Innlent

Varðstjóri sakaður um brot í opinberu starfi

Varðstjórinn er sakaður um að hafa látið aka lögreglubifreið í forgangsakstri í eigin þágu.
Varðstjórinn er sakaður um að hafa látið aka lögreglubifreið í forgangsakstri í eigin þágu. Mynd/ Hari

Varðstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að maðurinn sé sakaður um að hafa misnotað stöðu sína þegar hann nýtti sér mannafla og bifreið lögreglu í eigin þágu. Hann lét aka merktri lögreglubifreið í forgangsakstri á leið frá heimili sínu til Keflavíkurflugvallar þegar hann var á leið til útlanda í einkaerindum. Málinu var vísað til ríkissaksóknara sem hefur gefið út ákæru á hendur varðstjóranum. Hann er ekki við störf á meðan málið er til meðferðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×