Fleiri fréttir Þarf fótboltastjórn í Írak? Fyrst 11 ungir menn gátu vakið þjóðarstolt og samkennd írösku þjóðarinnar, af hverju geta þá ekki 275 þjóðkjörnir stjórnmálamenn gert hið sama ? Þetta er spurning sem menn velta fyrir sér í Írak eftir þann gríðarlega fögnuð sem greip um sig meðal þjóðarinnar þegar knattspyrnulandsliðið vann Asíubikarinn í fótbolta á sunnudaginn. 31.7.2007 14:34 Skurðaðgerð við farsímaljós Skurðlæknum við sjúkrahúsið í smábænum Villa Mercedes Argentínu brá í brún þegar rafmagn fór af stórum hluta bæjarins. Þarmeð talið sjúkrahúsinu. Og vararafstöðin fór ekki í gang. Á skurðborðinu lá hinn 29 ára gamli Leonardo Molina. 31.7.2007 14:21 Heilbrigðisráðherra skipar stjórn Tryggingastofnunar ríkisins Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað fimm manna stjórn Tryggingastofnunar ríkisins. Stjórnina skipa Benedikt Jóhannesson, formaður, Karl V. Matthíasson, varaformaður, Margrét S. Einarsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir og Sigursteinn Másson. 31.7.2007 14:16 Umferð verður hæg um Mosfellsbæ um verslunarmannahelgina Umferð um Mosfellsbæ er nokkuð hægari þessa dagana en venja er. Þetta ástand mun vara fram yfir verslunarmannahelgi. Ástæðan er sú að unnið er við vegaframkvæmdir á hringtorgi á mótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. 31.7.2007 14:06 440 íslenskir skátar á alheimsmóti Nú stendur yfir á Englandi alheimsmót skáta og þar eru staddir 440 íslenskir skátar. Á alheimsmóti koma skátar saman til að endurnýja skátaheitin og fagna 100 ára afmæli skátahreyfingarinnar á morgun. Af því tilefni hyggjast Íslendingarnir baka 1000 pönnukökur fyrir gesti og gangandi. 31.7.2007 14:02 11 þúsund flýja skógarelda á Kanaríeyjum Skógareldar geisa nú á fjórum stöðum á Kanaríeyjum og hafa leitt til þess að ellefu þúsund manns hafa orðið að flýja heimili sín og gististaði. Slökkviliðsmenn berjast við eldana allan sólarhringinn og er beitt bæði flugvélum og þyrlum. Sjóðheitir sterkir vindar halda hinsvegar áfram að breiða eldana út. 31.7.2007 13:52 Snuðrurum boðið að skrifa í gestabók Skattayfirvöld leggja í dag fram upplýsingar um skattgreiðslur allra Íslendinga. Ungir sjálfstæðismenn mótmæla þessum görningi nú sem endranær og hafa lagt fram gestabók hjá tollstjóranum í Tryggvagötu „og bjóða þeim, sem telja sig hafa ástæðu til þess að snuðra í upplýsingum um samborgara sína, tækifæri til þess að skrá nafn sitt og upplýsingar um hvaða gögn þeir hafa skoðað," eins og það er orðað í tilkynningu frá þeim. "Þeir sem telja eðlilegt að mega skoða slík gögn um náungann hljóta að fagna því ef annað eins gagnsæi ríkir um þeirra eigin gjörðir." 31.7.2007 13:38 Greiðir 400 milljónir í opinber gjöld Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings er skattakóngur Íslands en opinber gjöld hans námu rúmum 400 milljónum króna fyrir árið 2006. Fast á hæla hans kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem vermir lista Forbes yfir 500 tekjuhæstu menn heims er ekki meðal hæstu greiðendum opinberra gjalda. 31.7.2007 13:33 Fjögur fyrirburalík fundust í húsi konu í Maryland í Bandaríkjunum Fjögur fyrirburalík fundust á heimili 37 ára gamallar konu í Maryland fylki í Bandaríkjunum í gær. Konan sem gekk með börnin hafði sett líkin af þeim í plastpoka og geymt þau víða um heimili sitt þegar lögreglan fann þau. 31.7.2007 13:33 Rice og Gates funda með leiðtogum arabaríkja í Egyptalandi Herstuðningur Bandaríkjanna til Ísraels, Egyptalands og Saudi Arabíu verður stóraukinn á næstu árum. Utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna funda nú með leiðtogum nokkurra arabaríkja í því augnamiði að fá stuðning þeirra til að aðstoða ríkisstjórnina í Írak og koma í veg fyrir frekari kjarnorkuáætlanir Írana. 31.7.2007 13:28 Utanríkisráðuneytið hefur dregið tilbaka umsókn um lágflug Utanríkisráðuneytið hefur dregið tilbaka umsókn um lágflug yfir hálendinu í tenglsum við heræfinguna Norður-víkingur um miðjan ágúst. Umsóknin var komin til samgönguráðuneytisins í gær. 31.7.2007 13:20 Símahleranir 1968 byggðar á yfirlýsingu kranabílstjóra Úrskurður um símahleranir í aðdraganda NATO fundar á Íslandi 1968, er byggður að miklu leyti á lögregluskýrslu frá sama ári, sem er nýlega komin fram. Skýrslan inniheldur yfirlýsingu kranabílstjóra um að hann hafi heyrt á tal manna um stúdentamótmæli í tengslum við fundinn. 31.7.2007 13:11 Rússar minnka tengsl við Hamas Rússar ætla að draga úr samskiptum sínum við Hamas samtökin til þess að sýna Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna stuðning. Þetta var tilkynnt eftir fund Abbas með Vladimir Putin, sem fullvissaði forsetann um að Rússar styddu hann sem réttkjörinn leiðtoga Palestínumanna. 31.7.2007 12:48 Tuttugu og þrír teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík um helgina Tuttugu og þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Níu voru stöðvaðir á föstudag, tíu á laugardag og fjórir á sunnudag. 31.7.2007 12:07 Vísindamenn finna gen sem eykur líkur á því að verða örvhentur Vísindamenn hafa uppgötvað fyrsta genið sem virðist auka líkurnar á því að fólk verði örvhent. Vísindamennirnir, sem eru frá Oxford háskóla í Bretlandi, komust einnig að því að það að hafa þetta gen auki líkurnar lítillega á því að fá ýmsa geðsjúkdóma, þar á meðal geðklofa. 31.7.2007 12:01 Ungmennum bannað að tjalda á Akureyri Einstaklingum á aldrinum 18 til 23 ára verður bannað að tjalda á Akureyri um verslunarmannahelgina. Í tilkynningu frá Akureyrarbæ kemur fram að fjölskyldufólk á „öllum aldri" verði í forgangi þegar kemur að því að tjalda á tjaldsvæðum bæjarins. 31.7.2007 12:00 Umferðaróhapp við Hádegismóa Umferðaróhapp varð á Suðurlandsvegi við Hádegismóa á tólfta tímanum í dag. Slysið varð með þeim hætti að kranabóma á vörubíl rakst upp í brú. Við það féll bóman ofan á framrúðu á bíl sem keyrði á eftir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður bifreiðarinnar fluttur á bráðamóttöku Landspítala-Háskólasjúkrahúss með minniháttar höfuðáverka. 31.7.2007 11:39 Eiríkur K. Gissurarson er efsti nýliðinn á lista yfir hina ríku Eiríkur Kristján Gissurarson er í fjórða sæti yfir gjaldahæstu menn í Reykjavík. Hann hefur ekki verið á þessum lista áður. Eiríkur greiðir rúmar 106 milljónir króna í opinber gjöld. 31.7.2007 11:07 Björgólfur Thor ekki á meðal þeirra 20 tekjuhæstu Ríkasti Íslendingurinn, Björgólfur Thor Björgólfsson, er ekki á meðal hæstu greiðenda opinberra gjalda á Íslandi. Eignir Björgólfs eru metnar vel á þriðja hundruð milljarða íslenskra króna. 31.7.2007 10:45 Forstjóri Eimskips gjaldahæstur á Reykjanesi Baldur Örn Guðnason, forstjóri Eimskips, er sá einstaklingur á Reykjanesi sem greiðir hæstu opinberu gjöldin samkvæmt upplýsingum frá skattstjóranum í Reykjanesumdæmi, en Baldur greiðir rúma 121 milljón króna. Í öðru sæti er Páll Breiðdal Samúelsson, fyrrverandi stjórnarformaður Toyota, með rúmar 104 milljónir og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis er í þriðja sæti. 31.7.2007 10:45 Jakob Valgeir Flosason greiðir hæstu gjöldin á Vestfjörðum Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður í Bolungarvík, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjóra Vestfjarðaumdæmis samkvæmt álagningarskrá sem birt var í morgun. Jakob Valgeir greiðir rúmar 34,4 milljónir króna en Sigurður Guðjónsson, Þingeyri greiðir tæpar 28,4 milljónir króna. Einar Guðmundsson, Bolungarvík, greiðir rúmar 24 milljónir króna. 31.7.2007 10:17 Við heyrðum ópin og grátinn hvert í öðru 31.7.2007 10:07 Verðbólga yfir hundrað þúsund prósent í Zimbabwe í árslok Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í dag að verðbólga í Zimbabwe, á ársgrundvelli, gæti náð hundrað þúsund prósentum í lok þessa árs. Þetta fullyrðir Abdoulaye Bio Tchane, yfirmaður afrískra þróunarmála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Til þess að takast á við verðbólguna í landinu ætlar seðlabankinn í Zimbabwe sér að gefa út nýjan peningaseðil, sem verður tvöfalt hærri að verðgildi en sá hæsti sem nú er í umferð. 31.7.2007 09:55 Magnús Kristinsson er skattakóngur í Vestmannaeyjum Álagningu opinberra gjalda á einstaklinga í Vestmannaeyjum árið 2007 er lokið. Samtals nema álögð gjöld hátt í kr. 2.300 milljónir á 3178 gjaldendur, auk kr. 592.203 á 68 börn., og nemur hækkunin 5,64 % frá fyrra ári. Magnús Kristinsson er skattakóngur Vestmannaeyja þetta árið og greiðir hann rúmar 32 milljónir í opinber gjöld. Ríflega fjórfalt meira en næsti maður á eftir honum. 31.7.2007 09:12 Fylgst með stærð áfengra drykkja á Skotlandi Opinberir eftirlitsmenn fylgjast nú með stærð drykkja á veitingahúsum og hótelum á Skotlandi. Tveggja vikna átak stendur nú yfir til að tryggja að skammtastærðir séu réttar, en brögð hafa verið að því að vertar snuði viðskiptavini sína. Í sambærilegri könnun á síðasta ári mældu eftirlitsmennirnir 343 drykki, og reyndist tæpur helmingur þeirra of lítill. 31.7.2007 08:09 Geymdi lík fjögurra fyrirbura á heimili sínu Líkamsleifar fjögurra fyrirbura fundust í plastpokum á heimili 37 ára gamallar konu í Maryland fylki í Bandaríkjunum í gær. Konan var flutt á spítala með miklar blæðingar og krampa, og komust læknar að því að hún hefði verið ófrísk. Því var leitað á heimili hennar. Þar fannst lík nýjasta barnsins vafið í teppi. Tvö önnur fundust svo í plastpoka í kistli í svefnherbergi konunnar. Stuttu seinna fannst það fjórða í húsbíl hennar. Öll barnanna voru fyrirburar, en ekki er vitað hvernig þau létust. Fyrir á konan fjögur önnur börn á unglingsaldri. 31.7.2007 08:08 Farsímar notaðir til að lýsa skurðaðgerð Skurðlæknar í Argentínu notuðu ljós frá farsímaskjám til að lýsa skurðstofu, þegar þeir þurftu að fjarlægja botnlanga sjúklings í rafmagnsleysi á laugardaginn.Hinn 29 ára Leonadro Molina lá á skurðarborðinu þegar rafmagnið fór af Policlinico spítalanum í Villa Mercedes. Ættingi mannsins safnaði saman farsímum nærstaddra notaði þá til að lýsa skurðarborðið. Rafmagnið komst á klukkutíma síðar, og var deyfingin þá að hverfa úr líkama mannsins. 31.7.2007 08:05 Danir kalla hermenn sína heim frá Írak Danski herinn mun kalla hermenn sína heim frá Írak á morgun og þar með lýkur þátttöku Dana í hernaðaraðgerðum þar í landi. Breskur her mun taka yfir það svæði sem Danirnir hafa haft umsjón með. Þetta kemur fram á danska fréttavefnum tv2.dk. 30.7.2007 23:24 Vopnum smyglað á Gaza-svæðið í gegnum göng Egypski herinn fann um helgina nokkur hundruð metra löng göng í bænum Rafah í Egyptalandi sem talið er að hafi verið notuð til að smygla vopnum inn á Gaza-ströndina. Inngangurinn að göngunum var falinn inni í svefnherbergisskáp. 30.7.2007 21:54 Deilt um vegaframkvæmdir í Póllandi Innan Evrópusambandsins er íhugað að leggja lögbann við vegaframkvæmdir í Póllandi sem ógnað gætu friðuðu lífríki. Vegurinn sem á að tengja borgirnar Varsjá og Helsingi liggur í gegnum Rospuda-dalinn - mólendi þar sem fágætar plöntur og dýr þrífast. 30.7.2007 21:00 Mynbandsupptaka af suður-kóreskum gíslum birt Al Jazeera sjónvarpsstöðin birti í dag myndbandsupptöku af nokkrum suður-kóreskum gíslum sem eru í haldi talibanskra mannræningja. Myndirnar sýna að minnsta kosti sjö af þeim konum sem rænt var fyrir 11 dögum og hermenn í bakgrunni. Al Jazeera sjónvarpsstöðin segir myndbandið ekki tekið upp í Afghanistan. 30.7.2007 20:43 Ást og afbrýði Þjóðin er harmi slegin eftir óhugnalegt morð um hádegisbilið í Reykjavík í gær. Það er algengara en fólk almennt telur að morðingi og fórnarlamb tengist - og eins að ástríða og afbrýðisemi valdi hörmulegum atburðum sem þessum. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur settist hjá Sölva í Íslandi í dag. 30.7.2007 20:14 Myspace heimasíða tileinkuð látnum Á MyDeathspace.com hefur verið útbúin heimasíða sem minnir um margt á kirkjugarð. Þar er að finna tengingu inn á 2500 Myspace-síður látinna einstaklinga og hefur síðunni verið líkt við minningargreinar dagblaða. Þar fást upplýsingar um einstaklingana sem oftast hafa látið lífið fyrir aldur fram. Sagt er frá nafni, aldri sem og dánarorsök. 30.7.2007 19:43 Íranar beittir þrýstingi Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands og George Bush forseti Bandaríkjanna telja mikilvægt að beita Írana þrýstingi til að koma í veg fyrir frekari kjarnorkuáætlanir þeirra. Þetta kom fram á blaðamannafundi þeirra í Camp Davíd í Bandaríkjunum í dag. 30.7.2007 19:30 17 fíkniefnahundar sinna fíkniefnaeftirliti um verslunarmannahelgina Aron, Týri og Asi eru meðal sautján fíkniefnahunda sem munu aðstoða lögregluna og tollgæsluna í sameiginlegu fíkniefnaeftirliti um Verslunarmannahelgina. Sighvatur Jónsson prófaði að fela á sér fíkniefni í nágrenni við hundana í dag - sjáðu hvernig það gekk, með því að spila innslagið. 30.7.2007 19:27 Dyraverðir sáu ekki árásina á Kaffi Sólon Árásin tengist staðnum ekki neitt, þar sem stúlkurnar voru ekki í biðröð inná Kaffi Sólon, segir yfirdyravörður skemmtistaðarins um hrottafengna líkamsárás aðfaranótt sunnudags, þar sem bútur af eyra var bitinn af konu. Móðir konunnar segir sjónarvott sem skakkaði leikinn hafa bjargað lífi dóttur sinnar. Lögregla hefur beðið aðstandendur afsökunar á seinagangi rannsóknar málsins. 30.7.2007 19:12 Hernaðarandstæðingar ósáttir við lágflug Samtök hernaðarandstæðinga eru ekki ánægð með að herþotur á vegum Atlantshafsbandalagsins fái að fljúga lágflug yfir hálendinu í tvær klukkustundir í senn dagana fjórtánda og fimmtánda ágúst. Framkvæmdastjóri Íshesta segir að litlu hafi mátt muna að stórslys yrði fyrir nokkrum árum vegna slíks flugs. Formleg umsókn vegna lágflugs hefur borist samgönguráðuneytinu. 30.7.2007 19:02 Sjóstöngin vinsæl fyrir vestan Ferðaþjónusta tengd sjóstangaveiði hefur stóraukist á Vestfjörðum og menn sjá mikla möguleika í skemmtisiglingum. Á annað þúsund manns hafa komið á sjóstöng á Flateyri og Suðureyri það sem af er sumri. Þetta er tvöfaldur íbúafjöldinn í þessum tveimur sjávarplássum. 30.7.2007 18:52 Dönsk yfirvöld gagnrýnd fyrir að bjóða Íraka sem giftur er tveimur konum landvistarleyfi Danski þjóðarflokkurinn hefur harkalega gagnrýnt útlendingayfirvöld í Danmörku fyrir að bjóða íröskum túlki sem giftur er tveimur konum landvistarleyfi. Hann krefst þess að túlkurinn skilji við aðra þeirra eða honum verði vísað úr landi vegna fjölkvænisins. 30.7.2007 18:51 Bergman leikstýrði yfir sextíu kvikmyndum Sænski kvikmyndaleiksstjórinn Ingmar Bergman lést í morgun á heimili sínu í Faro í Svíþjóð, 89 að aldri. Bergman leikstýrði yfir sextíu kvikmyndum yfir ævina og hlaut óskarsverðlaunin fyrir þrjár myndir. 30.7.2007 18:43 Það getur hent alla að lenda í aðstæðum sem þeir ráða ekki við Lögregla rannsakar aðdraganda voðaverkanna í gær þegar maður skaut annan til bana og svifti sig síðan lífi. Sérfræðingur í áfallahjálp segir að það geti hent alla á lífsleiðinni að lenda í aðstæðum sem þeir ráði ekki við, en þá sé mjög mikilvægt að þeim einstaklingum sé veitt aðstoð. 30.7.2007 18:40 Afleitt gsm samband skapar hættu í Dalabyggð Gunnólfur Lárusson, sveitastjóri Dalabyggð, segir að afleitt gsm-samband í Dölunum sé til skammar en sveitirnar í nágrenni Búðardals eru flestar utan slíkrar þjónustu. Sveitarstjórinn segir að fólk sem lendi í slysum á þjóðvegunum þar í sveit verði að treysta á guð og lukkuna. 30.7.2007 18:35 Mannræningjar hafa tekið einn af lífi Talíbanskir mannræningjar sem hafa haft 22 suður Kóreumenn í haldi tóku einn þeirra af lífi að því er fréttastofan Reuters greinir frá. 30.7.2007 18:35 Lýst eftir vitnum að skemmdum á bensíndælu Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir vitnum að skemmdum sem urðu á bensíndælu hjá N1 í Grindavík aðfaranótt sunnudags. Óþekktur aðili var að dæla bensíni en ók á brott án þess að taka slöngu bensíndælunnar úr bensíntanki bifreiðarinnar. Af þessu hlutust nokkrar skemmdir. 30.7.2007 18:33 Ætluðu að stöðva óprúttna viðskiptavini en urðu fyrir líkamsárás Starfsmaður veitingahúss var sleginn í andlitið um helgina þegar hann hugðist stöðva viðskiptavini sem ætluðu að stinga af frá ógreiddum reikningi. Starfsmaður verslunar fékk svipaða útreið þegar hann ætlaði að koma í veg fyrir þjófnað. 30.7.2007 18:15 Sjá næstu 50 fréttir
Þarf fótboltastjórn í Írak? Fyrst 11 ungir menn gátu vakið þjóðarstolt og samkennd írösku þjóðarinnar, af hverju geta þá ekki 275 þjóðkjörnir stjórnmálamenn gert hið sama ? Þetta er spurning sem menn velta fyrir sér í Írak eftir þann gríðarlega fögnuð sem greip um sig meðal þjóðarinnar þegar knattspyrnulandsliðið vann Asíubikarinn í fótbolta á sunnudaginn. 31.7.2007 14:34
Skurðaðgerð við farsímaljós Skurðlæknum við sjúkrahúsið í smábænum Villa Mercedes Argentínu brá í brún þegar rafmagn fór af stórum hluta bæjarins. Þarmeð talið sjúkrahúsinu. Og vararafstöðin fór ekki í gang. Á skurðborðinu lá hinn 29 ára gamli Leonardo Molina. 31.7.2007 14:21
Heilbrigðisráðherra skipar stjórn Tryggingastofnunar ríkisins Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað fimm manna stjórn Tryggingastofnunar ríkisins. Stjórnina skipa Benedikt Jóhannesson, formaður, Karl V. Matthíasson, varaformaður, Margrét S. Einarsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir og Sigursteinn Másson. 31.7.2007 14:16
Umferð verður hæg um Mosfellsbæ um verslunarmannahelgina Umferð um Mosfellsbæ er nokkuð hægari þessa dagana en venja er. Þetta ástand mun vara fram yfir verslunarmannahelgi. Ástæðan er sú að unnið er við vegaframkvæmdir á hringtorgi á mótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. 31.7.2007 14:06
440 íslenskir skátar á alheimsmóti Nú stendur yfir á Englandi alheimsmót skáta og þar eru staddir 440 íslenskir skátar. Á alheimsmóti koma skátar saman til að endurnýja skátaheitin og fagna 100 ára afmæli skátahreyfingarinnar á morgun. Af því tilefni hyggjast Íslendingarnir baka 1000 pönnukökur fyrir gesti og gangandi. 31.7.2007 14:02
11 þúsund flýja skógarelda á Kanaríeyjum Skógareldar geisa nú á fjórum stöðum á Kanaríeyjum og hafa leitt til þess að ellefu þúsund manns hafa orðið að flýja heimili sín og gististaði. Slökkviliðsmenn berjast við eldana allan sólarhringinn og er beitt bæði flugvélum og þyrlum. Sjóðheitir sterkir vindar halda hinsvegar áfram að breiða eldana út. 31.7.2007 13:52
Snuðrurum boðið að skrifa í gestabók Skattayfirvöld leggja í dag fram upplýsingar um skattgreiðslur allra Íslendinga. Ungir sjálfstæðismenn mótmæla þessum görningi nú sem endranær og hafa lagt fram gestabók hjá tollstjóranum í Tryggvagötu „og bjóða þeim, sem telja sig hafa ástæðu til þess að snuðra í upplýsingum um samborgara sína, tækifæri til þess að skrá nafn sitt og upplýsingar um hvaða gögn þeir hafa skoðað," eins og það er orðað í tilkynningu frá þeim. "Þeir sem telja eðlilegt að mega skoða slík gögn um náungann hljóta að fagna því ef annað eins gagnsæi ríkir um þeirra eigin gjörðir." 31.7.2007 13:38
Greiðir 400 milljónir í opinber gjöld Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings er skattakóngur Íslands en opinber gjöld hans námu rúmum 400 milljónum króna fyrir árið 2006. Fast á hæla hans kemur Hannes Þór Smárason, forstjóri FL Group með tæpar 377 milljónir króna. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem vermir lista Forbes yfir 500 tekjuhæstu menn heims er ekki meðal hæstu greiðendum opinberra gjalda. 31.7.2007 13:33
Fjögur fyrirburalík fundust í húsi konu í Maryland í Bandaríkjunum Fjögur fyrirburalík fundust á heimili 37 ára gamallar konu í Maryland fylki í Bandaríkjunum í gær. Konan sem gekk með börnin hafði sett líkin af þeim í plastpoka og geymt þau víða um heimili sitt þegar lögreglan fann þau. 31.7.2007 13:33
Rice og Gates funda með leiðtogum arabaríkja í Egyptalandi Herstuðningur Bandaríkjanna til Ísraels, Egyptalands og Saudi Arabíu verður stóraukinn á næstu árum. Utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna funda nú með leiðtogum nokkurra arabaríkja í því augnamiði að fá stuðning þeirra til að aðstoða ríkisstjórnina í Írak og koma í veg fyrir frekari kjarnorkuáætlanir Írana. 31.7.2007 13:28
Utanríkisráðuneytið hefur dregið tilbaka umsókn um lágflug Utanríkisráðuneytið hefur dregið tilbaka umsókn um lágflug yfir hálendinu í tenglsum við heræfinguna Norður-víkingur um miðjan ágúst. Umsóknin var komin til samgönguráðuneytisins í gær. 31.7.2007 13:20
Símahleranir 1968 byggðar á yfirlýsingu kranabílstjóra Úrskurður um símahleranir í aðdraganda NATO fundar á Íslandi 1968, er byggður að miklu leyti á lögregluskýrslu frá sama ári, sem er nýlega komin fram. Skýrslan inniheldur yfirlýsingu kranabílstjóra um að hann hafi heyrt á tal manna um stúdentamótmæli í tengslum við fundinn. 31.7.2007 13:11
Rússar minnka tengsl við Hamas Rússar ætla að draga úr samskiptum sínum við Hamas samtökin til þess að sýna Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna stuðning. Þetta var tilkynnt eftir fund Abbas með Vladimir Putin, sem fullvissaði forsetann um að Rússar styddu hann sem réttkjörinn leiðtoga Palestínumanna. 31.7.2007 12:48
Tuttugu og þrír teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík um helgina Tuttugu og þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Níu voru stöðvaðir á föstudag, tíu á laugardag og fjórir á sunnudag. 31.7.2007 12:07
Vísindamenn finna gen sem eykur líkur á því að verða örvhentur Vísindamenn hafa uppgötvað fyrsta genið sem virðist auka líkurnar á því að fólk verði örvhent. Vísindamennirnir, sem eru frá Oxford háskóla í Bretlandi, komust einnig að því að það að hafa þetta gen auki líkurnar lítillega á því að fá ýmsa geðsjúkdóma, þar á meðal geðklofa. 31.7.2007 12:01
Ungmennum bannað að tjalda á Akureyri Einstaklingum á aldrinum 18 til 23 ára verður bannað að tjalda á Akureyri um verslunarmannahelgina. Í tilkynningu frá Akureyrarbæ kemur fram að fjölskyldufólk á „öllum aldri" verði í forgangi þegar kemur að því að tjalda á tjaldsvæðum bæjarins. 31.7.2007 12:00
Umferðaróhapp við Hádegismóa Umferðaróhapp varð á Suðurlandsvegi við Hádegismóa á tólfta tímanum í dag. Slysið varð með þeim hætti að kranabóma á vörubíl rakst upp í brú. Við það féll bóman ofan á framrúðu á bíl sem keyrði á eftir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður bifreiðarinnar fluttur á bráðamóttöku Landspítala-Háskólasjúkrahúss með minniháttar höfuðáverka. 31.7.2007 11:39
Eiríkur K. Gissurarson er efsti nýliðinn á lista yfir hina ríku Eiríkur Kristján Gissurarson er í fjórða sæti yfir gjaldahæstu menn í Reykjavík. Hann hefur ekki verið á þessum lista áður. Eiríkur greiðir rúmar 106 milljónir króna í opinber gjöld. 31.7.2007 11:07
Björgólfur Thor ekki á meðal þeirra 20 tekjuhæstu Ríkasti Íslendingurinn, Björgólfur Thor Björgólfsson, er ekki á meðal hæstu greiðenda opinberra gjalda á Íslandi. Eignir Björgólfs eru metnar vel á þriðja hundruð milljarða íslenskra króna. 31.7.2007 10:45
Forstjóri Eimskips gjaldahæstur á Reykjanesi Baldur Örn Guðnason, forstjóri Eimskips, er sá einstaklingur á Reykjanesi sem greiðir hæstu opinberu gjöldin samkvæmt upplýsingum frá skattstjóranum í Reykjanesumdæmi, en Baldur greiðir rúma 121 milljón króna. Í öðru sæti er Páll Breiðdal Samúelsson, fyrrverandi stjórnarformaður Toyota, með rúmar 104 milljónir og Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis er í þriðja sæti. 31.7.2007 10:45
Jakob Valgeir Flosason greiðir hæstu gjöldin á Vestfjörðum Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður í Bolungarvík, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjóra Vestfjarðaumdæmis samkvæmt álagningarskrá sem birt var í morgun. Jakob Valgeir greiðir rúmar 34,4 milljónir króna en Sigurður Guðjónsson, Þingeyri greiðir tæpar 28,4 milljónir króna. Einar Guðmundsson, Bolungarvík, greiðir rúmar 24 milljónir króna. 31.7.2007 10:17
Verðbólga yfir hundrað þúsund prósent í Zimbabwe í árslok Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í dag að verðbólga í Zimbabwe, á ársgrundvelli, gæti náð hundrað þúsund prósentum í lok þessa árs. Þetta fullyrðir Abdoulaye Bio Tchane, yfirmaður afrískra þróunarmála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Til þess að takast á við verðbólguna í landinu ætlar seðlabankinn í Zimbabwe sér að gefa út nýjan peningaseðil, sem verður tvöfalt hærri að verðgildi en sá hæsti sem nú er í umferð. 31.7.2007 09:55
Magnús Kristinsson er skattakóngur í Vestmannaeyjum Álagningu opinberra gjalda á einstaklinga í Vestmannaeyjum árið 2007 er lokið. Samtals nema álögð gjöld hátt í kr. 2.300 milljónir á 3178 gjaldendur, auk kr. 592.203 á 68 börn., og nemur hækkunin 5,64 % frá fyrra ári. Magnús Kristinsson er skattakóngur Vestmannaeyja þetta árið og greiðir hann rúmar 32 milljónir í opinber gjöld. Ríflega fjórfalt meira en næsti maður á eftir honum. 31.7.2007 09:12
Fylgst með stærð áfengra drykkja á Skotlandi Opinberir eftirlitsmenn fylgjast nú með stærð drykkja á veitingahúsum og hótelum á Skotlandi. Tveggja vikna átak stendur nú yfir til að tryggja að skammtastærðir séu réttar, en brögð hafa verið að því að vertar snuði viðskiptavini sína. Í sambærilegri könnun á síðasta ári mældu eftirlitsmennirnir 343 drykki, og reyndist tæpur helmingur þeirra of lítill. 31.7.2007 08:09
Geymdi lík fjögurra fyrirbura á heimili sínu Líkamsleifar fjögurra fyrirbura fundust í plastpokum á heimili 37 ára gamallar konu í Maryland fylki í Bandaríkjunum í gær. Konan var flutt á spítala með miklar blæðingar og krampa, og komust læknar að því að hún hefði verið ófrísk. Því var leitað á heimili hennar. Þar fannst lík nýjasta barnsins vafið í teppi. Tvö önnur fundust svo í plastpoka í kistli í svefnherbergi konunnar. Stuttu seinna fannst það fjórða í húsbíl hennar. Öll barnanna voru fyrirburar, en ekki er vitað hvernig þau létust. Fyrir á konan fjögur önnur börn á unglingsaldri. 31.7.2007 08:08
Farsímar notaðir til að lýsa skurðaðgerð Skurðlæknar í Argentínu notuðu ljós frá farsímaskjám til að lýsa skurðstofu, þegar þeir þurftu að fjarlægja botnlanga sjúklings í rafmagnsleysi á laugardaginn.Hinn 29 ára Leonadro Molina lá á skurðarborðinu þegar rafmagnið fór af Policlinico spítalanum í Villa Mercedes. Ættingi mannsins safnaði saman farsímum nærstaddra notaði þá til að lýsa skurðarborðið. Rafmagnið komst á klukkutíma síðar, og var deyfingin þá að hverfa úr líkama mannsins. 31.7.2007 08:05
Danir kalla hermenn sína heim frá Írak Danski herinn mun kalla hermenn sína heim frá Írak á morgun og þar með lýkur þátttöku Dana í hernaðaraðgerðum þar í landi. Breskur her mun taka yfir það svæði sem Danirnir hafa haft umsjón með. Þetta kemur fram á danska fréttavefnum tv2.dk. 30.7.2007 23:24
Vopnum smyglað á Gaza-svæðið í gegnum göng Egypski herinn fann um helgina nokkur hundruð metra löng göng í bænum Rafah í Egyptalandi sem talið er að hafi verið notuð til að smygla vopnum inn á Gaza-ströndina. Inngangurinn að göngunum var falinn inni í svefnherbergisskáp. 30.7.2007 21:54
Deilt um vegaframkvæmdir í Póllandi Innan Evrópusambandsins er íhugað að leggja lögbann við vegaframkvæmdir í Póllandi sem ógnað gætu friðuðu lífríki. Vegurinn sem á að tengja borgirnar Varsjá og Helsingi liggur í gegnum Rospuda-dalinn - mólendi þar sem fágætar plöntur og dýr þrífast. 30.7.2007 21:00
Mynbandsupptaka af suður-kóreskum gíslum birt Al Jazeera sjónvarpsstöðin birti í dag myndbandsupptöku af nokkrum suður-kóreskum gíslum sem eru í haldi talibanskra mannræningja. Myndirnar sýna að minnsta kosti sjö af þeim konum sem rænt var fyrir 11 dögum og hermenn í bakgrunni. Al Jazeera sjónvarpsstöðin segir myndbandið ekki tekið upp í Afghanistan. 30.7.2007 20:43
Ást og afbrýði Þjóðin er harmi slegin eftir óhugnalegt morð um hádegisbilið í Reykjavík í gær. Það er algengara en fólk almennt telur að morðingi og fórnarlamb tengist - og eins að ástríða og afbrýðisemi valdi hörmulegum atburðum sem þessum. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur settist hjá Sölva í Íslandi í dag. 30.7.2007 20:14
Myspace heimasíða tileinkuð látnum Á MyDeathspace.com hefur verið útbúin heimasíða sem minnir um margt á kirkjugarð. Þar er að finna tengingu inn á 2500 Myspace-síður látinna einstaklinga og hefur síðunni verið líkt við minningargreinar dagblaða. Þar fást upplýsingar um einstaklingana sem oftast hafa látið lífið fyrir aldur fram. Sagt er frá nafni, aldri sem og dánarorsök. 30.7.2007 19:43
Íranar beittir þrýstingi Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands og George Bush forseti Bandaríkjanna telja mikilvægt að beita Írana þrýstingi til að koma í veg fyrir frekari kjarnorkuáætlanir þeirra. Þetta kom fram á blaðamannafundi þeirra í Camp Davíd í Bandaríkjunum í dag. 30.7.2007 19:30
17 fíkniefnahundar sinna fíkniefnaeftirliti um verslunarmannahelgina Aron, Týri og Asi eru meðal sautján fíkniefnahunda sem munu aðstoða lögregluna og tollgæsluna í sameiginlegu fíkniefnaeftirliti um Verslunarmannahelgina. Sighvatur Jónsson prófaði að fela á sér fíkniefni í nágrenni við hundana í dag - sjáðu hvernig það gekk, með því að spila innslagið. 30.7.2007 19:27
Dyraverðir sáu ekki árásina á Kaffi Sólon Árásin tengist staðnum ekki neitt, þar sem stúlkurnar voru ekki í biðröð inná Kaffi Sólon, segir yfirdyravörður skemmtistaðarins um hrottafengna líkamsárás aðfaranótt sunnudags, þar sem bútur af eyra var bitinn af konu. Móðir konunnar segir sjónarvott sem skakkaði leikinn hafa bjargað lífi dóttur sinnar. Lögregla hefur beðið aðstandendur afsökunar á seinagangi rannsóknar málsins. 30.7.2007 19:12
Hernaðarandstæðingar ósáttir við lágflug Samtök hernaðarandstæðinga eru ekki ánægð með að herþotur á vegum Atlantshafsbandalagsins fái að fljúga lágflug yfir hálendinu í tvær klukkustundir í senn dagana fjórtánda og fimmtánda ágúst. Framkvæmdastjóri Íshesta segir að litlu hafi mátt muna að stórslys yrði fyrir nokkrum árum vegna slíks flugs. Formleg umsókn vegna lágflugs hefur borist samgönguráðuneytinu. 30.7.2007 19:02
Sjóstöngin vinsæl fyrir vestan Ferðaþjónusta tengd sjóstangaveiði hefur stóraukist á Vestfjörðum og menn sjá mikla möguleika í skemmtisiglingum. Á annað þúsund manns hafa komið á sjóstöng á Flateyri og Suðureyri það sem af er sumri. Þetta er tvöfaldur íbúafjöldinn í þessum tveimur sjávarplássum. 30.7.2007 18:52
Dönsk yfirvöld gagnrýnd fyrir að bjóða Íraka sem giftur er tveimur konum landvistarleyfi Danski þjóðarflokkurinn hefur harkalega gagnrýnt útlendingayfirvöld í Danmörku fyrir að bjóða íröskum túlki sem giftur er tveimur konum landvistarleyfi. Hann krefst þess að túlkurinn skilji við aðra þeirra eða honum verði vísað úr landi vegna fjölkvænisins. 30.7.2007 18:51
Bergman leikstýrði yfir sextíu kvikmyndum Sænski kvikmyndaleiksstjórinn Ingmar Bergman lést í morgun á heimili sínu í Faro í Svíþjóð, 89 að aldri. Bergman leikstýrði yfir sextíu kvikmyndum yfir ævina og hlaut óskarsverðlaunin fyrir þrjár myndir. 30.7.2007 18:43
Það getur hent alla að lenda í aðstæðum sem þeir ráða ekki við Lögregla rannsakar aðdraganda voðaverkanna í gær þegar maður skaut annan til bana og svifti sig síðan lífi. Sérfræðingur í áfallahjálp segir að það geti hent alla á lífsleiðinni að lenda í aðstæðum sem þeir ráði ekki við, en þá sé mjög mikilvægt að þeim einstaklingum sé veitt aðstoð. 30.7.2007 18:40
Afleitt gsm samband skapar hættu í Dalabyggð Gunnólfur Lárusson, sveitastjóri Dalabyggð, segir að afleitt gsm-samband í Dölunum sé til skammar en sveitirnar í nágrenni Búðardals eru flestar utan slíkrar þjónustu. Sveitarstjórinn segir að fólk sem lendi í slysum á þjóðvegunum þar í sveit verði að treysta á guð og lukkuna. 30.7.2007 18:35
Mannræningjar hafa tekið einn af lífi Talíbanskir mannræningjar sem hafa haft 22 suður Kóreumenn í haldi tóku einn þeirra af lífi að því er fréttastofan Reuters greinir frá. 30.7.2007 18:35
Lýst eftir vitnum að skemmdum á bensíndælu Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir vitnum að skemmdum sem urðu á bensíndælu hjá N1 í Grindavík aðfaranótt sunnudags. Óþekktur aðili var að dæla bensíni en ók á brott án þess að taka slöngu bensíndælunnar úr bensíntanki bifreiðarinnar. Af þessu hlutust nokkrar skemmdir. 30.7.2007 18:33
Ætluðu að stöðva óprúttna viðskiptavini en urðu fyrir líkamsárás Starfsmaður veitingahúss var sleginn í andlitið um helgina þegar hann hugðist stöðva viðskiptavini sem ætluðu að stinga af frá ógreiddum reikningi. Starfsmaður verslunar fékk svipaða útreið þegar hann ætlaði að koma í veg fyrir þjófnað. 30.7.2007 18:15