn Evrópusambands byggingarmanna sagði afar slæmt orð fara af aðbúnaði erlendra verkamanna hér á landi í Evrópu. 25.11.2007 14:55
Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu Sex slökkviliðsmenn eru slasaðir eftir að berjast við skógarelda sem nú geisa í Malibu í Kaliforníu og hafa eyðilagt tæplega 19 ferkílómetra lands. Slökkviliðsmönnum hefur tekist að hemja 25 próesnt eldanna. Arnold Schwarzenegger hefur aftur lýst yfir neyðarástandi eftir að því var aflétt eftir eldana í síðasta mánuði. 25.11.2007 14:20
Fluttur með þyrlu eftir bílslys við Vík Tæplega áttræður karlmaður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi eftir að bifreið hans hafnaði í lóni skammt frá Vík í morgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli virtist maðurinn missa stjórn á bílnum og fara út af þjóðveginum í lónið sem kemur úr Kerlingardalsá austan við Vík. 25.11.2007 12:44
Hitaveita tekin í notkun í Grýtubakkahreppi Tímamót urðu í Grýtubakkahreppi þegar ný hitaveita var formlega tekin í notkun. Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir þetta ævintýri líkast. Heita vatnið kemur frá borholu á Reykjum í Fnjóskadal og ferðast um langan veg eða allt að 50 kílómetra. 25.11.2007 12:09
Guðni segir framkomu Halldórs ódrengilega Guðni Ágústsson lýsir því í nýrri ævisögu sinni að ódrengilegt hafi verið af formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni, að hafa varaformann sinn ekki með í ráðum þegar Halldór og Davíð Oddsson ákváðu að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak. 25.11.2007 11:49
Franskur vísindamaður fannst eftir leit á hálendinu Víðtæk leit var gerð í gærkvöldi af frönskum vísindamanni sem fór í ferðalag um hálendið á fimmtudag til að safna GPS landmælingartækjum raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Maðurinn fannst heill á húfi klukkan hálf tvö í nótt í bíl sínum, sem hafði festst í vatni og krapa á miðri Fjallabaksleið. 25.11.2007 11:32
Hálka og snjókoma í Reykjavík Nú snjóar í Reykjavík en hálka og hálkublettir eru víða um landi. Meðal annars á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka er á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og á Fróðárheiði. Hálkublettir eru víða á Snæfellsnesi. Hálka eða hálkublettir eru einnig víða á Vestfjörðum og ófært er um Hrafnseyrarheiði og þungfært um Dynjandisheiði. 25.11.2007 11:12
Kasparov dæmdur í fangelsi Gary Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var í gærkvöldi dæmdur í fimm daga fangelsi fyrir mótþróa við handtöku og að hafa skipulagt ólögleg mótmæli í Moskvu í gær. 25.11.2007 11:07
10 þúsund íbúar Malibu snúa aftur Um tíu þúsund íbúar í Malibú í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum fengu að snúa aftur heim í morgun eftir að þeim varð gert að flýja undan skógareldum í gær. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki en um 35 heimili hafa orðið eldinum að bráð. Rúmlega átján ferkílómetra landsvæði hefur brunnið. 25.11.2007 10:59
Handtóku 2000 stuðningsmenn Sharifs Nærri tvö þúsund stuðningmenn Nawaz Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, voru handtekinir í Lahore í morgun. Sharif er væntanlegur aftur til heimalands síns fyrir hádegi í dag. Hann hefur verið í útlegð í Sádí Arabíu síðan 2000. Ári áður rændi Pervez Musharraf, núverandi forseti og yfirmaður pakistanska hersins, völdum í landinu og bolaði Sharif úr forsætisráðherraembættinu. 25.11.2007 10:53
Missti stjórn og valt á Grindavíkurvegi Ökumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, missti stjórn á bíl sínum á Grindavíkurvegi í nótt með þeim afleiðingum að bifreiðin valt á veginum. Ökumaðurinn slapp án teljandi meiðsla og gistir nú fangageymslu. Þá var annar ökumaður, grunaður um ölvun, stöðvaður í Reykjanesbæ í nótt en sá brást skjótt við og reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Ekki var hann þó frárri á fæti en svo að lögreglan hljóp hann uppi og handsamaði. Hann gistir nú einnig fangageymslu. 25.11.2007 10:37
Skóli utan Gautaborgar brann til kaldra kola Grunnskóli í Gråbo í Lerum - rétt utan við Gautaborg í Svíþjóð - brann til kaldra kola í morgun. Talið er að kveikt hafi verið í skólahúsinu. Eldurinn kviknaði á fimmta tímanum í morgun og réðu slökkvuliðsmenn ekki við neitt. Enn logar í rústum skólabyggingarinnar og er óttast að eldtungurnar teygi sig í nærliggjandi hús. Allt er gert til að koma í veg fyrir það. 25.11.2007 10:27
Átak gegn kynbundnu ofbeldi Í dag er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni er efnt til 16 daga átaks á alþjóðavísu. Fjölbreytt dagskrá er að þessu tilefni hér á landi á vegum Mannréttindaskrifstofu Íslands. 25.11.2007 09:44
Víða hálka Hálka og hálkublettir er víða um land. Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Austur- og Norðurlandi er hálka og hálkublettir á flestum leiðum. 25.11.2007 09:35
Flugi JetX frestað vegna beyglu á búk Fresta varð flugi flugvélar JetX flugfélagsins, sem flýgur fyrir Heimsferðir, frá Halifax í nótt vegna beyglu sem uppgötvaðist á búki vélarinnar. Hún var að koma frá Kúbu með millilendingu í Halifax í Kanada á leið heim til Íslands. Í Halifax urðu menn varir við beygluna, sem mun samkvæmt heimildum fréttastofunnar vera á afturhluta vélarinnar. Allt bendir til að ekið hafi verið utan í flugvélina á flugvellinum á Kúbu. 25.11.2007 09:24
Átak gegn símtölum án handfrjáls búnaðar Lögreglan á Suðurnesjum tók 11 ökumenn í dag fyrir að tala í farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar. Þeir voru kærðir fyrir að tala þannig í síma við akstur og höfðu sumir að auki ekki bílbelti spennt. Að sögn lögreglunnar á fólk oftast búnaðinn, en notar hann ekki. 24.11.2007 22:01
Eldur á steikarpönnu á Varnarsvæðinu Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað út um klukkan hálf tíu í kvöld þegar eldur kviknaði í potti í íbúð á Varnarsvæðinu. Eldurinn teygði sig upp í viftu í eldhúsi íbúðarinnar þegar slökkvilið kom á vettvang. Hann var fljótlega slökktur og er nú unnið að því að reykræsta íbúðina og blokkina. Íbúar fjölbýlishússins eru ýmist háskólanemendur sem sækja nám í Reykjavík eða á háskólasvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 24.11.2007 21:53
Rudd tekur við sem forsætisráðherra Ástralíu Kevin Rudd og Verkamannaflokkur Ástralíu sem hefur verið í stjórnarandstöðu vann þingkosningar í landinu með miklum yfirburðum í dag. John Howard sem verið hefur forsætisráðherra í 11 ár hverfur úr embætti og á einnig á hættu að missa þingsæti sitt. 24.11.2007 21:24
Hafna kínverskum friðargæsluliðum í Darfur Uppreisnarmenn í Darfur í Súdan hafa krafist þess að friðargæsluliðar frá Kína yfirgefi héraðið aðeins klukkutímum eftir komu 135 kínverskra verkfræðinga. Þeir komu til Darfur í dag til að undirbúa komu 26 þúsund friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins. 24.11.2007 21:07
Öryggismál Dominos til endurskoðunar Rekstrarstjóri Dominos pizzustaðanna segir að farið verði yfir öryggismál á öllum verslunum fyrirtækisins í kjölfar tilrauns til vopnaðs ráns í gærkvöldi. Lögreglan leitar enn að hópi ungra manna sem réðust grímuklæddir og vopnaðir inn á matsölustað í Grafarvoginum. Lögreglan leitar að hópi ungra manna sem réðust grímuklæddir og vopnaðir inn í verslun í Grafarvoginum í gær. 24.11.2007 19:49
Átök sjálfstæðismanna gætu kostað REI milljarðatugi Valdarán sexmenninganna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna gæti kostað REI milljarðatugi, segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, blæs á gagnrýni ráðherra um kúvendingu í afstöðu sinni til REI. 24.11.2007 19:35
Bandaríkjamenn kaupóðir á kauplausa deginum Kaupum ekkert dagurinn, er í dag. Þessum alþjóðlega baráttudegi er stefnt til höfuðs neysluhyggju og hann haldinn í 65 löndum, þar á meðal á Íslandi. Reyndar var hann í Bandaríkjunum í gær - á einum mesta verslunardegi ársins þar í landi. Bandaríkjamenn höfðu þessi alþjóðlegu tilmæli að engu og keyptu sem aldrei fyrr. Fyrsta stóra verslunarhelgin fyrir jól byrjaði þá fyrir dögun og stendur nú sem hæst. 24.11.2007 18:42
Andvíg heimild Jafnréttisstofu til gagnaöflunar Formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna er andvígur því að Jafnréttisstofa fái heimild til að afla gagna hjá fyrirtækjum sé rökstuddur grunur um brot á jafnréttislögum. 24.11.2007 18:26
Explorer sökk eftir árekstur við ísjaka Kanadíska farþega- og rannsóknarskipið Explorer - sem sigldi á ísjaka á Suðuríshafi, nærri Syðri Hjaltlandseyjum, í gærmorgun - sökk í dag. Skipið hafði legið á hliðinni og vonir bundnar við að það myndi ekki sökkva þar sem það væri sérstaklega styrkt. 24.11.2007 17:46
Skógareldar ógna heimilum í Malibu Skógareldar hafa eyðilagt á annan tug heimila í Malibu í Kaliforníu í dag. Fjöldi íbúa hefur þurft að flýja heimili sín vegna eldanna sem berast hratt um svæðið. Myndir sem sýndar hafa verið á sjónvarpsstöðvum vestanhafs sýna eldtungur gleypa heimili í hlíðum Malibu en ekki er vitað hversu mörg hús hafa orðið eldinum að bráð. 24.11.2007 17:17
Tónleikum Kolbeins Ketilssonar frestað Tónleikum Kolbeins Ketilssonar tenórsöngvara og Gerrit Schuil píanóleikara í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan 17 í dag hefur verið frestað. Ástæðan eru forföll Kolbeins. Tónleikarnir verða auglýstir síðar. 24.11.2007 16:44
Kasparov handtekinn í Moskvu Íslandsvinurinn, skákmeistarinn og leiðtogi stjórnarandstöðuflokks í Rússlandi, Garry Kasparov var handtekinn fyrr í dag í mótmælaaðgerðum í Moskvu. Fleiri andstæðingar Vladimir Putins forseta sem tóku þátt í mótmælunum voru einnig handteknir. Mótmælin voru skipulögð af flokki heimsmeistarans, Annað Rússland. 24.11.2007 16:16
Flensusprautan virkar ekki sem skyldi Flensa gæti orðið tugum þúsunda Breta að bana í vetur og bólusetning gerir lítið til að forða því. Þetta segir Graeme Laver læknir sem þróaði flensusprautuna og telur að sérstaklega slæmur flensufaraldur sé í uppsiglingu. 24.11.2007 15:58
Varðskip kom vélarbiluðum báti til hjálpar Varðskip Landhelgisgæslunnar fór í morgun að dragnótabátnum Jóni á Hofi sem var vélarvana um 25 sjómílur norðvestur af Garðskaga út af Reykjanesi. Tilkynning barst til gæslunnar klukkan átta í morgun. Ellefu manna áhöfn er um borð í bátnum. Varðskip kom taug í skipið á tólfta tímanum og dregur nú bátinn í land. Búist er við að skipin verði komin til Reykjavíkur um kvöldmatarleitið í kvöld. 24.11.2007 14:17
Líkfundarmaður ferðaðist á eftirnafni konu sinnar Tomas Malakauskas sem fékk dóm í Líkfundarmálinu svokallaða ferðaðist hingað til lands á eftirnafni konu sinnar samkvæmt heimildum Vísis. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að greiningardeild embættisins hafi haft grunsemdir um að hann væri kominn hingað til lands og hafið leit að honum á mánudag ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra. 24.11.2007 13:13