Innlent

Enn engin vitni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Enn hafa engar ábendingar borist lögreglu vegna nauðgunartilraunar sem átti sér stað í Traðarkotssundi við Þjóðleikhúsið á laugardagsmorgun þann 9. júní. Engin vitni hafa gefið sig fram. Stúlkan sem ráðist var á komst undan með harðfylgi. Árásarmaðurinn er 185-190 cm á hæð, með stutt mjög dökkt hár og skeggbrodda. Hann var klæddur í rauða peysu eða jakka og svartar buxur. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 4441100.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×