Innlent

Bílvelta við Litlu kaffistofuna

Bílvelta varð á Suðurlandsvegi á Hellisheiði rétt fyrir neðan Litlu kaffistofuna um klukkan níu í morgun.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi slapp ökumaður ómeiddur en fjarlægja þurfti bílinn með kranabifreið. Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum í hálku með fyrrgreindum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×