Fleiri fréttir

Níu slökkviliðsmenn létust í eldsvoða

Níu slökkviliðsmenn létust í Sofa Superstore húsgagnaversluninni í Charleston, Suður-Karólínu, í Bandaríkjunum þegar bygging hrundi í eldsvoða.

Fjórir létust í flóði í Texas

Fjórir létust í Gainesville í Texas í gær þegar flæddi yfir bæinn. Tilkynnt hefur verið um nokkra sem eru týndir. Fjöldi fólks beið á þökum húsa sinna eftir hjálp. Þrjár þyrlur voru notaðar við björgunaraðgerðirnar.

Vestfirðingum verði komið til bjargar

Össur Skarphéðinsson, ráðherra byggðamála, segir að Vestfirðingum verði komið til bjargar. Hörð orð gagna á víxl á milli áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum vegna gagnrýni á kvótakerfið.

50 milljarða eignir

Eignir Samvinnutrygginga, aðallega í verðbréfum, nema ríflega fimmtíu milljörðum króna. Helsta eignin er hlutur í Exista uppá 20 milljarða.

Kanna hvort Keilisnes standi til boða undir álver

Ráðamenn Alcan í Straumsvík hafa fundað með sveitarfélaginu Vogum um hvort Keilisnes standi enn til boða undir álver. Bæjarstjórn hefur í framhaldinu boðað til borgarafundar í Vogum annað kvöld til að heyra sjónarmið íbúanna til málsins.

Börnum nauðgað í beinni útsendingu

Lögreglan í Kanada, Ástralíu og Bandaríkjunum aðstoðaði lögregluna í Bretlandi við að uppræta umfangsmikill alþjóðlegan barnaklámhring. Hópurinn notaði netið til að dreifa barnaklámi en á síðunni mátti sjá börnum nauðgað í beinni útsendingu.

Rannsakar haglabyssuárás sem tilraun til manndráps

Lögregla rannsakar mál karlmanns, sem skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal fyrir tíu dögum, sem tilraun til manndráps. Við slíkum brotum liggur allt að 16 ára fangelsi. Hæstiréttur staðfesti í gær áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum til 3. júlí á grundvelli almannahagsmuna.

Lögreglan frelsar fólk sem haldið var í bankaráni í Frakklandi

Franska lögreglan hefur frelsað alla gíslana sem teknir voru í bankaráni í Frakklandi fyrr í morgun. Tveir ræningjar fóru inn í bankann klukkan átta í morgun að íslenskum tíma og héldu þar sex manns. Fljótlega létu þeir tvo gísla lausa en lögregla frelsaði síðar þá fjóra sem eftir voru.

Á áttunda tug látnir eftir að bílsprengja sprakk í Írak

Sjötíu og fimm eru látnir og hundrað og þrjátíu særðir eftir að bílsprengja sprakk nærri Sjía moskvu í miðborg Bagdad í írak í morgun. Aðeins eru um þrjár vikur frá því mannskæð bílsprengja felldi um tuttugu manns á sama svæði.

Evrópuþingið hafnar þröngri skilgreiningu á vodka

Evrópuþingið hefur hafnað tillögu frá þingmönnum landa í vodkabeltinu svokallaða, Póllandi, Finlandi, Eystrasaltsríkjunum, Svíþjóð og Danmörku, um að herða lagalega skilgreiningu á vodka. Löndin vildu að vodka yrði skilgreint sem drykkur sem væri búinn til úr korni eða kartöflum. Meirihluti þingmanna vildi hins vegar opnari skilgreiningu.

Skammdræg eldflaug frá Norður Kóreu hafnaði í Japanshafi

Norður Kóreumenn skutu í dag á loft skammdrægri eldflaug sem hafnaði í Japanshafi, að því er japanska fréttastofan NHK hefur eftir þarlendum yfirvöldum. Fréttirnar af eldflaugarskotinu þykja koma á viðkvæmum tíma, því vonir standa til að viðræðum um kjarnorkuafvopnun Norður Kóreu verði haldið áfram í júlí.

Þrír vinir taka eigið líf á vikutímabili

Bæjarbúar þorps í N-Írlandi eru í uppnámi eftir að þrír ungir vinir hafi framið sjálfsvíg á aðeins vikutímabili. Lee Walker, Wayne Browne og James Topley eru allir taldnir hafa hengt sig. Síðast var það Walker sem tók líf sitt á föstudaginn. Internetið er talið eiga þátt í atvikunum.

Mikið mannfall í Afganistan

Talið er að yfir 100 manns, bæði óbreyttir borgarar og hermenn hafi látist, og nokkrir særst í átökum milli afganskra NATO hersveita og Talíbana í suður Afganistan á þremur dögum.

Varað við hruni í íshellinum í Kverkfjöllum

Viðvörunarskilti hefur verið sett upp við íshellinn í Kverkfjöllum eftir að fregnir bárust af hruni úr honum. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að skemmst sé að minnast þess þegar erlendur ferðamaður lést í íshellinum við Hrafntinnusker fyrir um ári síðan þegar hann varð undir hruni úr hellinum.

Búist við samdrætti í landsframleiðslu í ár

Búist er við því að landsframleiðslan dragist saman um 0,1 prósent í ár þrátt fyrir stóraukinn útflutning áls í endurskoðaðri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. Stóriðjuframkvæmdir og kvótaúthlutun fyrir næsta ár eru meðal þess sem veldur óvissu í spánni.

Íslensk flugfélög á flugsýningunni í París

Íslenskir flugrekendur eiga fulltrúa sína á flugsýningunni í París sem hófst í gær og stendur út vikuna. Þar er um að ræða fulltrúa frá Icelandair Group, Avion Aircraft Trading og Air Atlanta Icelandic og eru þeir í hópi um 200 þúsund annarra fulltrúa kaupenda og seljenda.

Fyrrverandi nasistaforingi fær ekki að vinna

Ítalskur dómstóll hefur afturkallað vinnuleyfi fyrrverandi SS foringja nasista úr seinni heimstyrjöldinni. Hinn 93 ára gamli Erich Priebke, var dæmdur í ævilangt stofufangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um að eiga aðild að morðum á 335 drengjum og mönnum nálægt Róm í seinni heimstyrjöldinni.

Hátt í hundrað manns yfir hraðamörkum

Lögreglan á Selfossi kærði 93 ökmenn fyrir að aka of hratt í umdæminu, í vikunni sem leið. Einn ökumaður var grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og annar var grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Egill og 365 ná sáttum

Egill Helgason og 365 hafa komist að samkomulagi um starfslok Egils hjá félaginu. Eins og kunnugt er stjórnaði Egill umræðuþættinum Silfri Egils á Stöð 2 en ákvað að söðla um og ráða sig til Ríkisútvarpsins.

Foreldrar biðla til byssumanns

Foreldrar hins 29 ára Christopher Wayne Hudson hafa biðlað til hans um að gefa sig fram friðsamlega á næstu lögreglustöð. Hudson, sem er meðlimur bifhjólasamtökunum Vítis Englar í Ástralíu, er eftirlýstur í heimalandinu fyrir að hafa drepið einn og sært tvo aðra í miðborg Melbourne í gær.

Svartbjörn drap ellefu ára gamlan dreng

Svartbjörn drap ellefu ára gamlan dreng sem var í útilegu með fjölskyldu sinni í American Fork Canyon, nokkrum kílómetrum fyrir utan Salt Lake City, aðfaranótt sunnudags.

Mikið mannfall í Afganistan

Að minnsta kosti hundrað manns þar á meðal óbreyttir borgarar, lögreglumenn og herskáir Talibanar hafa látið lífið í hörðum bardögum sem geisað hafa í suðurhluta Afganistan síðustu daga. Bardagarnir hafa aðalleg geisað í Uruzgan-héraðinu.

Sprengjuleit við Hvíta húsið

Fjölmiðlamiðstöð nálægt Hvíta húsinu var rýmd í dag. Það var gert eftir að sprengjuleitarhundur sýndi viðbrögð við bifreið sem verið var að nota í tengslum við heimsókn ísraelska forsætisráðherrans Ehud Olmert til landsins.

Umhverfisvænir bílar koma illa út úr öryggisprófunum

Sænskir bílasérfræðingar greina frá því að 18 af hverjum 37 umhverfisvænum bílum uppfylla ekki lágmarks öryggiskröfur og koma illa út úr árekstarprófunum. Á sama tíma og ríkið ýtir undir kaup á umhverfisvænum bílum með skattafríðindum eru settar hömlur á bíla með sérstakan öryggisbúnað.

Þvaglekar kvenna

Þvagleki er ekki uppáhalds umræðuefni fólks en hann hrjáir marga, sérstaklega konur, og er skilgreindur þannig: Ástand þar sem ósjálfráður og sannanlegur leki á þvagi orsakar bæði félagsleg og hreinlætisleg vandamál fyrir viðkomandi einstakling.

Sömdu við einkaaðila vegna biðraða

Langar biðraðir við leiktæki í Hljómskálagarðinum urðu til þess að borgin ákvað að semja við einkaaðila um að starfrækja leiktæki í Lækjargötu.

Einkatímar hjá reyndum hryðjuverkamönnum í umferðinni

Ökuníðingum er boðið uppá námskeið, til að læra að komast undan laganna vörðum, á vefsíðunni HLS.is. Þar kemur fram að tilefnið sé hærri sektir og hert viðurlög við hraðakstri vélhjóla. Boðið er upp á hópnámskeið sem og einkatíma hjá reyndum hryðjuverkamönnum í umferðinni.

Nokkurra mánaða börnum bjargað frá barnaníðingum

Bresku lögreglunni hefur tekist að koma upp um barnaklámhring sem teygir anga sína til þrjátíu og fimm landa. Lögreglan bjargaði þrjátíu og einu barni úr klóm barnaníðinganna á meðan á rannsókn málsins stóð, sum þeirra voru aðeins nokkurra mánaða gömul.

Ráðið ræður áfram öllu

Tuttugu og fjögurra manna framkvæmdaráð, sem endurnýjar sig sjálft, mun í reynd stjórna áfram tugmilljarða eignum Samvinnutrygginga, að mati Péturs Blöndal, formanns efnahags- og skattanefndar Alþingis. Hann telur einnig að það geti stangast á við stjórnarskrá að tryggingatakar missi eignarrétt sinn í þessum digru sjóðum við andlát.

Virkjanagróði gerir Ásahrepp að einu ríkasta sveitarfélagi landsins

Þrjár virkjanir á hálendinu gera fámennan sveitahrepp í Rangárvallasýslu að einu ríkasta sveitarfélagi landsins. Skattprósentan þar er sú lægsta á landinu og hreppurinn býður íbúum sínum auk þess upp á margskyns hlunnindi. Við virkjun Urriðafoss verður þessi hreppur enn ríkari.

Ný ríkisstjórn Abbas hefur stuðning lykilaðila

Ný Neyðarstjórn Mahmoud Abbas forseta Palestínu hefur stuðning lykilaðila í alþjóðasamfélaginu. Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið ætla að hefja fjárhagsaðstoð við stjórnvöld í Palestínu á nýjan leik eftir um eins og hálfs árs hlé.

Bílslysum fækkar hlutfallslega í Reykjavík

Umferðaróhöppum og umferðarslysum hefur fækkað um 45 prósent í höfuðborginni frá árinu 2000 ef hliðsjón er höfð af fjölgun ökutækja. Tveir hafa látist í umferðinni í ár en á sama tíma í fyrra höfðu 7 látist í umferðarslysum.

Rútuslys í Þýskalandi

Að minnsta kosti þrettán manns létust og um 30 slösuðust í rútuslysi í Þýskalandi í dag. Fjörtíu og átta eldri borgarar voru í rútunni þegar slysið varð á þjóðveginum á milli Halle og Magdeburg í austur Þýskalandi. Fólkið var frá Hopsten i norðvestur Þýskalandi.

Dæmdur fyrir nauðgun

Hæstiréttur dæmdi í dag Stefán Hjaltested Ófeigsson í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot. Hann þröngvaði konu með ofbeldi til samræðis og annarra kynferðismaka.

Dæmdur fyrir tilraun til manndráps

Hæstiréttur dæmdi í dag Arnar Val Valsson í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Arnar stakk mann með hnífi í bakið, þann 14. maí 2006 með þeim afleiðingum að hann hlaut lífshættulegan áverka.

Ungur piltur dæmdur fyrir kynferðisbrot

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag ungan pilt í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þriggja ára frænda sínum. Pilturinn var ákærður fyrir brot gegn þremur ungum frændum sínum. Hann var ósakhæfur í tveimur tilvikanna.

Hamasliðar gefa mannræningjum frest til miðnættis

Hamassamtökin í Palestínu sem ráða nú yfir Gasa svæðinu, hafa gefið mannræningjunum sem hafa breska blaðamanninn Alan Johnston í haldi, frest til miðnættis til þess að sleppa honum. Verði ræningjarnir ekki við kröfu samtakanna hyggjast þeir beita valdi til þess að frelsa hann úr prísund sinni.

Handteknir vegna framleiðslu á fíkniefnum

Lögreglan á Hvolsvelli handtók tvo menn vegna framleiðslu á 52 kanabisplöntum í sveitinni í nágrenni Hellu í síðustu viku. Leit var gerð samkvæmt úrskurði og fundust þá þessar plöntur. Annar mannanna hefur viðurkennt framleiðsluna og hefur mönnunum verið sleppt. Akstur undir áhrifum fíkniefna tengist málinu og er það til rannsóknar.

Enn engin vitni

Enn hafa engar ábendingar borist lögreglu vegna nauðgunartilraunar sem átti sér stað í Traðarkotssundi við Þjóðleikhúsið á laugardagsmorgun þann 9. júní. Engin vitni hafa gefið sig fram. Stúlkan sem ráðist var á komst undan með harðfylgi.

Vitavörður verðlaunaður

Vitaverðinum Óskari J. Sigurðssyni verða á morgun veitt virt verðlaun sem kallast Hetjur umhverfisins. Það er úthafs- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna sem stendur að verðlaununum sem afhent verða við hátíðlega athöfn í sendiráðsbústað Bandaríkjanna á Laufásvegi.

Reyna að stöðva flutning vopna frá Íran

Fjölþjóðlegt herlið í Írak hefur í dag staðið í bardgögum í austurhluta landsins með það að markmiði að koma í veg fyrir flæði hermanna og hergagna frá Íran til Íraks. Í tilkynningu frá Bandaríkjaher kemur fram að um 20 vígamenn hafi fallið í bardögunum.

Karl Ágúst Úlfsson er bæjarlistamaður Garðabæjar

Karl Ágúst Úlfsson, leikstjóri, leikari og rithöfundur, er bæjarlistamaður Garðabæjar 2007. Gunnar Einarsson bæjarstjóri afhenti Karli Ágústi starfsstyrk listamanna árið 2007 við hátíðlega athöfn í Vídalínskirkju á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Engar ábendingar borist lögreglunni

Engar ábendingar hafa borist kynferðisafbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna aþjóðlega barnaklámhringsins sem greint var frá á Visi.is í morgun. Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur heldur ekki fengið ábendingar.

Sjá næstu 50 fréttir