Innlent

Myndar kríur og æðakollur

Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður vinnur nú að gerð kvikmyndar um æðarvarpið í Norðurkoti við Sandgerði. Í fyrstu átti myndin aðeins að fjalla um kollurnar en það breyttist þegar hann byrjaði að taka.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Páll býr til kvikmynd um æðarkolluna en þessi kvikmynd á að vera öðruvísi að því leitinu til að hún fjallar um ábúendur á Norðurkoti og samskipti þeirra við æður og kríur.

Norðurkot og fuglavík eru eitt stærsta æðavarp landsins en þar verpa um 5000 æðakollur. Fyrst átti krían ekki að fá að vera með í myndinni en erfitt reyndist fyrir Pál að skilja hana út undan ef svo má að orði komast.

Það er heillandi að fylgjast með Páli að störfum. Sjón er sögu ríkari




Fleiri fréttir

Sjá meira


×