Innlent

Ál í bílum minnkar losun gróðurhúsalofttegunda

Sighvatur Jónsson skrifar

Notkun áls minnkar heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngutækjum, samkvæmt nýrri rannsókn. Samtökin Sól í straumi telja álið þó ekki grænan málm.

Alþjóðleg samtök álframleiðenda kynntu nýlega niðurstöður nýrrar rannsóknar. Samkvæmt þeim stuðlar notkun áls í fólksbílum að minni losun gróðurhúsalofttegunda og minni orkunotkun. Með því að auka notkun áls í fólksbílum, vöruflutningabílum, járnbrautarvögnum, flugvélum og skipum mætti minnka heildarlosun gróðurhúsalofttegunda um níu prósent.

Erna Indriðadóttir, talsmaður Alcoa-Fjarðaráls, segir niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta það sem áður hafi komið fram, og að álið megi kalla grænan málm þar sem auðvelt sé að endurvinna það.

Pétur Óskarsson, talsmaður samtakanna Sól í Straumi, telur álið ekki grænan málm, þótt hann taki undir það að álið sé góður kostur fyrir framleiðendur samgöngutækja. Samtökin séu ekki á móti áli, þótt þau hafi beitt sér fyrir því að álverið í Straumsvík yrði ekki stækkað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×