Sagnfræðingar ósammála um hlerunarskjal Sighvatur Jónsson skrifar 31. júlí 2007 19:18 Prófessor í sagnfræði efast um að lögreglan hafi byggt ákvarðanir um símahleranir árið 1968 á nýframkominni lögregluskýrslu, með lýsingum kranabílstjóra á því að hann hafi heyrt menn undirbúa mótmæli. Annar sagnfræðingur telur nýja skjalið hinsvegar skýra mun betur en áður af hverju ákveðið var að leita úrskurðar til símahlerana. Skjalið, sem talið er varpa ljósi á hvers kyns upplýsingar lágu að baki símahlerunum árið 1968, er lögregluskýrsla dagsett 30. maí sama ár. Í skýrslunni greinir kranabílstjóri frá orðrómi sem hann hafi heyrt um skipulagðan undirbúning mótmæla vegna væntanlegs fundar NATO í Reykjavík, síðar á árinu 1968. Kranabílstjórinn segir frá manni sem hafi talað um að 50 útlægir Grikkir og fjöldi stúdenta úr Evrópu væru væntanlegir til landsins, íslenskum stúdentum til stuðnings. Í skýrslunni segir orðrétt: „...og mundu þessir menn eiga að hafa frumkvæði um mótmælin og vinna skemmdarverk, enda vanir slíku, meðal annars væri áætlað að kveikja í bandaríska sendiráðinu, eyðileggja bíla þess og annað í líkum dúr." Gísli Gunnarsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að til séu skjöl frá erlendum leyniþjónustum með nöfnum tíu Grikkja sem hafi verið væntanlegir til landsins vegna mótmæla. Það skjal hafi verið lagt fyrir dóm á sínum tíma, og þykir Gísla líklegra að lögreglan hafi tekið ákvarðanir um símahleranir á grundvelli þeirra gagna, en skýrslu kranabílstjórans. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, og höfundur bókarinnar „Óvinir ríkisins", telur hinsvegar nýja skjalið skýra betur en áður hefur komið fram, af hverju leitað hafi verið úrskurðar til símahlerana tveimur dögum eftir að kranabílstjórinn gaf sína yfirlýsingu. Nefnir hann sem dæmi að orðalag í þeirri beiðni hafi verið að á þá leið, að borist hafi út ákveðnar fregnir um að hafinn væri undirbúningur mótmæla. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Prófessor í sagnfræði efast um að lögreglan hafi byggt ákvarðanir um símahleranir árið 1968 á nýframkominni lögregluskýrslu, með lýsingum kranabílstjóra á því að hann hafi heyrt menn undirbúa mótmæli. Annar sagnfræðingur telur nýja skjalið hinsvegar skýra mun betur en áður af hverju ákveðið var að leita úrskurðar til símahlerana. Skjalið, sem talið er varpa ljósi á hvers kyns upplýsingar lágu að baki símahlerunum árið 1968, er lögregluskýrsla dagsett 30. maí sama ár. Í skýrslunni greinir kranabílstjóri frá orðrómi sem hann hafi heyrt um skipulagðan undirbúning mótmæla vegna væntanlegs fundar NATO í Reykjavík, síðar á árinu 1968. Kranabílstjórinn segir frá manni sem hafi talað um að 50 útlægir Grikkir og fjöldi stúdenta úr Evrópu væru væntanlegir til landsins, íslenskum stúdentum til stuðnings. Í skýrslunni segir orðrétt: „...og mundu þessir menn eiga að hafa frumkvæði um mótmælin og vinna skemmdarverk, enda vanir slíku, meðal annars væri áætlað að kveikja í bandaríska sendiráðinu, eyðileggja bíla þess og annað í líkum dúr." Gísli Gunnarsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að til séu skjöl frá erlendum leyniþjónustum með nöfnum tíu Grikkja sem hafi verið væntanlegir til landsins vegna mótmæla. Það skjal hafi verið lagt fyrir dóm á sínum tíma, og þykir Gísla líklegra að lögreglan hafi tekið ákvarðanir um símahleranir á grundvelli þeirra gagna, en skýrslu kranabílstjórans. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, og höfundur bókarinnar „Óvinir ríkisins", telur hinsvegar nýja skjalið skýra betur en áður hefur komið fram, af hverju leitað hafi verið úrskurðar til símahlerana tveimur dögum eftir að kranabílstjórinn gaf sína yfirlýsingu. Nefnir hann sem dæmi að orðalag í þeirri beiðni hafi verið að á þá leið, að borist hafi út ákveðnar fregnir um að hafinn væri undirbúningur mótmæla.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira