Innlent

Steingrímur vill fund í utanríkismálanefnd vegna lágflugs

Sighvatur Jónsson skrifar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hefur farið fram á sérstakan fund í utanríkismálanefnd, til að ræða um nýtt varnarsamkomulag við NATO, og heræfingar hér á landi um miðjan ágúst.

Steingrímur vill fá upplýsingar um kostnað samfara æfingunum, og hvernig málum var háttað með lágflugsumsókn utanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið hefur nú dregið tilbaka umsókn um lágflug, sem átti að vera til vara ef ekki viðraði til flugæfinga yfir sjó suðvestur af landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×