Fleiri fréttir Rafmagn ódýrast á Íslandi Orkuveitan hefur gert samanburð á verðskrá sinni og nýrri samantekt hagstofu Evrópusambandsins. Samanburðurinn leiðir í ljós að í íslensk heimili borga lægsta raforkuverð á Norðurlöndum. Finnar koma næst Íslendingum í verði en Danir þurfa að borga tvöfalt á við viðskiptavini Orkuveitunnar. 1.8.2007 16:31 Umferðartafir á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðarvegar Umferðarljós á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar eru óvirk sem stendur. Búast má við umferðartöfum við þessi gatnamót vegna þessa en hámarkshraði verður lækkaður tímabundið af þessum sökum. Vegfarendur eru beðnir um að velja aðrar leiðir eigi þeir þess kost. 1.8.2007 15:55 Verður boðað til kosninga í Danmörku strax í haust? Stjórnmálaskýrendur í Danmörku gera að því skóna að forsætisráðherra landsins, Anders Fogh Rasmussen, muni boða til kosninga strax í haust. Flokkur ráðherrans, Venstre, nýtur mikils fylgis í könnunum, efnahagur landsins er við góða heilsu og atvinnuleysi hefur ekki verið minna í þrjá áratugi. Kjörtímabilinu lýkur í febrúar 2009. 1.8.2007 15:53 Tekjublað Mannlífs kemur út á morgun Tekjublað Mannlífs kemur út á morgun. Í blaðinu eru birtar tekjur 2500 Íslendinga í öllum landshlutum. Í tilkynningu frá Mannlífi segir að æðstu stjórnendur fyrirtækja, bankastjórar, athafnafólk, stjórnmálafólk, lögfræðingar og dómarar séu meðal þeirra sem komIst á blað.Tekjublaðið munI einnig bregða ljósi á tekjur umönnunarstétta og fólks sem vinnI mikilvæg láglaunastörf 1.8.2007 15:09 Forsætisráðherra Spánar skoðar eyðilegginguna á Kanarí Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero, er kominn til Kanaríeyja en hann mun skoða þá eyðileggingu sem hefur orðið vegna skógareldana sem hafa logað þar síðustu fimm daga. Meira en 12 þúsund manns hafa flúið heimili sín á Gran Kanarí og Tenerife, þar sem eldarnir hafa brennt 35 þúsund hektara lands. 1.8.2007 14:56 Ráðherranefndin kannar aðbúnað á norrænum leikskólum Norræna ráðherranefndin hefur sett af stað verkefni sem ætlað er að skoða hvað Norðlurlönd eru að gera fyrir börn í leikskólum. Í frétt á heimaðsíðu nefndarinnar segir að styrkja þurfi norrænt samstarf á sviði umhverfis- og heilbrigðismála. 1.8.2007 14:37 Tólf hundruð milljóna króna skuld verður aflétt Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni Matthiesen fjármálaráðherra hafa ákveðið að aflétta 1200 milljóna króna skuld Byggðarstofnunar. Þetta er á meðal þeirra aðgerða sem fyrirhugaðar eru til að takast á við afleiðingar af skerðingu í þorsksaflaheimildum. 1.8.2007 14:00 Mikið mannfall í Bagdad í dag Tvær mannskæðar sprengjuárásir voru gerðar í Bagdad í dag. Að minnsta kosti fimmtíu fórust þegar eldsneytistrukkur var sprengdur í loft upp eftir að fólk hafði safnast í kringum hann í von um eldsneyti í vesturhluta borgarinnar. 1.8.2007 13:35 Þórólfur Þórlindsson settur forstjóri Lýðheilsustöðvar Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, hefur sett doktor Þórólf Þórlindsson forstjóra Lýðheilsustöðvar til eins árs. Þórólfur hefur gegnt starfi prófessors við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur sinnt viðamiklum félagsvísindarannsóknum á hegðan ungmenna, birt fjölmargar ritrýndar vísindagreinar í alþjóðlegum tímaritum og ritað bækur um efnið. 1.8.2007 13:20 Frétt um frelsun gísla dregin til baka Reuters fréttastofan hefur dregið til baka frétt þess efnis að hernaðaraðgerðir séu hafnar í Afganistan í því augnamiði að frelsa Suður kóresku gíslana sem talíbanar hafa haft í haldi tæpar tvær vikur. Engar aðgerðir munu vera hafnar. Fréttir af aðgerðunum voru hafðar eftir háttsettum embættismanni í Ghazni héraði í samtali við Reuters fréttastofuna. 1.8.2007 12:50 Húnabjörgin kölluð út til bjargar 46 tonna bát Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Húnabjörg á Skagaströnd, fór til aðstoðar 46 tonna bát sem hafði fengið veiðarfærin í skrúfuna rétt við Kálfshamarsvita norðan við Skagaströnd. 1.8.2007 12:41 Danir senda friðargæsluliða til Darfur Danmörk mun að öllum líkindum taka þátt í herliðinu sem er ætlað að gæta friðar í Darfur héraði í Súdan. Þessu lofaði varnarmálaráðherra Dana, Sören Gade, eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær einróma að senda 26.000 friðargæsluliða og lögreglu þangað. 1.8.2007 12:39 Össur hyggst kynna aðgerðir til að styrkja Byggðastofnun Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist í dag munu kynna afar mikilvægar aðgerðir til að styrkja Byggðastofnun. Aðgerðirnar eiga að gera henni fært að taka á málum útgerða sem eiga í vanda vegna skerðingar kvóta. 1.8.2007 12:28 Alþjóðlegt friðargæslulið kemur of seint fyrir of marga Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að senda tuttugu sex þúsund manna alþjóðlegt friðargæslulið til héraðsins Darfur í Súdan. Allt of seint fyrir of marga segir framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar en yfir tvö hundruð þúsund manns hafa látið lífið í átökum í héraðinu síðastliðin fjögur ár. 1.8.2007 12:15 Reykingar drepa Sænsk kona féll út um glugga og niður fimm hæðir á hóteli í Kaupmannahöfn í nótt. Slysið varð þegar konan reyndi að svindla á reykingabanni á Skt Petri hótelinu, með því að reykja út um gluggann. 1.8.2007 11:56 Varðstjóri sakaður um brot í opinberu starfi Varðstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að maðurinn sé sakaður um að hafa misnotað stöðu sína þegar hann nýtti sér mannafla og bifreið lögreglu í eigin þágu. 1.8.2007 11:46 Stöðvaður ölvaður við akstur og án ökuréttinda Tvítugur piltur var handtekinn á Seltjarnarnesi í nótt eftir að hafa lent í umferðaróhappi. Pilturinn gat ekki framvísað ökuskírteini en við athugun kom í ljós að hann hefur aldrei haft ökuréttindi. Hann reyndist líka vera ölvaður, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar. 1.8.2007 11:03 Ekkert lát á skjálftum við Öskju Ekkert lát er á skjálftavirkni norðan Vatnajökuls, nánar tiltekið við Upptyppinga, austan Öskju. Síðustu tvo sólarhringa hafa mælst 130 skjálftar á svæðinu og eru skjálftarnir nú orðnir um 2300 frá því í febrúarlok. Það var um klukkan hálffjögur í gærmorgun sem síðasta skjálftahrinan byrjaði, og fara skjálftarnir ívið stækkandi að sögn Steinunnar Jakobsdóttur sem stendur skjálftavakt Veðurstofunnar. 1.8.2007 10:21 Kristinn Halldórsson skipaður dómari við héraðsdóm Vestfjarða Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað Kristinn Halldórsson héraðsdómara við héraðsdóm Vestfjarða frá 1. september 2007. 1.8.2007 09:56 Fyrsti starfsdagur Nýsköpunarmiðstöðvar er á Ísafirði í dag Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekur til starfa í dag, 1. ágúst 2007, við samruna Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Fyrsti starfsdagur miðstöðvarinnar verður á Ísafirði sem er sagt táknrænt fyrir áherslur Nýsköpunarmiðstöðvar á atvinnuþróun. 1.8.2007 09:44 Lögreglan í Vestmannaeyjum minnir á útivistarreglur um börn Í tilefni Þjóðhátíðar um næstu helgi vill lögreglan minna foreldra og forráðamenn barna á að útivistareglurnar gilda jafnt um Þjóðhátíðarhelgina sem aðra daga ársins. Það hefur verið reynsla lögreglunnar að mörg ungmenni byrja að neyta áfengis og annarra vímuefna á Þjóðhátíð og því vill lögreglan hvetja foreldra og forráðamenn til að ræða við börn sín um skaðsemi áfengis- og vímuefnaneyslu. 1.8.2007 09:42 Barnungir bílaþjófar Lögreglan í Viborg í Danmörku handtók í nótt þrjá bílaþjófa, á aldrinum 11-13 ára. Aðstoðarlögreglustjórinn, Jens Claumarch, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að fjöldi danskra unglinga hefði komist í kast við lögin í sumar. Það hefði ekki liðið sá dagur að ekki hefði verið stolið bíl. Viborg er um 100 þúsund manna bær á Mið-Jótlandi. 1.8.2007 09:34 Gíslarnir heilir á húfi Suður-Kóresku gíslarnir sem talibanar hafa í haldi í Afganistan eru á lífi, þrátt fyrir að enn einn fresturinn sem mannræningjarnir gáfu þarlendum stjórnvöldum til að sleppa talibönskum föngum hafi runnið út í morgun. Þetta fullyrða stjórnvöld í Afganistan. 1.8.2007 08:23 Dick Cheney viðurkennir mistök Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna viðurkenndi í viðtali við Larry King Live í gær að hann hafi haft rangt fyrir sér þegar hann hélt því fram árið 2005 að stríðið í Írak væri á lokasprettinum. Þetta er afdráttarlausasta viðurkenning Cheneys á mistökum sínum hingað til. Þá sagði hann að hann tryði því að ákvörðunin um að ráðast inn í Írak og Afganistan hafi verið rétt, og að hann myndi gera það sama nú, þó að hann vissi að rúmlega þrjú þúsund bandarískir hermenn myndu láta lífið. 1.8.2007 08:23 Fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu-1 í ökutímum Nelson Piquet, fyrrverandi þrefaldur heimsmeistari í Formúlu-1 akstri, hefur verið skikkaður í ökuskóla eftir að hann missti ökuskírteini sitt. Piquet sem er frá Brasilíu missti bílprófið eftir að hafa fengið of marga punkta í bókum lögreglunnar. 31.7.2007 23:29 Liðsmaður Rauðu Khmeranna ákærður Fyrrum yfirmaður í fangelsi Rauðu Khmeranna hefur verið ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu af dómstól í Kambódíu sem Sameinuðu þjóðirnar standa að. Kang Kek Ieu, einnig þekktur sem Duch, stjórnaði hinu illræmda fangelsi S21 í Phnom Penh höfuðborg Kambódíu. 31.7.2007 21:15 Hnýsni eða eðlilegasti hlutur? Næstu tvær vikurnar getur hver sem er skoðað upplýsingar um skattagreiðslur allra Íslendinga og þannig jafnframt fræðst um tekjur fólks. Sjálfsagt mál eða óþarfa afskiptasemi af einkamálum annarra? Þingmennirnir Ögmundur Jónasson og Pétur Blöndal settust hjá Sölva í Íslandi í dag. 31.7.2007 20:11 26.000 friðargæsluliðar sendir til Darfur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag einróma að senda 26.000 friðargæsluliða og lögreglu til Darfur-héraðsins í Súdan. Markmiðið er að draga úr ofbeldi á svæðinu. 31.7.2007 19:56 Al Jazeera sýnir myndbandsupptöku af þýskum gísl Sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag myndband af þýskum manni sem Talibanar í Afganistan hafa í haldi. Samkvæmt sjónvarpsstöðinni fer Þjóðverjinn fram á að þýsk og bandarísk stjórnvöld dragi heri sína til baka frá Afganistan. 31.7.2007 19:32 Sagnfræðingar ósammála um hlerunarskjal Prófessor í sagnfræði efast um að lögreglan hafi byggt ákvarðanir um símahleranir árið 1968 á nýframkominni lögregluskýrslu, með lýsingum kranabílstjóra á því að hann hafi heyrt menn undirbúa mótmæli. Annar sagnfræðingur telur nýja skjalið hinsvegar skýra mun betur en áður af hverju ákveðið var að leita úrskurðar til símahlerana. 31.7.2007 19:18 Aukið samstarf við Nýfundnaland og Labrador Geir H. Haarde forsætisráðherra og Danny Williams, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador, vilja vinna að gerð sérstaks samkomulags um aukið samstarf þessara tveggja granna við Norður-Atlantshaf. Geir átt í dag fund með Williams í St. John's þar sem fjallað var um samskiptin við þetta norðvestlægasta fylki Kanada og hugsanlega eflingu á milli Íslands og fylkisins. 31.7.2007 19:03 Ál í bílum minnkar losun gróðurhúsalofttegunda Notkun áls minnkar heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngutækjum, samkvæmt nýrri rannsókn. Samtökin Sól í Straumi telja álið þó ekki grænan málm. 31.7.2007 18:58 Slysum og tjónum fjölgar hjá erlendum ökumönnum Umferðarslysum hefur fækkað hjá Íslendingum en fjölgað meðal útlendinga. Erlendir ökumenn fara líka miklu hraðar um þjóðvegina en Íslendingar og gera sér litla grein fyrir slysahættu og háum sektarúrræðum. 31.7.2007 18:57 Myndar kríur og æðakollur Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður vinnur nú að gerð kvikmyndar um æðarvarpið í Norðurkoti við Sandgerði. Í fyrstu átti myndin aðeins að fjalla um kollurnar en það breyttist þegar hann byrjaði að taka. 31.7.2007 18:50 Arngrímur skattakóngur landsbyggðarinnar Skattaumdæmin á landinu eru níu talsins og í hverju umdæmi er gefinn út listi yfir skattakónga þeirra. Ef frá er talið suð-vesturhorn landsins þá er Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og fyrrum eigandi Atlanta ókrýndur skattakóngur landsbyggðarinnar. Í einu umdæmanna vermir kona efsta sætið. 31.7.2007 18:49 Heiðar Már skattakóngur Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings greiðir rúmar 400 milljónir króna í opinber gjöld og er þar með ókrýndur skattakóngur landsins. Fast á hæla hans kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna. Ríkasti maður landsins, Björgólfur Thor Björgólfsson, er ekki meðal hæstu greiðenda opinberra gjalda. 31.7.2007 18:48 Þúsundir þurfa að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda á Kanaríeyjum Yfir ellefu þúsund manns á Kanaríeyjum hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar hafa logað undanfarna daga. Rúmlega fjórtán þúsund hektarar land hafa orðið eldunum að bráð á eyjunum Grankanaría og Tenerife. 31.7.2007 18:48 Steingrímur vill fund í utanríkismálanefnd vegna lágflugs Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hefur farið fram á sérstakan fund í utanríkismálanefnd, til að ræða um nýtt varnarsamkomulag við NATO, og heræfingar hér á landi um miðjan ágúst. 31.7.2007 18:44 Atvinnuháttum og ferðaþjónustu er ógnað með nýjum Vestfjarðaveg Fulltrúi landeigenda í Þorskafirði segir að atvinnuháttum í Reykhólasveit verði ógnað með nýjum Vestfjarðavegi sem mun liggja út norðanverðan Þorskafjörð. Vegurinn setur einnig ferðaþjónustu á svæðinu í uppnám segir landeigandi. 31.7.2007 18:39 Leysisprentarar skaðlegir heilsunni Það getur ógnað heilsu fólk að umgangast leysisprentara. Ástralskir vísindamenn hafa uppgötvað örsmár skaðlegar agnir sem leysisprentarar gefa frá sér í talsverðum mæli. 31.7.2007 18:18 Reykingarbannið leiðir af sér drykkju utandyra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir nokkuð hafa borið á því eftir að reykingarbannið á veitingastöðum tók gildi 1. júní síðastliðinn að gestir taki með sér áfengi út og neyti utandyra. Lögreglan vill af þeim sökum vekja athygli á ákvæði 3. málsgreinar 19. greinar áfengislaga sem bannar með öllu að áfengi sem selt er á veitingastað sé borið þaðan út af gestum staðarins eða öðrum. 31.7.2007 18:11 Vegagerðin varar við hvassviðri Mjög hvasst er sumstaðar á Suðaustur- og Austurlandi. Sérstaklega er varað við sterkum vindi í Oddaskarði en einnig í Hvalnesskriðum og við Almannaskarð. 31.7.2007 17:56 Kúbverjar eygja von -og þó Sumir Kúbverjar þykjast nú eygja vonarglætu eftir ræðu sem settur forseti landsins Raul Castro flutti á byltingardaginn í síðustu viku. Hann sagði þar meðal annars að laun opinberra starfsmanna væru sýnilega alltof lág og að landbúnaðurinn væri hlægilega óskilvirkur. Hann sagði einnig að erlendir fjárfestar væru velkomnir til Kúbu og það þyrfti að gera grundvallarbreytingar til þess að auka matvælaframleiðslu. 31.7.2007 16:44 Átta miljón ára kýprustré finnast Nokkrar afar heillegar leifar af átta miljón ára gömlum kýprustrjám uppgötvuðust í Ungverjalandi á dögunum. Fundurinn þykir merkilegur því upprunalegi viður trjánna hefur varðveist að stóru leyti, en ekki steingerst. Trén gætu því svarað mörgum spurningum um loftslag á nýlífsöld. 31.7.2007 16:29 Fangelsisvist Miriam lýkur væntanlega á morgun Miriam Rose, mótmælandinn sem talsmaður Græningja á Bretlandi hefur krafist að verði leyst úr haldi, situr af sér dóm vegna mótmæla í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Heimildir Vísis herma að stúlkan hafi þegar setið í fangelsinu í sjö daga en hún var dæmd fyrir mótmæli á álverslóð Bechtel á Reyðarfirði í ágúst í fyrra. 31.7.2007 15:50 Sjá næstu 50 fréttir
Rafmagn ódýrast á Íslandi Orkuveitan hefur gert samanburð á verðskrá sinni og nýrri samantekt hagstofu Evrópusambandsins. Samanburðurinn leiðir í ljós að í íslensk heimili borga lægsta raforkuverð á Norðurlöndum. Finnar koma næst Íslendingum í verði en Danir þurfa að borga tvöfalt á við viðskiptavini Orkuveitunnar. 1.8.2007 16:31
Umferðartafir á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðarvegar Umferðarljós á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar eru óvirk sem stendur. Búast má við umferðartöfum við þessi gatnamót vegna þessa en hámarkshraði verður lækkaður tímabundið af þessum sökum. Vegfarendur eru beðnir um að velja aðrar leiðir eigi þeir þess kost. 1.8.2007 15:55
Verður boðað til kosninga í Danmörku strax í haust? Stjórnmálaskýrendur í Danmörku gera að því skóna að forsætisráðherra landsins, Anders Fogh Rasmussen, muni boða til kosninga strax í haust. Flokkur ráðherrans, Venstre, nýtur mikils fylgis í könnunum, efnahagur landsins er við góða heilsu og atvinnuleysi hefur ekki verið minna í þrjá áratugi. Kjörtímabilinu lýkur í febrúar 2009. 1.8.2007 15:53
Tekjublað Mannlífs kemur út á morgun Tekjublað Mannlífs kemur út á morgun. Í blaðinu eru birtar tekjur 2500 Íslendinga í öllum landshlutum. Í tilkynningu frá Mannlífi segir að æðstu stjórnendur fyrirtækja, bankastjórar, athafnafólk, stjórnmálafólk, lögfræðingar og dómarar séu meðal þeirra sem komIst á blað.Tekjublaðið munI einnig bregða ljósi á tekjur umönnunarstétta og fólks sem vinnI mikilvæg láglaunastörf 1.8.2007 15:09
Forsætisráðherra Spánar skoðar eyðilegginguna á Kanarí Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero, er kominn til Kanaríeyja en hann mun skoða þá eyðileggingu sem hefur orðið vegna skógareldana sem hafa logað þar síðustu fimm daga. Meira en 12 þúsund manns hafa flúið heimili sín á Gran Kanarí og Tenerife, þar sem eldarnir hafa brennt 35 þúsund hektara lands. 1.8.2007 14:56
Ráðherranefndin kannar aðbúnað á norrænum leikskólum Norræna ráðherranefndin hefur sett af stað verkefni sem ætlað er að skoða hvað Norðlurlönd eru að gera fyrir börn í leikskólum. Í frétt á heimaðsíðu nefndarinnar segir að styrkja þurfi norrænt samstarf á sviði umhverfis- og heilbrigðismála. 1.8.2007 14:37
Tólf hundruð milljóna króna skuld verður aflétt Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni Matthiesen fjármálaráðherra hafa ákveðið að aflétta 1200 milljóna króna skuld Byggðarstofnunar. Þetta er á meðal þeirra aðgerða sem fyrirhugaðar eru til að takast á við afleiðingar af skerðingu í þorsksaflaheimildum. 1.8.2007 14:00
Mikið mannfall í Bagdad í dag Tvær mannskæðar sprengjuárásir voru gerðar í Bagdad í dag. Að minnsta kosti fimmtíu fórust þegar eldsneytistrukkur var sprengdur í loft upp eftir að fólk hafði safnast í kringum hann í von um eldsneyti í vesturhluta borgarinnar. 1.8.2007 13:35
Þórólfur Þórlindsson settur forstjóri Lýðheilsustöðvar Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, hefur sett doktor Þórólf Þórlindsson forstjóra Lýðheilsustöðvar til eins árs. Þórólfur hefur gegnt starfi prófessors við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur sinnt viðamiklum félagsvísindarannsóknum á hegðan ungmenna, birt fjölmargar ritrýndar vísindagreinar í alþjóðlegum tímaritum og ritað bækur um efnið. 1.8.2007 13:20
Frétt um frelsun gísla dregin til baka Reuters fréttastofan hefur dregið til baka frétt þess efnis að hernaðaraðgerðir séu hafnar í Afganistan í því augnamiði að frelsa Suður kóresku gíslana sem talíbanar hafa haft í haldi tæpar tvær vikur. Engar aðgerðir munu vera hafnar. Fréttir af aðgerðunum voru hafðar eftir háttsettum embættismanni í Ghazni héraði í samtali við Reuters fréttastofuna. 1.8.2007 12:50
Húnabjörgin kölluð út til bjargar 46 tonna bát Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Húnabjörg á Skagaströnd, fór til aðstoðar 46 tonna bát sem hafði fengið veiðarfærin í skrúfuna rétt við Kálfshamarsvita norðan við Skagaströnd. 1.8.2007 12:41
Danir senda friðargæsluliða til Darfur Danmörk mun að öllum líkindum taka þátt í herliðinu sem er ætlað að gæta friðar í Darfur héraði í Súdan. Þessu lofaði varnarmálaráðherra Dana, Sören Gade, eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær einróma að senda 26.000 friðargæsluliða og lögreglu þangað. 1.8.2007 12:39
Össur hyggst kynna aðgerðir til að styrkja Byggðastofnun Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist í dag munu kynna afar mikilvægar aðgerðir til að styrkja Byggðastofnun. Aðgerðirnar eiga að gera henni fært að taka á málum útgerða sem eiga í vanda vegna skerðingar kvóta. 1.8.2007 12:28
Alþjóðlegt friðargæslulið kemur of seint fyrir of marga Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að senda tuttugu sex þúsund manna alþjóðlegt friðargæslulið til héraðsins Darfur í Súdan. Allt of seint fyrir of marga segir framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar en yfir tvö hundruð þúsund manns hafa látið lífið í átökum í héraðinu síðastliðin fjögur ár. 1.8.2007 12:15
Reykingar drepa Sænsk kona féll út um glugga og niður fimm hæðir á hóteli í Kaupmannahöfn í nótt. Slysið varð þegar konan reyndi að svindla á reykingabanni á Skt Petri hótelinu, með því að reykja út um gluggann. 1.8.2007 11:56
Varðstjóri sakaður um brot í opinberu starfi Varðstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að maðurinn sé sakaður um að hafa misnotað stöðu sína þegar hann nýtti sér mannafla og bifreið lögreglu í eigin þágu. 1.8.2007 11:46
Stöðvaður ölvaður við akstur og án ökuréttinda Tvítugur piltur var handtekinn á Seltjarnarnesi í nótt eftir að hafa lent í umferðaróhappi. Pilturinn gat ekki framvísað ökuskírteini en við athugun kom í ljós að hann hefur aldrei haft ökuréttindi. Hann reyndist líka vera ölvaður, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar. 1.8.2007 11:03
Ekkert lát á skjálftum við Öskju Ekkert lát er á skjálftavirkni norðan Vatnajökuls, nánar tiltekið við Upptyppinga, austan Öskju. Síðustu tvo sólarhringa hafa mælst 130 skjálftar á svæðinu og eru skjálftarnir nú orðnir um 2300 frá því í febrúarlok. Það var um klukkan hálffjögur í gærmorgun sem síðasta skjálftahrinan byrjaði, og fara skjálftarnir ívið stækkandi að sögn Steinunnar Jakobsdóttur sem stendur skjálftavakt Veðurstofunnar. 1.8.2007 10:21
Kristinn Halldórsson skipaður dómari við héraðsdóm Vestfjarða Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað Kristinn Halldórsson héraðsdómara við héraðsdóm Vestfjarða frá 1. september 2007. 1.8.2007 09:56
Fyrsti starfsdagur Nýsköpunarmiðstöðvar er á Ísafirði í dag Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekur til starfa í dag, 1. ágúst 2007, við samruna Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Fyrsti starfsdagur miðstöðvarinnar verður á Ísafirði sem er sagt táknrænt fyrir áherslur Nýsköpunarmiðstöðvar á atvinnuþróun. 1.8.2007 09:44
Lögreglan í Vestmannaeyjum minnir á útivistarreglur um börn Í tilefni Þjóðhátíðar um næstu helgi vill lögreglan minna foreldra og forráðamenn barna á að útivistareglurnar gilda jafnt um Þjóðhátíðarhelgina sem aðra daga ársins. Það hefur verið reynsla lögreglunnar að mörg ungmenni byrja að neyta áfengis og annarra vímuefna á Þjóðhátíð og því vill lögreglan hvetja foreldra og forráðamenn til að ræða við börn sín um skaðsemi áfengis- og vímuefnaneyslu. 1.8.2007 09:42
Barnungir bílaþjófar Lögreglan í Viborg í Danmörku handtók í nótt þrjá bílaþjófa, á aldrinum 11-13 ára. Aðstoðarlögreglustjórinn, Jens Claumarch, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að fjöldi danskra unglinga hefði komist í kast við lögin í sumar. Það hefði ekki liðið sá dagur að ekki hefði verið stolið bíl. Viborg er um 100 þúsund manna bær á Mið-Jótlandi. 1.8.2007 09:34
Gíslarnir heilir á húfi Suður-Kóresku gíslarnir sem talibanar hafa í haldi í Afganistan eru á lífi, þrátt fyrir að enn einn fresturinn sem mannræningjarnir gáfu þarlendum stjórnvöldum til að sleppa talibönskum föngum hafi runnið út í morgun. Þetta fullyrða stjórnvöld í Afganistan. 1.8.2007 08:23
Dick Cheney viðurkennir mistök Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna viðurkenndi í viðtali við Larry King Live í gær að hann hafi haft rangt fyrir sér þegar hann hélt því fram árið 2005 að stríðið í Írak væri á lokasprettinum. Þetta er afdráttarlausasta viðurkenning Cheneys á mistökum sínum hingað til. Þá sagði hann að hann tryði því að ákvörðunin um að ráðast inn í Írak og Afganistan hafi verið rétt, og að hann myndi gera það sama nú, þó að hann vissi að rúmlega þrjú þúsund bandarískir hermenn myndu láta lífið. 1.8.2007 08:23
Fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu-1 í ökutímum Nelson Piquet, fyrrverandi þrefaldur heimsmeistari í Formúlu-1 akstri, hefur verið skikkaður í ökuskóla eftir að hann missti ökuskírteini sitt. Piquet sem er frá Brasilíu missti bílprófið eftir að hafa fengið of marga punkta í bókum lögreglunnar. 31.7.2007 23:29
Liðsmaður Rauðu Khmeranna ákærður Fyrrum yfirmaður í fangelsi Rauðu Khmeranna hefur verið ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu af dómstól í Kambódíu sem Sameinuðu þjóðirnar standa að. Kang Kek Ieu, einnig þekktur sem Duch, stjórnaði hinu illræmda fangelsi S21 í Phnom Penh höfuðborg Kambódíu. 31.7.2007 21:15
Hnýsni eða eðlilegasti hlutur? Næstu tvær vikurnar getur hver sem er skoðað upplýsingar um skattagreiðslur allra Íslendinga og þannig jafnframt fræðst um tekjur fólks. Sjálfsagt mál eða óþarfa afskiptasemi af einkamálum annarra? Þingmennirnir Ögmundur Jónasson og Pétur Blöndal settust hjá Sölva í Íslandi í dag. 31.7.2007 20:11
26.000 friðargæsluliðar sendir til Darfur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag einróma að senda 26.000 friðargæsluliða og lögreglu til Darfur-héraðsins í Súdan. Markmiðið er að draga úr ofbeldi á svæðinu. 31.7.2007 19:56
Al Jazeera sýnir myndbandsupptöku af þýskum gísl Sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag myndband af þýskum manni sem Talibanar í Afganistan hafa í haldi. Samkvæmt sjónvarpsstöðinni fer Þjóðverjinn fram á að þýsk og bandarísk stjórnvöld dragi heri sína til baka frá Afganistan. 31.7.2007 19:32
Sagnfræðingar ósammála um hlerunarskjal Prófessor í sagnfræði efast um að lögreglan hafi byggt ákvarðanir um símahleranir árið 1968 á nýframkominni lögregluskýrslu, með lýsingum kranabílstjóra á því að hann hafi heyrt menn undirbúa mótmæli. Annar sagnfræðingur telur nýja skjalið hinsvegar skýra mun betur en áður af hverju ákveðið var að leita úrskurðar til símahlerana. 31.7.2007 19:18
Aukið samstarf við Nýfundnaland og Labrador Geir H. Haarde forsætisráðherra og Danny Williams, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador, vilja vinna að gerð sérstaks samkomulags um aukið samstarf þessara tveggja granna við Norður-Atlantshaf. Geir átt í dag fund með Williams í St. John's þar sem fjallað var um samskiptin við þetta norðvestlægasta fylki Kanada og hugsanlega eflingu á milli Íslands og fylkisins. 31.7.2007 19:03
Ál í bílum minnkar losun gróðurhúsalofttegunda Notkun áls minnkar heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngutækjum, samkvæmt nýrri rannsókn. Samtökin Sól í Straumi telja álið þó ekki grænan málm. 31.7.2007 18:58
Slysum og tjónum fjölgar hjá erlendum ökumönnum Umferðarslysum hefur fækkað hjá Íslendingum en fjölgað meðal útlendinga. Erlendir ökumenn fara líka miklu hraðar um þjóðvegina en Íslendingar og gera sér litla grein fyrir slysahættu og háum sektarúrræðum. 31.7.2007 18:57
Myndar kríur og æðakollur Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður vinnur nú að gerð kvikmyndar um æðarvarpið í Norðurkoti við Sandgerði. Í fyrstu átti myndin aðeins að fjalla um kollurnar en það breyttist þegar hann byrjaði að taka. 31.7.2007 18:50
Arngrímur skattakóngur landsbyggðarinnar Skattaumdæmin á landinu eru níu talsins og í hverju umdæmi er gefinn út listi yfir skattakónga þeirra. Ef frá er talið suð-vesturhorn landsins þá er Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og fyrrum eigandi Atlanta ókrýndur skattakóngur landsbyggðarinnar. Í einu umdæmanna vermir kona efsta sætið. 31.7.2007 18:49
Heiðar Már skattakóngur Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings greiðir rúmar 400 milljónir króna í opinber gjöld og er þar með ókrýndur skattakóngur landsins. Fast á hæla hans kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna. Ríkasti maður landsins, Björgólfur Thor Björgólfsson, er ekki meðal hæstu greiðenda opinberra gjalda. 31.7.2007 18:48
Þúsundir þurfa að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda á Kanaríeyjum Yfir ellefu þúsund manns á Kanaríeyjum hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar hafa logað undanfarna daga. Rúmlega fjórtán þúsund hektarar land hafa orðið eldunum að bráð á eyjunum Grankanaría og Tenerife. 31.7.2007 18:48
Steingrímur vill fund í utanríkismálanefnd vegna lágflugs Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hefur farið fram á sérstakan fund í utanríkismálanefnd, til að ræða um nýtt varnarsamkomulag við NATO, og heræfingar hér á landi um miðjan ágúst. 31.7.2007 18:44
Atvinnuháttum og ferðaþjónustu er ógnað með nýjum Vestfjarðaveg Fulltrúi landeigenda í Þorskafirði segir að atvinnuháttum í Reykhólasveit verði ógnað með nýjum Vestfjarðavegi sem mun liggja út norðanverðan Þorskafjörð. Vegurinn setur einnig ferðaþjónustu á svæðinu í uppnám segir landeigandi. 31.7.2007 18:39
Leysisprentarar skaðlegir heilsunni Það getur ógnað heilsu fólk að umgangast leysisprentara. Ástralskir vísindamenn hafa uppgötvað örsmár skaðlegar agnir sem leysisprentarar gefa frá sér í talsverðum mæli. 31.7.2007 18:18
Reykingarbannið leiðir af sér drykkju utandyra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir nokkuð hafa borið á því eftir að reykingarbannið á veitingastöðum tók gildi 1. júní síðastliðinn að gestir taki með sér áfengi út og neyti utandyra. Lögreglan vill af þeim sökum vekja athygli á ákvæði 3. málsgreinar 19. greinar áfengislaga sem bannar með öllu að áfengi sem selt er á veitingastað sé borið þaðan út af gestum staðarins eða öðrum. 31.7.2007 18:11
Vegagerðin varar við hvassviðri Mjög hvasst er sumstaðar á Suðaustur- og Austurlandi. Sérstaklega er varað við sterkum vindi í Oddaskarði en einnig í Hvalnesskriðum og við Almannaskarð. 31.7.2007 17:56
Kúbverjar eygja von -og þó Sumir Kúbverjar þykjast nú eygja vonarglætu eftir ræðu sem settur forseti landsins Raul Castro flutti á byltingardaginn í síðustu viku. Hann sagði þar meðal annars að laun opinberra starfsmanna væru sýnilega alltof lág og að landbúnaðurinn væri hlægilega óskilvirkur. Hann sagði einnig að erlendir fjárfestar væru velkomnir til Kúbu og það þyrfti að gera grundvallarbreytingar til þess að auka matvælaframleiðslu. 31.7.2007 16:44
Átta miljón ára kýprustré finnast Nokkrar afar heillegar leifar af átta miljón ára gömlum kýprustrjám uppgötvuðust í Ungverjalandi á dögunum. Fundurinn þykir merkilegur því upprunalegi viður trjánna hefur varðveist að stóru leyti, en ekki steingerst. Trén gætu því svarað mörgum spurningum um loftslag á nýlífsöld. 31.7.2007 16:29
Fangelsisvist Miriam lýkur væntanlega á morgun Miriam Rose, mótmælandinn sem talsmaður Græningja á Bretlandi hefur krafist að verði leyst úr haldi, situr af sér dóm vegna mótmæla í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Heimildir Vísis herma að stúlkan hafi þegar setið í fangelsinu í sjö daga en hún var dæmd fyrir mótmæli á álverslóð Bechtel á Reyðarfirði í ágúst í fyrra. 31.7.2007 15:50