Innlent

Eldur á steikarpönnu á Varnarsvæðinu

Íbúðir á háskólasvæðinu á Keflavíkurflugvelli voru teknar til notkunar fyrir nemendur í haust.
Íbúðir á háskólasvæðinu á Keflavíkurflugvelli voru teknar til notkunar fyrir nemendur í haust.

Slökkviliðið á Suðurnesjum var kallað út um klukkan hálf tíu í kvöld þegar eldur kviknaði á steikarpönnu í íbúð á Varnarsvæðinu. Eldurinn teygði sig upp í viftu í eldhúsi íbúðarinnar þegar slökkvilið kom á vettvang. Eldurinn var minniháttar að sögn varðstjóra slökkviliðsins.

Íbúum fjölbýlishússins var nokkuð brugðið þegar þeir voru beðnir að fara út á meðan lögregla slökkti eldinn og reykræsti. Þeir eru ýmist háskólanemendur sem sækja nám í Reykjavík eða á háskólasvæðinu á Keflavíkurflugvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×