Innlent

Engar ábendingar borist lögreglunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Engar ábendingar hafa borist kynferðisafbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna aþjóðlega barnaklámhringsins sem greint var frá á Visi.is í morgun. Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur heldur ekki fengið ábendingar.

Sjö hundruð manns eru grunaðir í málinu og talið er að 31 barni hafi verið bjargað úr klóm níðinganna. Níðingsverkin voru í sumum tilfellum sýnd í beinni útsendingu á Netinu.

Talið er að höfuðpaurinn í málinu sé 27 ára gamall Breti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×