Innlent

Formúlubíll í Smáralind

Bíllinn kemur í næstu viku.
Bíllinn kemur í næstu viku.

Formúluökumaðurinn Nico Rosberg kemur til Íslands þann 26.júní og mun spyrna Williams keppnisbíl sínum á bílaplaninu við Smáralind.

Williams keppnisbíllinn verður settur saman í Vetrargarðinum í Smáralind mánudaginn 25.júní og geta gestir og gangandi fylgst með atgangi tæknimanna og verður bíllinn meðal annars settur í gang. Á þriðjudaginn mun Rosberg svo aka um bílaplanið í Smáralind í tvígang sem gefur Íslendingum tækifæri að heyra og sjá Formúlu 1 bíl á ferð í fyrsta skipti á Íslandi. Þetta er einn af þeim bílum sem að er notaður í keppnir á árinu og Íslendingum gefst því tækifæri til að sjá það allra nýjasta í tækni formúlubíla.

Rosberg hefur farið mikinn í mótum ársins og kemur hingað á sama tíma og hann fagnar 22 ára afmæli sínu. Hann er yngstur allra ökumanna í Formúlu 1. Rosberg kemur hingað til lands með fjölda starfsmanna Williams liðsins sem munu setja bílinn saman, segir í fréttatilkynningu frá Baugi Group, sem stendur að komu Rosbergs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×