Innlent

Enn strandaglópar í Halifax

Farþegarnir voru á leið frá Kúbu til Íslands.
Farþegarnir voru á leið frá Kúbu til Íslands. MYND/Stöð 2

Hátt í tvöhundruð farþegar á leið frá Kúbu til Íslands eru strandaglópar í Halifax í Kanada eftir stigabíll á ók utan í flugvélina þegar hún millilenti þar.

Flugvélin er í eigu JetX flugfélagsins sem flýgur fyrir Heimsferðir. Á leiðinni frá Kúbu var millilent í Halifax og lenti flugvélin þar skömmu eftir miðnætti í gær að íslenskum tíma. Áður en að flugvélin átti að fara aftur í loftið kom í ljós að stigabíll hafði ekið utan í flugvélina og farþegum var í kjölfarið tilkynnt að seinkunn yrði á flugvélinni. Ragnar Árnason einn farþeganna segir þá hafa verið ósátta við hversu litlar upplýsingar þeir hafi fengið um framvindu mála. Farþegarnir gistu á hóteli í nótt en til stóð að flugvélin færi í loftið síðdegis en nú er talið að hún geti í fyrsta lagi farið í loftið eftir miðnætti.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×