Innlent

Tólf hundruð milljóna króna skuld verður aflétt

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni Matthiesen fjármálaráðherra hafa ákveðið að aflétta 1200 milljóna króna skuld Byggðarstofnunar. Þetta er á meðal þeirra aðgerða sem fyrirhugaðar eru til að takast á við afleiðingar af skerðingu í þorsksaflaheimildum. Össur tilkynnti þetta þegar Nýsköpunarmiðstöð Íslands tók til starfa á Ísafirði í dag. Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmaður Össurar, segir að með þessu sé vonast til þess að Byggðastofnun verði betur í stakk búinn til þess að vinna með bönkunum að því efla atvinnustarfsemi á Vestfjörðum og annarsstaðar á landsbyggðinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×