Bæjarstjórinn kominn út úr skápnum Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2007 12:00 Talsmaður Sólar í Straumi segir bæjarstjórann í Hafnarfirði kominn út úr skápnum með stuðningi sínum við að álverið í Straumsvík geti mögulega stækkað t.d. með byggingu á landfyllingu. Hann segir kosningarnar í vetur ekki hafa snúist um skipulag lóðar álversins, heldur öll þau áhrif sem stækkað álver hefði á fjölmörgum sviðum. Alcan sem rekur álverið í Straumsvík hefur tíu daga til að koma fram með hugmyndir sem sannfæra Landsvirkjun um að Alcan muni kaupa þá raforku sem gert er ráð fyrir í viljayfirlýsingu milli fyrirtækjanna frá því í lok júní í fyrra. Sú yfirlýsing felur í sér kaup Alcans á 60 prósentum þeirrar orku sem fyrirtækið þyrfti til stækkunar álversins. Yfirlýsingin gilti í sex mánuði en var framlengd um aðra sex mánuði um áramót og rennur úr gildi hinn 30. júní næst komandi. Alcan hefur óskað eftir fundi með forráðamönnum Landsvirkjunar á næstu dögum. Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir að Alcan þurfi að leggja fram eitthvað nýtt og raunhæft á þeim fundi til að Landsvirkjun samþykki að framlengja yfirlýsinguna. Í Morgunblaðinu í morgun segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði að það skipti máli að Alcan haldi áfram starfsemi í bænum og er reiðubúinn til að skoða hugmyndir þar að lútandi. "Ég held að það megi segja það núna að bæjarstjórinn sé kominn út úr skápnum með sína skoðun á þessu máli. Hann hefur frá því niðurstaða lá fyrir í þessu máli tekið þátt í spekúlasjónum um hvernig væri hægt að snúa út úr þessari niðurstöðu," segir Pétur Óskarsson talsmaður Sólar í Straumi og vísar þá til niðurstöðu kosninga um deiluskipulag í Hafnarfirði í lok mars. Bæjarstjórinn segir í Morgunblaðinu að í kosningunum hinn 30. mars hafi verið kosið um deiliskipulagstillögu og Alcan hafi rétt á að koma fram með aðrar hugmyndir og þá verði hægt að kjósa um annað deiliskipulag. Pétur segir að umræðan í Hafnarfirði fyrir kosningarnar hafi snúist um heildaráhrif stækkunar álversins á umhverfið, samfélagið, fjárhag bæjarins og fleira, en ekki um deiliskipulagstillögu. Stjórn Alcans fundaði um málið í morgun og mun hitta Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í dag. En fyrirtækið er líka að kanna möguleika á að byggja nýtt álver, t.d. á Keilisnesi eða í Þorlákshöfn, ef Hafnfirðingar hafna stækkun algerlega. Pétur segir að ef fara eigi í nýjar kosningar um aðra deiliskipulagstillögu, sé ljóst að ráðamenn í Hafnarfirði hafi verið að hafa kjósendur að fíflum. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Talsmaður Sólar í Straumi segir bæjarstjórann í Hafnarfirði kominn út úr skápnum með stuðningi sínum við að álverið í Straumsvík geti mögulega stækkað t.d. með byggingu á landfyllingu. Hann segir kosningarnar í vetur ekki hafa snúist um skipulag lóðar álversins, heldur öll þau áhrif sem stækkað álver hefði á fjölmörgum sviðum. Alcan sem rekur álverið í Straumsvík hefur tíu daga til að koma fram með hugmyndir sem sannfæra Landsvirkjun um að Alcan muni kaupa þá raforku sem gert er ráð fyrir í viljayfirlýsingu milli fyrirtækjanna frá því í lok júní í fyrra. Sú yfirlýsing felur í sér kaup Alcans á 60 prósentum þeirrar orku sem fyrirtækið þyrfti til stækkunar álversins. Yfirlýsingin gilti í sex mánuði en var framlengd um aðra sex mánuði um áramót og rennur úr gildi hinn 30. júní næst komandi. Alcan hefur óskað eftir fundi með forráðamönnum Landsvirkjunar á næstu dögum. Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir að Alcan þurfi að leggja fram eitthvað nýtt og raunhæft á þeim fundi til að Landsvirkjun samþykki að framlengja yfirlýsinguna. Í Morgunblaðinu í morgun segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði að það skipti máli að Alcan haldi áfram starfsemi í bænum og er reiðubúinn til að skoða hugmyndir þar að lútandi. "Ég held að það megi segja það núna að bæjarstjórinn sé kominn út úr skápnum með sína skoðun á þessu máli. Hann hefur frá því niðurstaða lá fyrir í þessu máli tekið þátt í spekúlasjónum um hvernig væri hægt að snúa út úr þessari niðurstöðu," segir Pétur Óskarsson talsmaður Sólar í Straumi og vísar þá til niðurstöðu kosninga um deiluskipulag í Hafnarfirði í lok mars. Bæjarstjórinn segir í Morgunblaðinu að í kosningunum hinn 30. mars hafi verið kosið um deiliskipulagstillögu og Alcan hafi rétt á að koma fram með aðrar hugmyndir og þá verði hægt að kjósa um annað deiliskipulag. Pétur segir að umræðan í Hafnarfirði fyrir kosningarnar hafi snúist um heildaráhrif stækkunar álversins á umhverfið, samfélagið, fjárhag bæjarins og fleira, en ekki um deiliskipulagstillögu. Stjórn Alcans fundaði um málið í morgun og mun hitta Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í dag. En fyrirtækið er líka að kanna möguleika á að byggja nýtt álver, t.d. á Keilisnesi eða í Þorlákshöfn, ef Hafnfirðingar hafna stækkun algerlega. Pétur segir að ef fara eigi í nýjar kosningar um aðra deiliskipulagstillögu, sé ljóst að ráðamenn í Hafnarfirði hafi verið að hafa kjósendur að fíflum.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira