Innlent

Stöðvaður ölvaður við akstur og án ökuréttinda

Lögreglan stöðvar daglega réttindalausa ökumenn. Myndin er úr safni.
Lögreglan stöðvar daglega réttindalausa ökumenn. Myndin er úr safni. Mynd/ Hari

Tvítugur piltur var handtekinn á Seltjarnarnesi í nótt eftir að hafa lent í umferðaróhappi. Pilturinn gat ekki framvísað ökuskírteini en við athugun kom í ljós að hann hefur aldrei haft ökuréttindi. Hann reyndist líka vera ölvaður, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nánast daglega komi réttindalausir ökumenn við sögu hjá lögreglu en í fyrradag voru tveir slíkir stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu. Þeir höfðu báðir verið sviptir ökuleyfi en annar þeirra hefur ítrekað verið tekinn fyrir þetta sama brot. Um síðustu helgi voru tíu ökumenn stöðvaðir í umdæminu en þeir höfðu ýmist þegar verið sviptir ökuleyfi eða höfðu aldrei öðlast ökuréttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×