Innlent

Fangelsisvist Miriam lýkur væntanlega á morgun

Miriam Rose, mótmælandinn sem talsmaður Græningja á Bretlandi hefur krafist að verði leyst úr haldi, situr af sér dóm vegna mótmæla í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Heimildir Vísis herma að stúlkan hafi þegar setið í fangelsinu í sjö daga en hún var dæmd fyrir mótmæli á álverslóð Bechtel á Reyðarfirði í ágúst í fyrra.

Hópur fólks var dæmdur til greiðslu fésekta vegna málsins í desember. Herma heimildir að Miriam hafi verið dæmd til greiðslu 100 þúsund króna til ríkissjóðs, en ella gert að sitja í fangelsi í átta daga. Hún kaus að sitja dóminn af sér og verður henni því líklegast sleppt úr haldi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×