Innlent

Rafmagn ódýrast á Íslandi

MYND/Róbert

Orkuveitan hefur gert samanburð á verðskrá sinni og nýrri samantekt hagstofu Evrópusambandsins. Samanburðurinn leiðir í ljós að í íslensk heimili borga lægsta raforkuverð á Norðurlöndum. Finnar koma næst Íslendingum í verði en Danir þurfa að borga tvöfalt á við viðskiptavini Orkuveitunnar. Í tilkynningu frá Orkuveitunni kemur einnig fram að raunlækkun raforkuverðs frá Orkuveitunni nemi 33 prósentum á síðasta áratug meðan hækkanir hafi orðið víðast hvar annars staðar.

„Athygli vekur að raforkuverð til norskra heimila er nú orðið um 70% hærra en frá Orkuveitunni, en síðustu misseri hefur munurinn verið miklu minni. Ástæðan er lélegur vatnsbúskapur norskra vatnsaflsvirkjana sem leiddi til mikilla hækkana á verði," segir einnig í tilkynningunni. Samkvæmt samanburðinum greiða íslensk heimili tæpar 36 þúsund krónur fyrir rafmagnið á ári. Norsk heimili eru rukkuð um tæpar sextíu þúsund krónur og danir þurfa að punga út heilum 76 þúsund krónum fyrir rafmagnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×