Innlent

Húnabjörgin kölluð út til bjargar 46 tonna bát

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarskip Landskapar fór til bjargar 46 tonna bát. Myndin er úr safni.
Björgunarskip Landskapar fór til bjargar 46 tonna bát. Myndin er úr safni.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Húnabjörg á Skagaströnd, fór til aðstoðar 46 tonna bát sem hafði fengið veiðarfærin í skrúfuna rétt við Kálfshamarsvita norðan við Skagaströnd. Reynir Lýðsson, hjá Landsbjörgu, segir að báturinn hafi verið orðinn vélarvana og hafi rekið örlítið en þó hafi engin hætta hafi verið á ferðum. Slysavarnarfélaginu barst tilkynning um atvikið rétt eftir kl. 11 í morgun og er áætlað að Húnabjörgin komi að landi rétt eftir kl. 13.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×