Innlent

Mikill áhugi á að setja á fót fyrirtæki í Þorlákshöfn með hundruð starfa

Bæjarstjórinn í Ölfusi segir að yfirlýsing Landsvirkjunar um að hætta viðræðum við álfyrirtæki sé áfall en Þorlákshöfn er einn þeirra staða sem komu sterklega til greina fyrir byggingu á nýju álveri. Bæjarstjórinn segir að miklir möguleikar séu þó í stöðunni.



Ólafur Áki Ragnarsson segir að mikil vinna hafi farið fram með fyrirtækjum sem hafi sýnt eindreginn vilja að byggja álver í grennd við Þorlákshöfn...



Bæjarstjórinn í Ölfusi segir að við þessu hefði mátt búast rétt eins og hinu að allt hefði farið á besta veg varðandi byggingu á stóriðju á svæðinu.

Hann segir að mikill áhugi sé hjá fyrirtækjum sem reka vilji netþjónabú á svæðinu og framleiðsluver fyrir sólarrafhlöður.



Ólafur Áki segir að íbúar í Ölfussi sé langt í frá að gefast upp þótt þessi yfirlýsing hafi komið frá Landsvirkjun.

Fjöldi fyrirtækja hafi komið að máli við sveitastjórnarmenn í Ölfusi með tillögur að fyrirtækjum með störf fyrir 40 til 600 starfsmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×