Fleiri fréttir Dómur mildaður yfir fyrrverandi ráðherra í Víetnam Áfrýjunardómstóll í Víetnam hefur mildað refsingu yfir fyrrverandi aðstoðarviðskiptaráðherra landsins, Mai Van Du. Van Du var upprunalega dæmdur til 14 ára fangelsisvistar fyrir að þiggja mútur. Áfrýjunardómstóllinn stytti þann dóm niður í 12 ár. 20.6.2007 13:05 Mikið um eiturlyfjaakstur í Skagafirði Lögreglan á Sauðárkróki hafði í nógu að snúast vegna fíkniefna- og umferðarlagabrota um og eftir helgi. Fimm mál hafa komið upp síðan á föstudag þar sem fólk hefur verið tekið fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna á ýmsum farartækjum. 20.6.2007 12:54 Reyndi að skjóta bíl undan nauðungarsölu Lögreglan á Sauðrákróki handtók á föstudaginn mann vegna vörubíls sem hann hafði skotið undan nauðungarsölu. 20.6.2007 12:40 Faðir Madeleine rændur Gerry McCann, faðir Madeleine McCann sem rænt var í Portúgal í maí, var rændur í London. Hann fór til London til að funda um áframhaldandi leit að dóttur sinni. Þegar hann var nýkominn var veskinu hans rænt, sem varð til þess að hann mætti of seint á fundina. 20.6.2007 12:38 Formúlubíll í Smáralind Formúluökumaðurinn Nico Rosberg kemur til Íslands þann 26.júní og mun spyrna Williams keppnisbíl sínum á bílaplaninu við Smáralind. 20.6.2007 12:20 Eiturlyfjasalar á Landspítalanum Sjúkrahússyfirvöld hafa engin tök á að stöðva eiturlyfjasölu inni á Landspítala háskólasjúkrahúsi, að mati lækningaforstjóra spítalans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú lát konu á þrítugsaldri á Landspítalanum í fyrrinótt. 20.6.2007 12:06 Landhelgisbrjótur á Ísafjarðardjúpi Landhelgisgæslan stóð skipstjóra á tíu tonna línubát að ólöglegum veiðum við mynni Ísafjarðardjúps á lokuðu hafsvæði um hádegið í gær. Afar sjaldgæft er að menn brjóti lokanir Hafrannsóknarstofnunar með þessum hætti. 20.6.2007 12:02 Oddvitar Árborgar ósáttir við Miðbæjarfélagið Oddvitar meirihlutans í bæjarstjórn Árborgar eru ósátt við auglýsingu Miðbæjarfélagsins vegna fundar sem félagið stendur að um skipulag á Selfossi. Í auglýsingunni eru oddvitarnir kynntir til leiks sem frummælendur á fundinum. Þeir hafi hins vegar aldrei verið beðnir um að mæta á fundinn og gera því alvarlegar athugasemdir við fyrirkomulag og boðun fundarins og ætla ekki að mæta. 20.6.2007 12:01 Bæjarstjórinn kominn út úr skápnum Talsmaður Sólar í Straumi segir bæjarstjórann í Hafnarfirði kominn út úr skápnum með stuðningi sínum við að álverið í Straumsvík geti mögulega stækkað t.d. með byggingu á landfyllingu. Hann segir kosningarnar í vetur ekki hafa snúist um skipulag lóðar álversins, heldur öll þau áhrif sem stækkað álver hefði á fjölmörgum sviðum. 20.6.2007 12:00 Velferðarsvið segist vinna markvisst að málefnum aldraðra Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er, að fregnum af því að ekki hafi verið brugðist við hjálparbeiðni vegna aldraðra hjóna fyrr en sex dögum eftir að beiðnin var upphaflega lögð fram, sé tekið alvarlega. Velferðarsvið leggi metnað sinn í að veita öldruðum jafnt og öðrum borgarbúum góða þjónustu. 20.6.2007 11:51 Kornabarn finnst skammt frá heimili barnshafandi konu sem er saknað Nýfætt stúlkubarn fannst á tröppum við hús í aðeins 70 km fjarlægð frá heimili barnshafandi konu sem hefur verið saknað síðan síðastliðinn miðvikudag í Ohio. Læknar staðfesta að barnið hafi fæðst innan við 24 tímum áður en það fannst og hafði naflastrengurinn ekki verið fjarlægður. 20.6.2007 11:41 ESA leitar að sjálfboðaliðum í sýndargeimferð Evrópska geimferðastofnunin er að leita að sjálfboðaliðum til þess að taka þátt í sýndarferð til Mars. Í tilrauninni munu sex manns eyða 17 mánuðum lokuð inni í stórum einangrunarklefa. 20.6.2007 11:35 Ákærðar fyrir manndráp Tveimur hjúkrunarfræðingum, á Minningarsjúkrahúsinu í New Orleans hefur verið boðið friðhelgi gegn því að vitna fyrir sérstökum kviðdómi. Konurnar voru taldar bera ábyrgð á láti fjögurra sjúklinga sem voru lagðir inn eftir fellibylinn Katrínu, 20.6.2007 11:34 Norrænir ráðherrar leggja á ráðin um varnir gegn kynferðisglæpamönnum á Netinu Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra hitti norræna kollega sína í Koli í Finnlandi í dag. Málefni tengd vernd barna og efni refsireglna í því skyni voru helsta umræðuefnið á fundinum. Sérstaklega var rætt um leiðir til að hindra, að netið sé notað til að lokka börn til kynferðislegs sambands og hvernig unnt sé að bregðast við hættum af þessum toga með refsireglum. 20.6.2007 11:17 Aftur dæmdur í lífstíðarfangelsi James Kopp, 52 ára bandaríkjamaður hefur verið dæmdur í annað lífstíðarangelsi. Kopp var upprunalega dæmdur fyrir að myrða fóstureyðingalæknirinn Barnett Sepian með skytturiffli árið 1998. Nú hefur alríkisdómstóll dæmt hann aftur í lífstíðarfangelsi, fyrir sama glæp en á öðrum forsendum. 20.6.2007 10:52 Alvarlega slasaður eftir vélhjólaslys í Vestmannaeyjum Ökumaður vélhjóls liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild eftir að hann féll af hjóli sínu á Höfðavegi í Vestmannaeyjum laust fyrir miðnætti. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum var maðurinn, sem er á þrítugsaldri, aftastur hópi vélhjólamanna sem voru á leið frá Stórhöfða. 20.6.2007 10:43 Stjórnvöld setja stéttarfélögum úrslitakost Yfirvöld í Suður-Afríku hafa sett opinberum starfsmönnum úrslitakost en þeir eru nú í verkfalli sem hefur enst í þrjár vikur. Stéttarfélög hafa til klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma til þess að taka tilboði stjórnvalda. Tilboðið hljómar upp á 7,5 prósent launahækkun og hækkun á húsnæðisbótum. 20.6.2007 10:39 Bolvíkingar vilja skoða olíuhreinsunarstöðvar Bæjarráð Bolungarvíkur lýsti í gær yfir vonbrigðum með vinnubrögð við skipulagningu kynnisferðar til olíuhreinsunarstöðva í Hollandi og Þýskalandi. 20.6.2007 10:32 Borgarstjóri búinn að landa einum urriða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur veitt einn urriða í Elliðaánum í morgun en hann opnaði árnar formlega klukkan sjö. Hefð er fyrir því borgarstjórinn í Reykjavík opni árnar ásamt forkólfum Orkuveitunnar og höfðu þeir landað að minnsta kosti tveimur urriðum þegar síðast fréttist. 20.6.2007 10:21 Ísraelar taka á móti flóttamönnum frá Gasa Stjórnvöld í Ísrael hafa ákveðið að leyfa flóttamönnum frá Palestínu að koma til Ísraels af mannúðarástæðum. Hundruð manns hafa beðið í göngum við landamæri ísrael frá því í síðustu viku þegar Hamas tóku völd á Gasa. Um sex hundruð Gasabúar sem margir eru í alvarlegu ástandi hafast við í löngum rykugum göngum við suðurhluta landamæranna. 20.6.2007 10:14 Tölvuleikur um James Bulger bannaður Hætt hefur verið við útgáfu á leik, sem meðal annars gekk út á það að rannsaka ránið á James litla Bulger sem var rænt úr verslunarmiðstöð árið 1993. Bulger var tveggja ára þegar honum var rænt af tveimur tíu ára drengjum sem börðu hann svo til bana og skildu hann eftir á lestarteinum skammt frá. 20.6.2007 10:04 Markmið um menntun fyrir öll börn fyrir 2015 næst ekki Þúsaldarmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um menntun fyrir öll heimsins börn fyrir árið 2015 næst ekki að óbreyttu, að mati Barnaheilla. Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children vara við því í nýrri skýrslu samtakanna að þjóðir heimsins verði að herða róðurinn ætli þær sér að ná markmiðinu. 20.6.2007 10:03 Fjármálastjóri Hvíta hússins segir af sér Rob Portman, fjármálastjóri Hvíta hússins, hefur sagt af sér og hefur Bush Bandaríkjaforseti skipað Jim Nussle, fyrrum þingmann Iowa, í hans stað. 19.6.2007 22:08 Þjóðarátak gegn vændi Þjóðarátak þarf gegn vændi og mansali á Íslandi, bæði af hálfu stjórnvalda og almennings. Þetta er skoðun Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns og borgarfulltrúa, sem raunar lét af því embætti í dag. 19.6.2007 20:06 Nýtt fjögurra stjörnu hótel í miðborg Reykjavíkur Nýtt fjögurra stjörnu hótel mun rísa í Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur þar sem Iðnaðarbankinn var áður til húsa. Samningur um byggingu hótelsins var undirritaður á þaki hússins í dag. 19.6.2007 19:48 Ráðherra íhugar lög um kynjakvóta Konur reikna með að konur sætti sig við lægri laun en karlar og konur bjóða körlum hærri laun en konum. Þetta er meðal þess sem viðamikil rannsókn á launamun kynjanna leiðir í ljós. 19.6.2007 19:43 Ráðstefna um ábyrga fiskveiðistjórnun Sendiráð Íslands í London stóð í samvinnu við Landssamband íslenskra útvegsmanna fyrir ráðstefnu um ábyrga fiskveiðistjórnun. Ráðstefnan fór fram í byrjun júní. Markmið hennar var að kynna íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið og ástand fiskistofna við Íslandsstrendur fyrir breskum innflytjendum og seljendum íslenskra sjávarafurða. 19.6.2007 19:29 Jarðgöng undir Óshlíð boðin út Vegagerðin hefur hafið útboðsferli Óshlíðarganga en stefnt er að því að umferð verði hleypt á þau eftir þrjú ár. 19.6.2007 19:16 Alcan skoðar Keilisnes Ráðamenn Alcan í Straumsvík hafa fundað með sveitarfélaginu Vogum um hvort Keilisnes standi enn til boða undir álver. Bæjarstjórn hefur í framhaldinu boðað til borgarafundar í Vogum annaðkvöld til að heyra sjónarmið íbúanna til málsins. 19.6.2007 19:09 Umfjöllun RÚV um Jónínu Bjartmarz alvarlegt brot á siðareglum Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur kveðið upp þann úrskurð að Ríkisútvarpið og fréttamaður þess, Helgi Seljan, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun sinni um Jónínu Bjartmarz, þáverandi umhverfisráðherra, og um veitingu ríkisborgararéttar til sambýliskonu sonar hennar. 19.6.2007 19:05 Hringurinn gaf barnaspítalanum 50 milljónir Barnaspítali Hringsins sló upp mikilli veislu í dag á 50 ára afmæli sínu. Hringskonur færðu spítalanum 50 milljónir króna í afmælisgjöf. 19.6.2007 18:59 Kvennaliðið á uppleið, karlaliðið á niðurleið Kvennalandsliðið í knattspyrnu undirbýr sig af krafti fyrir leik gegn Serburm. Stelpurnar mættu fullar af orku á æfingu á sjálfan kvenréttindadaginn. 19.6.2007 18:56 750 manna byggð Fleiri umsóknir hafa borist í íbúðir á nýja háskólasvæðinu á varnarsvæðinu en til stóð að ráðstafa í haust. Undir lok ágúst mun 750 manna samfélag verða þar til á skömmum tíma og er það væntanlega fordæmalaust dæmi um tilflutninga íslendinga án þess að hamfarir komi til. 19.6.2007 18:43 Kastljós sendir frá sér athugasemdir vegna úrskurðar siðanefndar Kastljós hefur sent frá sér athugasemdir vegna úrskurðar Siðanefndar fyrr í dag og fara þær hér á eftir: Siðanefnd Blaðamannafélagsins sendi frá sér úrskurð í dag þar sem hún kemst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Kastljóss um veitingu ríkisborgararéttar til unnustu sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra hafi verið 19.6.2007 17:19 Jafnréttisskóli í burðarliðnum Tillaga frá borgarfulltrúum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um undirbúning að stofnun Jafnréttisskóla var samþykkt samhljóða í borgarstjórn í dag, 19. maí. Í tillögunni segir að borgarstjórn Reykjavíkur samþykki að setja á stofn samráðshóp sem hafi það verkefni að kanna kosti þess að stofna Jafnréttisskóla. 19.6.2007 16:36 Bandaríkin og Ísrael lofa Abbas aðstoð George Bush, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hjálpa Mahmoud Abbas, ásamt Ísrael, í baráttunni gegn Hamas samtökunum sem nú stjórna Gaza svæðinu. „Við vonumst til að Abbas verði styrktur svo að hann geti leitt Palestínu í aðra átt," sagði Bush í byrjun fundar með forsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert. 19.6.2007 16:20 Hæstiréttur í Kúveit breytir dauðadómi Hæstiréttur í Kúveit hefur breytt dauðadómi, yfir fjórum málaliðum sem tengdir eru Al Quaeda, í lífstíðardóm. Um leið voru staðfestir lífstíðardómar yfir tveimur öðrum mönnum sem tengdir eru Al Qaeda. 19.6.2007 15:28 Samfylkingin skipar talsmenn Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur skipað talsmenn í einstökum málaflokkum. Flokkurinn segir þetta vera nýmæli sem miði að því stuðla að markvissum málflutningi Samfylkingarinnar í öllum málaflokkum. 19.6.2007 15:21 Ástand bílstjóranna stöðugt að sögn læknis Bílstjórarnir sem lentu í árekstri í Hörgárdal eftir hádegið í dag eru ekki i lífshættu. Bílstjórarnir, tvær konur, voru fluttar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri með sjúkrabíl. Önnur þeirra hefur verið lögð inn til frekari rannsókna. Ekki var búið að taka ákvörðun um hvort hin konan yrði lögð inn. 19.6.2007 15:06 Hlaut verðlaun fyrir uppfinningu sína Þuríður Guðmundsdóttir, grasalæknir og ilmolíufræðingur, hlaut nýlega árleg verðlaun European Union Women Inventors & Innovators Network AWARDS (EUWIIN). Þrjátíu og fimm verðlaun eru veitt konum víðs vegar að úr Evrópu í fimm flokkum, fyrir vísindi, tækni, hönnun, margmiðlun og heilsu. Fjórar konur voru tilnefndir frá Íslandi. 19.6.2007 14:47 Aðalstign Salman Rushdies vekur hörð mótmæli Mikil alda mótmæla hefur riðið yfir Pakistan í kjölfar þess að rithöfundurinn Salman Rushdie var sæmdur aðalsnafnbót. Ráðherra trúmála í ríkisstjórn Pakistans hefur sagt að ákvörðunin auki hættuna á sjálfsvígsárásum þar sem múslimar séu á þeirri skoðun að Rushdie hafi móðgað Íslam. 19.6.2007 14:33 Bleiku steinarnir afhentir þingmönnum NV kjördæmis Bleiku steinarnir, hvatningarverðlaun Femístafélags Íslands, voru afhentir á Austurvelli í morgun. Að þessu sinni voru steinarnir afhentir þingmönnum Norðvesturkjördæmis, en ástæðan fyrir valinu er sú að engin kona situr nú á þingi fyrir kjördæmið. 19.6.2007 14:25 Hálendiskort vegagerðarinnar Kjalvegur og Uxahryggjaleið eru færir umferð en Kaldidalur er ófær. Sprengjusandsleið er ennþá lokuð og Fjallabaksleiðir nyrðri og syðri eru ófærar. Leiðin í Herðubreiðalindir og í Öskju hafa verið opnaðar. 19.6.2007 14:08 Ritstjóraskipti á Vísi með haustinu Ritstjóraskipti verða á Vísi með haustinu þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson verður ritstjóri Vísis og Þórir Guðmundsson tekur við starfi varafréttastjóra Stöðvar tvö. 19.6.2007 14:00 Atlantis yfirgefur geimstöðina Bein útsendingu var frá brottför Atlantis af Alþjóðlegu geimstöðinni á Vísi.is í dag. Flugstjóri á Atlantis er Rick Sturckow. Áhöfnin fékk nýlega nýjan meðlim, Clayton Anderson, sem er flugvirki og leysir af Suni Williams. 19.6.2007 13:56 Sjá næstu 50 fréttir
Dómur mildaður yfir fyrrverandi ráðherra í Víetnam Áfrýjunardómstóll í Víetnam hefur mildað refsingu yfir fyrrverandi aðstoðarviðskiptaráðherra landsins, Mai Van Du. Van Du var upprunalega dæmdur til 14 ára fangelsisvistar fyrir að þiggja mútur. Áfrýjunardómstóllinn stytti þann dóm niður í 12 ár. 20.6.2007 13:05
Mikið um eiturlyfjaakstur í Skagafirði Lögreglan á Sauðárkróki hafði í nógu að snúast vegna fíkniefna- og umferðarlagabrota um og eftir helgi. Fimm mál hafa komið upp síðan á föstudag þar sem fólk hefur verið tekið fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna á ýmsum farartækjum. 20.6.2007 12:54
Reyndi að skjóta bíl undan nauðungarsölu Lögreglan á Sauðrákróki handtók á föstudaginn mann vegna vörubíls sem hann hafði skotið undan nauðungarsölu. 20.6.2007 12:40
Faðir Madeleine rændur Gerry McCann, faðir Madeleine McCann sem rænt var í Portúgal í maí, var rændur í London. Hann fór til London til að funda um áframhaldandi leit að dóttur sinni. Þegar hann var nýkominn var veskinu hans rænt, sem varð til þess að hann mætti of seint á fundina. 20.6.2007 12:38
Formúlubíll í Smáralind Formúluökumaðurinn Nico Rosberg kemur til Íslands þann 26.júní og mun spyrna Williams keppnisbíl sínum á bílaplaninu við Smáralind. 20.6.2007 12:20
Eiturlyfjasalar á Landspítalanum Sjúkrahússyfirvöld hafa engin tök á að stöðva eiturlyfjasölu inni á Landspítala háskólasjúkrahúsi, að mati lækningaforstjóra spítalans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú lát konu á þrítugsaldri á Landspítalanum í fyrrinótt. 20.6.2007 12:06
Landhelgisbrjótur á Ísafjarðardjúpi Landhelgisgæslan stóð skipstjóra á tíu tonna línubát að ólöglegum veiðum við mynni Ísafjarðardjúps á lokuðu hafsvæði um hádegið í gær. Afar sjaldgæft er að menn brjóti lokanir Hafrannsóknarstofnunar með þessum hætti. 20.6.2007 12:02
Oddvitar Árborgar ósáttir við Miðbæjarfélagið Oddvitar meirihlutans í bæjarstjórn Árborgar eru ósátt við auglýsingu Miðbæjarfélagsins vegna fundar sem félagið stendur að um skipulag á Selfossi. Í auglýsingunni eru oddvitarnir kynntir til leiks sem frummælendur á fundinum. Þeir hafi hins vegar aldrei verið beðnir um að mæta á fundinn og gera því alvarlegar athugasemdir við fyrirkomulag og boðun fundarins og ætla ekki að mæta. 20.6.2007 12:01
Bæjarstjórinn kominn út úr skápnum Talsmaður Sólar í Straumi segir bæjarstjórann í Hafnarfirði kominn út úr skápnum með stuðningi sínum við að álverið í Straumsvík geti mögulega stækkað t.d. með byggingu á landfyllingu. Hann segir kosningarnar í vetur ekki hafa snúist um skipulag lóðar álversins, heldur öll þau áhrif sem stækkað álver hefði á fjölmörgum sviðum. 20.6.2007 12:00
Velferðarsvið segist vinna markvisst að málefnum aldraðra Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er, að fregnum af því að ekki hafi verið brugðist við hjálparbeiðni vegna aldraðra hjóna fyrr en sex dögum eftir að beiðnin var upphaflega lögð fram, sé tekið alvarlega. Velferðarsvið leggi metnað sinn í að veita öldruðum jafnt og öðrum borgarbúum góða þjónustu. 20.6.2007 11:51
Kornabarn finnst skammt frá heimili barnshafandi konu sem er saknað Nýfætt stúlkubarn fannst á tröppum við hús í aðeins 70 km fjarlægð frá heimili barnshafandi konu sem hefur verið saknað síðan síðastliðinn miðvikudag í Ohio. Læknar staðfesta að barnið hafi fæðst innan við 24 tímum áður en það fannst og hafði naflastrengurinn ekki verið fjarlægður. 20.6.2007 11:41
ESA leitar að sjálfboðaliðum í sýndargeimferð Evrópska geimferðastofnunin er að leita að sjálfboðaliðum til þess að taka þátt í sýndarferð til Mars. Í tilrauninni munu sex manns eyða 17 mánuðum lokuð inni í stórum einangrunarklefa. 20.6.2007 11:35
Ákærðar fyrir manndráp Tveimur hjúkrunarfræðingum, á Minningarsjúkrahúsinu í New Orleans hefur verið boðið friðhelgi gegn því að vitna fyrir sérstökum kviðdómi. Konurnar voru taldar bera ábyrgð á láti fjögurra sjúklinga sem voru lagðir inn eftir fellibylinn Katrínu, 20.6.2007 11:34
Norrænir ráðherrar leggja á ráðin um varnir gegn kynferðisglæpamönnum á Netinu Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra hitti norræna kollega sína í Koli í Finnlandi í dag. Málefni tengd vernd barna og efni refsireglna í því skyni voru helsta umræðuefnið á fundinum. Sérstaklega var rætt um leiðir til að hindra, að netið sé notað til að lokka börn til kynferðislegs sambands og hvernig unnt sé að bregðast við hættum af þessum toga með refsireglum. 20.6.2007 11:17
Aftur dæmdur í lífstíðarfangelsi James Kopp, 52 ára bandaríkjamaður hefur verið dæmdur í annað lífstíðarangelsi. Kopp var upprunalega dæmdur fyrir að myrða fóstureyðingalæknirinn Barnett Sepian með skytturiffli árið 1998. Nú hefur alríkisdómstóll dæmt hann aftur í lífstíðarfangelsi, fyrir sama glæp en á öðrum forsendum. 20.6.2007 10:52
Alvarlega slasaður eftir vélhjólaslys í Vestmannaeyjum Ökumaður vélhjóls liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild eftir að hann féll af hjóli sínu á Höfðavegi í Vestmannaeyjum laust fyrir miðnætti. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum var maðurinn, sem er á þrítugsaldri, aftastur hópi vélhjólamanna sem voru á leið frá Stórhöfða. 20.6.2007 10:43
Stjórnvöld setja stéttarfélögum úrslitakost Yfirvöld í Suður-Afríku hafa sett opinberum starfsmönnum úrslitakost en þeir eru nú í verkfalli sem hefur enst í þrjár vikur. Stéttarfélög hafa til klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma til þess að taka tilboði stjórnvalda. Tilboðið hljómar upp á 7,5 prósent launahækkun og hækkun á húsnæðisbótum. 20.6.2007 10:39
Bolvíkingar vilja skoða olíuhreinsunarstöðvar Bæjarráð Bolungarvíkur lýsti í gær yfir vonbrigðum með vinnubrögð við skipulagningu kynnisferðar til olíuhreinsunarstöðva í Hollandi og Þýskalandi. 20.6.2007 10:32
Borgarstjóri búinn að landa einum urriða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur veitt einn urriða í Elliðaánum í morgun en hann opnaði árnar formlega klukkan sjö. Hefð er fyrir því borgarstjórinn í Reykjavík opni árnar ásamt forkólfum Orkuveitunnar og höfðu þeir landað að minnsta kosti tveimur urriðum þegar síðast fréttist. 20.6.2007 10:21
Ísraelar taka á móti flóttamönnum frá Gasa Stjórnvöld í Ísrael hafa ákveðið að leyfa flóttamönnum frá Palestínu að koma til Ísraels af mannúðarástæðum. Hundruð manns hafa beðið í göngum við landamæri ísrael frá því í síðustu viku þegar Hamas tóku völd á Gasa. Um sex hundruð Gasabúar sem margir eru í alvarlegu ástandi hafast við í löngum rykugum göngum við suðurhluta landamæranna. 20.6.2007 10:14
Tölvuleikur um James Bulger bannaður Hætt hefur verið við útgáfu á leik, sem meðal annars gekk út á það að rannsaka ránið á James litla Bulger sem var rænt úr verslunarmiðstöð árið 1993. Bulger var tveggja ára þegar honum var rænt af tveimur tíu ára drengjum sem börðu hann svo til bana og skildu hann eftir á lestarteinum skammt frá. 20.6.2007 10:04
Markmið um menntun fyrir öll börn fyrir 2015 næst ekki Þúsaldarmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um menntun fyrir öll heimsins börn fyrir árið 2015 næst ekki að óbreyttu, að mati Barnaheilla. Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children vara við því í nýrri skýrslu samtakanna að þjóðir heimsins verði að herða róðurinn ætli þær sér að ná markmiðinu. 20.6.2007 10:03
Fjármálastjóri Hvíta hússins segir af sér Rob Portman, fjármálastjóri Hvíta hússins, hefur sagt af sér og hefur Bush Bandaríkjaforseti skipað Jim Nussle, fyrrum þingmann Iowa, í hans stað. 19.6.2007 22:08
Þjóðarátak gegn vændi Þjóðarátak þarf gegn vændi og mansali á Íslandi, bæði af hálfu stjórnvalda og almennings. Þetta er skoðun Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns og borgarfulltrúa, sem raunar lét af því embætti í dag. 19.6.2007 20:06
Nýtt fjögurra stjörnu hótel í miðborg Reykjavíkur Nýtt fjögurra stjörnu hótel mun rísa í Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur þar sem Iðnaðarbankinn var áður til húsa. Samningur um byggingu hótelsins var undirritaður á þaki hússins í dag. 19.6.2007 19:48
Ráðherra íhugar lög um kynjakvóta Konur reikna með að konur sætti sig við lægri laun en karlar og konur bjóða körlum hærri laun en konum. Þetta er meðal þess sem viðamikil rannsókn á launamun kynjanna leiðir í ljós. 19.6.2007 19:43
Ráðstefna um ábyrga fiskveiðistjórnun Sendiráð Íslands í London stóð í samvinnu við Landssamband íslenskra útvegsmanna fyrir ráðstefnu um ábyrga fiskveiðistjórnun. Ráðstefnan fór fram í byrjun júní. Markmið hennar var að kynna íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið og ástand fiskistofna við Íslandsstrendur fyrir breskum innflytjendum og seljendum íslenskra sjávarafurða. 19.6.2007 19:29
Jarðgöng undir Óshlíð boðin út Vegagerðin hefur hafið útboðsferli Óshlíðarganga en stefnt er að því að umferð verði hleypt á þau eftir þrjú ár. 19.6.2007 19:16
Alcan skoðar Keilisnes Ráðamenn Alcan í Straumsvík hafa fundað með sveitarfélaginu Vogum um hvort Keilisnes standi enn til boða undir álver. Bæjarstjórn hefur í framhaldinu boðað til borgarafundar í Vogum annaðkvöld til að heyra sjónarmið íbúanna til málsins. 19.6.2007 19:09
Umfjöllun RÚV um Jónínu Bjartmarz alvarlegt brot á siðareglum Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur kveðið upp þann úrskurð að Ríkisútvarpið og fréttamaður þess, Helgi Seljan, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun sinni um Jónínu Bjartmarz, þáverandi umhverfisráðherra, og um veitingu ríkisborgararéttar til sambýliskonu sonar hennar. 19.6.2007 19:05
Hringurinn gaf barnaspítalanum 50 milljónir Barnaspítali Hringsins sló upp mikilli veislu í dag á 50 ára afmæli sínu. Hringskonur færðu spítalanum 50 milljónir króna í afmælisgjöf. 19.6.2007 18:59
Kvennaliðið á uppleið, karlaliðið á niðurleið Kvennalandsliðið í knattspyrnu undirbýr sig af krafti fyrir leik gegn Serburm. Stelpurnar mættu fullar af orku á æfingu á sjálfan kvenréttindadaginn. 19.6.2007 18:56
750 manna byggð Fleiri umsóknir hafa borist í íbúðir á nýja háskólasvæðinu á varnarsvæðinu en til stóð að ráðstafa í haust. Undir lok ágúst mun 750 manna samfélag verða þar til á skömmum tíma og er það væntanlega fordæmalaust dæmi um tilflutninga íslendinga án þess að hamfarir komi til. 19.6.2007 18:43
Kastljós sendir frá sér athugasemdir vegna úrskurðar siðanefndar Kastljós hefur sent frá sér athugasemdir vegna úrskurðar Siðanefndar fyrr í dag og fara þær hér á eftir: Siðanefnd Blaðamannafélagsins sendi frá sér úrskurð í dag þar sem hún kemst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Kastljóss um veitingu ríkisborgararéttar til unnustu sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra hafi verið 19.6.2007 17:19
Jafnréttisskóli í burðarliðnum Tillaga frá borgarfulltrúum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um undirbúning að stofnun Jafnréttisskóla var samþykkt samhljóða í borgarstjórn í dag, 19. maí. Í tillögunni segir að borgarstjórn Reykjavíkur samþykki að setja á stofn samráðshóp sem hafi það verkefni að kanna kosti þess að stofna Jafnréttisskóla. 19.6.2007 16:36
Bandaríkin og Ísrael lofa Abbas aðstoð George Bush, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hjálpa Mahmoud Abbas, ásamt Ísrael, í baráttunni gegn Hamas samtökunum sem nú stjórna Gaza svæðinu. „Við vonumst til að Abbas verði styrktur svo að hann geti leitt Palestínu í aðra átt," sagði Bush í byrjun fundar með forsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert. 19.6.2007 16:20
Hæstiréttur í Kúveit breytir dauðadómi Hæstiréttur í Kúveit hefur breytt dauðadómi, yfir fjórum málaliðum sem tengdir eru Al Quaeda, í lífstíðardóm. Um leið voru staðfestir lífstíðardómar yfir tveimur öðrum mönnum sem tengdir eru Al Qaeda. 19.6.2007 15:28
Samfylkingin skipar talsmenn Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur skipað talsmenn í einstökum málaflokkum. Flokkurinn segir þetta vera nýmæli sem miði að því stuðla að markvissum málflutningi Samfylkingarinnar í öllum málaflokkum. 19.6.2007 15:21
Ástand bílstjóranna stöðugt að sögn læknis Bílstjórarnir sem lentu í árekstri í Hörgárdal eftir hádegið í dag eru ekki i lífshættu. Bílstjórarnir, tvær konur, voru fluttar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri með sjúkrabíl. Önnur þeirra hefur verið lögð inn til frekari rannsókna. Ekki var búið að taka ákvörðun um hvort hin konan yrði lögð inn. 19.6.2007 15:06
Hlaut verðlaun fyrir uppfinningu sína Þuríður Guðmundsdóttir, grasalæknir og ilmolíufræðingur, hlaut nýlega árleg verðlaun European Union Women Inventors & Innovators Network AWARDS (EUWIIN). Þrjátíu og fimm verðlaun eru veitt konum víðs vegar að úr Evrópu í fimm flokkum, fyrir vísindi, tækni, hönnun, margmiðlun og heilsu. Fjórar konur voru tilnefndir frá Íslandi. 19.6.2007 14:47
Aðalstign Salman Rushdies vekur hörð mótmæli Mikil alda mótmæla hefur riðið yfir Pakistan í kjölfar þess að rithöfundurinn Salman Rushdie var sæmdur aðalsnafnbót. Ráðherra trúmála í ríkisstjórn Pakistans hefur sagt að ákvörðunin auki hættuna á sjálfsvígsárásum þar sem múslimar séu á þeirri skoðun að Rushdie hafi móðgað Íslam. 19.6.2007 14:33
Bleiku steinarnir afhentir þingmönnum NV kjördæmis Bleiku steinarnir, hvatningarverðlaun Femístafélags Íslands, voru afhentir á Austurvelli í morgun. Að þessu sinni voru steinarnir afhentir þingmönnum Norðvesturkjördæmis, en ástæðan fyrir valinu er sú að engin kona situr nú á þingi fyrir kjördæmið. 19.6.2007 14:25
Hálendiskort vegagerðarinnar Kjalvegur og Uxahryggjaleið eru færir umferð en Kaldidalur er ófær. Sprengjusandsleið er ennþá lokuð og Fjallabaksleiðir nyrðri og syðri eru ófærar. Leiðin í Herðubreiðalindir og í Öskju hafa verið opnaðar. 19.6.2007 14:08
Ritstjóraskipti á Vísi með haustinu Ritstjóraskipti verða á Vísi með haustinu þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson verður ritstjóri Vísis og Þórir Guðmundsson tekur við starfi varafréttastjóra Stöðvar tvö. 19.6.2007 14:00
Atlantis yfirgefur geimstöðina Bein útsendingu var frá brottför Atlantis af Alþjóðlegu geimstöðinni á Vísi.is í dag. Flugstjóri á Atlantis er Rick Sturckow. Áhöfnin fékk nýlega nýjan meðlim, Clayton Anderson, sem er flugvirki og leysir af Suni Williams. 19.6.2007 13:56