Fleiri fréttir

Verktakafyrirtæki sakar Eyþór Arnalds um að fara með rangt mál

Fyrirtækið SR-Verktakar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Eyþórs Arnalds, bæjarfulltrúa í Árborg í Kastljósi síðastliðið föstudagskvöld. Þeir segja Eyþór hafa farið vísvitandi með rangt mál í þættinum þegar hann sagði verktakann rífa hús á Selfossi í heimildarleysi.

Vegabætur draga úr slysum

Tveir Íslendingar hafa látist í bílslysum á þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu sjö látist í umferðarslysum. Lögregla telur að vegabætur hafi dregið úr slysum.

Stuðmenn á útitónleikum við Barnaspítalann á morgun

Barnaspítali Hringsins fagnar 50 ára afmæli á morgun með því að bjóða að bjóða börnum í afmælisveislu frá kl. 12 til 15 á lóðinni við Barnaspítala Hringsins. Þar verður boðið upp á Stuðmanna-tónleika og önnur skemmtiatriði, pylsur, drykki og afmælistertu. Yngstu börnunum býðst að koma með veika bangsa og dúkkur til læknis.

Ræða um framtíðaruppbyggingu Alcan hér á landi

Tveir af æðstu yfirmönnum Alcan eru að koma til landsins til að ræða við ráðamenn um framtíðaruppbyggingu fyrirtækisins hér á landi. Enn er til skoðunar að reisa nýtt álver fyrirtækisins í Þorlákshöfn.

Búið að opna Sæbraut

Lögregla er að ljúka störfum á vettvangi og Sæbraut/Reykjanesbraut hefur verið opnuð fyrir almenna umferð.

Ræða veiðiráðgjöf Hafró við sjávarútvegsráðherra

Forystumenn samtaka sjómanna gengu á fund Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra nú laust fyrir hádegi til þess að ræða veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem felur í sér uggvænlegan niðurskurð. Harðnandi gagnrýni er á kvótakerfið í röðum Sjálfstæðismanna.

Vegabréfsáritanir til Íslands gefnar út í Bejing

Deild til útgáfu vegabréfsáritana tók til starfa í sendiráði Íslands í Beijing 15. júní sl. Átján manna kínversk sendinefnd fékk fyrstu áritanirnar, en hún er á leið til Íslands vegna viðræðna um fríverslun landanna. Jóhann Jóhannsson veitir deildinni forstöðu í umboði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.

Mildi að ekki urðu alvarleg slys á fólki

Mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki þegar fullhlaðinn steypubíll valt nærri gatnamótum Sæbrautar og Miklubrautar í morgun. Loka þurfti hluta Sæbrautar vegna slyssins.

31 barni bjargað úr klóm barnaníðinga

Alþjóðlegt lögreglulið hefur upprætt alþjóðlegan barnaklámhring. 700 manns eru grunaðir í málinu og herma fregnir að 31 barni hafi verið bjargað úr klóm níðinganna. Níðingsverkin voru í sumum tilfellum sýnd í beinni útsendingu á Netinu.

Viðræður um framtíð Vestur-Sahara hefjast í dag

Stjórnvöld í Marokkó og uppreisnarmenn í Polisario, sem berjast fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara, hefja viðræður um framtíð svæðisins í dag. Upphaflega var Vestur-Sahara nýlenda Spánverja.

Geir sýnilegastur

Á tímabilinu 1. janúar - 24. maí síðastliðinn mældist Geir H. Haarde sýnilegastur í fréttum ljósvakamiðla en Geir hafði áður ekki mælst neitt sérstaklega virkur sem viðmælandi í fréttum.

Eftirlitsmenn fara til Norður-Kóreu

Eftirlitsmenn frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni munu fara til Norður-Kóreu í næstu viku til þess ræða lokun á kjarnofninum í Yongbyon. Embættismenn í Norðu-Kóreu báðu um heimsóknina.

Lamaðist eftir fyllerí

Héraðsdómur sýknaði fyrir helgi eigendur húsnæðisins að Laugarvegi 22 og Reykjavíkurborg vegna slyss sem átti sér stað þegar ungur maður féll niður stiga á skemmtistaðnum 22 með þeim afleiðingum að hann lamaðist.

Ölvaður ökumaður með barn í bílnum

Ökumaður var stöðvaður fyrir meinta ölvun við akstur á Ísafirði. Sá var stöðvaður um fjögurleytið á föstudeginum og var þá að koma frá því að sækja barn sitt á leikskólann. Þá sluppu kona og tvö börn vel þegar bifreið valt út af veginum til Bíldudals

Ísrealar loka Gaza

Ísraelar hafa lokað á alla vöruflutninga til Gaza svæðisins. Hamas samtökin stjórna nú Gaza svæðinu og með þessum aðgerðum eru ísraelsk stjórnsvöld að reyna að einangra Hamas algjörlega. Á sama tíma eru Ísraelar að hefja stuðning við bráðabirgðarstjórn Fatah hreyfingarinnar.

Aukin krafa um sjálfbærni í sjávarútvegi

Krafa um sjálfbærni í sjávarútvegi eykst sífellt og því mikilvægt að íslensk fyrirtæki taki virkan þátt í þróun á því sviði. Þetta kom fram á alþjóðlegum vinnufundi Matís, sem fram fór á Sauðárkróki. Fjölmörg sóknarfæri eru til staðar í sjálfbærri þróun í sjávarútvegi en nauðsynlegt er að Íslendingar haldi vöku sinni svo þeir eigi þess kost að vera framarlega í umræðu um slík mál í alþjóðlegu tilliti.

Sæbraut enn lokuð vegna umferðarslyss

Sæbraut er enn lokuð til suðurs frá Kleppsmýrarvegi að Miklubraut vegna umferðarslyss, sem varð þegar steypubíll valt í morgun. Mun lokunin standa til hádegis. Umferð er beint annað.

Brennandi bíll í Heiðmörk

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan sjö í kvöld eftir að eldur kviknaði í bifreið í Heiðmörk. Engan sakaði.

Gianfranco Ferre látinn

Ítalski tískufrömuðurinn Gianfranco Ferre lést í Mílanó á Ítalíu í dag 62 ára að aldri. Gianfranco var lagður inn á spítala á föstudaginn eftir að hann fékk heilablóðfall.

Forseti Súdan hleypir friðagæsluliðum til Darfur

Omar al-Bashir forseti Súdan hefur samþykkt að hleypa friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna til Darfur án nokkurra skilyrða. Ofbeldi og átök í héraðinu hafa kostað meira en tvö hundruð þúsund manns lífið og um tvær og rúmlega tvær milljónir hafa hrakist frá heimilum sínum.

Hátíðarhöld í blíðviðri

Víðast hvar um landið viðraði vel til hátíðarhalda en í Reykjavík hafa hátíðarhöldin staðið yfir frá því í morgun og halda áfram fram undir miðnætti. Sautjándi júní heilsaði víðast hvar með blíðskaparveðri. Um það bil 20 þúsund manns lögðu leið sína í miðborg Reykjavíkur í tilefni dagsins.

Klessukeyrði ofursportbíl

Ökumaður sem ók útaf vegi og endaði á umferðarskilti þurfti á áfallahjálp að halda þrátt fyrir að bílinn sé lítið skemmdur og engin meiðsl orðið á fólki. Ástæðan; bíllinn sem hann ók er 550 hestafla ofursportbíll sem kostaði einar 30 milljónir króna. Aðeins 4000 slíkir kaggar eru til í heiminum og þessi var sérsmíðaður fyrir Brimborg.

Mikil fjölgun í hópi Síberíutígrisdýra

Vel gengur að reisa við stofn Síberíutígrisdýra sem eru í mikilli útrýmingarhættu. Á ræktunarstöð kattardýra í Kína hefur tegundinni borist góður liðsauki með fæðingu 84 kettlinga frá því í mars á þessu ári. Í tilkynningu frá ræktunarstöðinni segir að kettlingunum heilsist vel og að von sé á að 13 læður fæði til viðbótar á næstu fjórum mánuðum.

Mótmælendur handteknir við Þjóðleikhúsið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók um klukkan hálf fimm í dag fimm einstaklinga fyrir brot á fánalögum. Hópurinn var búinn að setja upp stóra eftirmynd af íslenska þjóðfánanum á Þjóðleikhúsið þar sem stjóriðjustefnu stjórnvalda var mótmælt. Á fánanum var skjöldur með merkjum fyrirtækjanna Alcoa, Alcan og Norðuráls.

Hærri sektir draga ekki enn úr hraða

Þrátt fyrir hert viðurlög við hraðakstri hafði lögreglan í nógu að snúast við að stöðva ökumenn á ofsahraða um helgina. Þótt ökumenn geti átt á hættu að ökutæki þeirra verði gerð upptæk er hraðinn enn mikill.

Eldveggur kom í veg fyrir enn meira tjón

Milljónatjón varð í eldsvoða í iðnaðarhúsi á Selfossi í gærkvöldi en gríðarlegar skemmdir urðu á bifreiðaverkstæði sem starfrækt var húsinu. Smurstofa í sama húsi slapp hins vegar að mestu leyti. Eldveggur í húsinu kom í veg fyrir enn stærra tjón.

Íslendingar vel í stakk búnir að mæta áföllum

Í hátíðarræðu sinni í dag ræddi Geir H Haarde forsætisráðherra dökka skýrslu Hafrannsóknarstofnunar sem leggur til verulegan samdrátt í þorskveiðum á næsta ári og það var að heyra á honum að ríkisstjórnin ætli að hlusta á sérfræðingana, vegna þess að ráðherrann sagði Íslendinga þola áföll nú betur en oft áður.

Sólveig Arnarsdóttir var fjallkonan

Hátíðarhöldin hófust með hefðbundnum hætti í höfuðborginni í morgun, þegar forseti borgarstjórnar lagði blómsveig að leiði sjálfstæðishetjunnar Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu.

Raggi Bjarna er borgarlistamaður Reykjavíkur

Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason var í dag útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur. Útnefningin fór fram í Höfða og við það tækifæri tók Ragnar gamlan slagara við góðar undirtektir Borgarstjóra og annarra gesta.

Mikið um hættulega framúrakstra

Mikil umferð er á þjóðveginum milli Akureyrar og Reykjavíkur og hefur lögreglan í Borgarnesi tekið fjölmarga fyrir hraðakstur. Einn var tekinn á 146 kílómetra hraða fyrir norðan Borgarnes laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar er mikið um framúrakstra á hættulegum stöðum.

Góð þátttaka í þjóðhátíðarfagnaði á Hvanneyri

Stór hluti íbúa Hvanneyris tók þátt í þjóðhátíðardagskrá sem ungmennafélagið Íslendingur stóð fyrir þar í bæ. Hápunktur hátíðarhaldanna var þegar flugvél flaug yfir svæðið og kastaði niður sælgæti til barnanna.

Ný alpagöng opnuð

Lengstu landlægu lestargöng í heimi voru vígð á föstudaginn. Göngin eru 34 kílómetra löng og tengja Þýskaland og Ítalíu í gegnum Alpafjöllin.

Mikill mannfjöldi í miðbæ Reykjavíkur

Mörg þúsund manns eru nú saman komin í miðbæ Reykjavíkur til að fagna þjóðhátíðardegi landsmanna. Allt hefur gengið slysalaust fyrir sig að sögn lögreglu.

Tveimur flugskeytum skotið á Ísrael

Tveimur flugskeytum var skotið á smábæ í Ísrael í dag frá Líbanon. Allt bendir til þess að Palestínumenn standi á bak við flugskeytaárásina og telja ísraelsk stjórnvöld að árásirnar séu gerðar í því skyni að ögra þeim.

Hérar valda töfum á flugvellinum í Mílanó

Loka þurfti flugvellinum í Mílanó á Ítalíu í dag á meðan tvö hundruð veiðimenn reyndu að klófesta yfir 80 héra sem ítrekað hafa valdið vandræðum á svæðinu. Á síðustum vikum hefur tvisvar komið fyrir að hérar hafi flækst í hjólabúnaði flugvéla við lendingu. Þá hafa þeir einnig valdið truflunum í radarbúnaði flugvallarins.

Ástandið að róast á Akureyri

Allt það lögreglulið sem sérstaklega var kallað út á Akureyri í gærkvöldi vegna aukins viðbúnaðar lögregluyfirvalda var sent heim í morgun. Rólegt hefur verið í bænum í dag en þar hófst fyrir skömmu þjóðhátíðardagskrá á Ráðhústorginu.

Fuglar að deyja út í Bandaríkjunum

Umtalsverð rýrnun hefur orðið á stofnum algengustu fugla í Bandaríkjunum á síðustu áratugum. Fuglafræðingar við Audubon stofnuninni benda á þetta í nýútkominni skýrslu sinni og lýsa yfir áhyggjum sínum.

Íranir gagnrýna Breta fyrir að hafa heiðrað Salman Rushdie

Stjórnvöld í Íran hafa gagnrýnt bresk yfirvöld fyrir að hafa veitt rithöfundinum Salman Rushdie riddaratign. Telja írönsk stjórnvöld að með því hafi bresk yfirvöld viljandi verið að ögra og sýna öllum múslimum lítilsvirðingur. Salman Rushdie var dæmdur til dauða af múslimadómstól í Íran eftir að hann gaf út bókina "Söngvar Satans" árið 1989.

Sjá næstu 50 fréttir