Innlent

Handteknir vegna framleiðslu á fíkniefnum

Lögreglan á Hvolsvelli handtók tvo menn  vegna framleiðslu á 52 kanabisplöntum í sveitinni í nágrenni Hellu í síðustu viku. Leit var gerð samkvæmt úrskurði og fundust þá þessar plöntur. Annar mannanna hefur viðurkennt framleiðsluna og hefur mönnunum verið sleppt. Akstur undir áhrifum fíkniefna tengist málinu og er það til rannsóknar.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×